Færsluflokkur: Bloggar

Réttarríkinu stútað.

Nú langar mig að spyrja, fyrir hvern réttarríkið er? Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að réttarríkið verji einstaklinginn gegn framkvæmdavaldinu fyrir ósanngjarnri málsmeðferð. Ég hef alltaf staðið í þeirr trú að enginn geti saksótt mig nema mjög veigamikil rök bendi til þess að ég sé sekur. Alveg sama hve margir hati mig, alveg sama hve margir telji mig vera ástæðu allra þeirra ófara, þökk sé réttarríkinu þá muni ég alltaf njóta sanngjarnar málsmeðferðar þar sem að aðeins verði farið í saksókn gegn mér ef að meiri líkur en minni séu til þess að ég sé sekur.

Ég hef alltaf haldið að réttarríkið væri fyrir einstaklinginn gegn fjöldanum, gegn framkvæmdavaldinu að réttarríkið væri fyrir þann sem að allir vilja fá dæmdann fyrir einhvern glæp. Ég efast stórlega um að það hafi verið raunin þegar að Þór Saari greiddi greiddi atkvæði um saksókn fyrrverandi ráðherranna fjögurra. Ég held að þar hafi hefndigirni og pólitík vegið þyngra en saksóknarhlutverk eða sönnunargöng.

Það sem að viðheldur réttarríkinu eru sjálfstæðir dómstólar og mjög ábyrgt saksóknaravald. Vald sem að aldrei má misnota, að einstaklingurinn fái frekar að njóta vafans en að hann sé saksóttur ef að sönnunargöngin eru óljós eða ekki fyrir hendi. Það er öflugt réttarríki. Þegar Alþingi tók sér hins vegar í fyrsta skipti í íslenskri stjórnmálasögu þetta saksóknarvald var ekki mikið um ábyrgð. Ýmist skiptu menn sér í flokka eða létu sönnunargögn lönd og leið og greiddu atkvæði með hefnd í huga. Þannig stútað Þór Saari og allir hinir 62 þingmenn Alþingis réttarríkinu, alla vega hvað Alþingi varðar. Við verðum að tryggja að næst þegar ráðherra verður ákærður, þá verði það gert af löglærðum manni sem að skilur að saksóknari er þjónustumaður réttarríkisins, líka þess sem að ákærður er. Saksóknari er líka þjónustumaður þess ákærða alveg eins og þeirra sem vilja ákæra. Þór Saari, þú stútaðir sjálfur réttarríkinu.


mbl.is „Stúta réttaríkinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seinni tíma landsdómsmál?

Segjum sem svo að seinna komist pólitískir andstæðingar Steingríms, Jóhönnu og annarra í núverandi ríkisstjórn til valda, nái meirihluta á Alþingi og vilji gera upp við þau sakir... þá er vel mögulegt að nota þessa staðreynd sem mögulega ástæðu málssóknar. En ég vona að menn beri gæfu til þess að leggja þetta mál til hliðar eins og öll önnur. Hafi þau gert mistök í embættisrekstri sínum þá eiga þau að axla þá ábyrgð með því að víkja úr ráðherraembætti og af þingi, eins og Geir H.Haarde, Björgvin G. Sigurðsson, Árni Matthiesen og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafa gert og þannig axlað sína pólitísku ábyrgð.

Ég vona að þetta mál gegn Geir H. Haarde verði einsdæmi í stjórnmálasögu Íslands, dæmi um henfdarhyggju með yfirskini réttlætis.


mbl.is Ríkisstjórnin var vöruð við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helsta verkefnið var að sameina þjóðina.

Við munum öll hvernig ríkisstjórn VG og Samfylkingar kom til. Til uppþota kom á Austurvelli, brotið var á friðhelgi Alþingis og þáverandi valdhöfum sýnt ofbeldi og ógnað. Við þessar kringum stæður varð til ný ríkisstjórn. Það er óumdeild hvað sem að er svo satt í því að VG hafi átt hlut að máli í uppþotunum sem að urðu og átt þátt í því að sýna þáverandi forsætisráðherra ofbeldi eða tilburði til slíks. Reyndar tel ég að VG hafi að vitað af því hvað væri í bígerð eða að minnsta kosti ekki þótt þessi atburðarrás slæm og stutt hana ef eitthvað er. En ég tel hins vegar fjarri lagi að VG geti talist hins vegar þáttakandi.

En við svona stjórnarskipti sem að ekki eru frekar óhefðbundin þá er það eitt það mikilvægasta sem að nýja ríkisstjórnin gerir er að sætta þjóðina. Eðlilega er hluti þjóðarinnar frekar óhress með þróun mála og þá atburðarrás sem að varð þegar stjórnarskiptin urðu. Óhressari öllu heldur en ef að stjórnarskiptin hefðu orðið í kjölfar kosninga eða einfaldlega að stjórnin hefði sprungið af sjálfsdáðum. Nei þessi stjórnaskipti urðu í skugga uppþota og ofbeldis í garð valdhafans.

En mitt álit er að hornsteinn þessarar ríkisstjórnar og mikilvægasta verkefni hennar er að sætta þjóðina. Farvegur sátta ekki aðeins í efnahagslífinu (samanber stöðugleikasáttmálann sem var orðinn úreltur áður en það var búið að undirrita hann) heldur í stjórnmálum almennt hefði getað verið farvegur til framtíðar. Ef að ríkisstjórnin hefði að minnsta kosti reynt að sætta andstæðar fylkingar meðal þjóðarinnar þá hefði hún getað átt glæsta framtíð.

En það var ekki einu sinni reynt. Alltaf þegar hægt er að velja farveg sátta í öllum málum þá velur þessi ríkisstjórn, sér í lagi VG farveg deilna. Það er eins og að flokkurinn vilji hreinlega gera allt til þess að vekja gremju og reiði hjá að minnsta kosti hluta þjóðarinnar. Allt sem var skal brotið niður nýtt byggt upp eftir þeirra höfði. Þannig komumst við ekki út úr þeirri stjórnmálakreppu sem að hefur ríkt í landinu alveg síðan 2008.

Og nú, í kjölfar atburðanna síðastliðinn mánudag, þá eru sættir meðal þjóðarinnar algjörlega útilokaðar. Þegar tekinn er sú ákvörðun að kæra mann fyrir pólitískar ákvarðanir, allt í lagi það má deila um það hvort að þetta hafi verið gáfulegar eða réttar ákvarðanir, en þetta var að engu að síður pólitík þá eru eins og Bjarni Ben. orðaði það öll grið úti. Það er rangt að kæra fólk fyrir pólitík, undir það tek ég með Guðmundi Steingrímssyni þingmanni Framsóknar. Það má gagnrýna fólk, það má hafa af því embættið, þrýsta á það að segja af sér þingmennsku og það má koma í veg fyrir frekari þáttöku á þingi eða í stjórnmálum en það má ekki fangelsa fólk fyrir ákvarðanir sem það tók í góðri trú og fyrir að reyna að vinna í þágu lands og þjóðar. Pólitík er nefninlega ekkert annað en að vinna í þágu lands og þjóðar.

Jú vissulega eiga margir um sárt að binda. Efnahagskreppan hefur snert marka og eyðilagt líf þúsunda. Það væri hroki af minni hálfu að skrifa þessa færslu án þess að hugsa um þá sem eiga um sárt að binda. Því miður getum við ekki breytt orðnum hlut. Að senda Geir H. Haarde í fangelsi eða sekta hann breytir bara ekki nokkrum sköpuðum hlut. Færslan mín snýst um það að ætlaður ávinningur til þeirra sem að eiga um sárt að binda verður því miður alltaf minni en skaðinn af því að kæra hann og mögulega fangelsa hann. Því miður er það staðreynd að þessi gjörningur veldur miklu meiri skaða en ávinningi. Ég er alla vega viss um að sagan mun dæma atburð mánudagsins þannig.

Sættir er sem áður segir útilokaðar. Um næstu misseri og ár mun þjóðin skiptast í þá sem að vildu kæra og þá sem að vildu ekki kæra. Inn í þessa umræðu blandast sárindi og beyskar tilfinningar. Og svo við tölum ekki um starfið á þinginu. Það mun verða í algjörri upplausn um langann tíma. Nú er Alþingi komið inn á braut sem að er bæði varasöm og sem að verður ekki snúið aftur. Þetta fordæmi að fyrir störf landinu og þjóðinni til heilla geti fólk sætt ákærum og fangelsi mun sýkja Alþingi okkar, barnanna okkar og barnabarnannan okkar.

Davíð Oddsson, Steingrímur Hermannsson, Bjarni Benidiksson heitinn, Geir H.Haarde, Ólafur Thors, Þorsteinn Pálsson, Steingrímur Jóhann Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri og fleiri og fleiri er dæmi um fólk sem að hefur boðið sig fram til starfa fyrir land og þjóð. Mörg ef ekki öll hafa þurft að taka umdeildar ákvarðanir. Sumar hafa haft góðar afleiðingar, aðrar slæmar og svo eru enn aðrar afleitar. En ég er viss um að öll lögðu þau sig fram fyrir land og þjóð. Það má/mátti refsa þeim með embættismissi og með því að krefja þau að segja af sér þingmennsku en það má ekki dæma þau í fangelsi. Annað er hrein og klár svívirða.


mbl.is Alþingi rúið trausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leið Samfylkingar til þess að hlífa eigin fólki.

Einhvern veginn grunar mig að sú ákvörðun að kosið verði um hvern og einn ráðherra sé runnin undan rifjum Samfylkingarinnar. Þannig geta flokksmenn auðveldlega hlíft eigin fólki en hengt svo ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það er hin mesti gunguháttur og til háborinnar skammar fyrir Samfylkinguna. En þetta er þeirra leið til þess að halda í löngu brostið sambandi milli þeirra og VG. Það verður þó að virða það við þau, að þau reyna í sífellu að blása lífi í þetta lánlausa stjórnarsamstarf þó svo að allir aðrir sjái að það sé löngu búið.

Mín skoðun er sú að ef að Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn, Vinstri hreyfingin grænt framboð og Hreyfingin ætla að fara í pólitískar ofsóknir gegn mönnum í anda miðalda nornaveiða þá er réttast að aðrir stigi til hliðar og leyfi þessum flokkum að eiga sviðið. Þeirra skömm mun rísa hæst að lokum. En ef að þetta verður líka niðurstaðan þá má búast við miklu fleiri ákærum á ráðherra. Þá er friðurinn úti, samstaða meðal þjóðarinnar útilokuð. Vilji þessir flokkar stríð þá fá þeir stríð. Hin pólitísku átök á Alþingi eru þá bara rétt að byrja.


mbl.is Kosið um hvern og einn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleiki Alþingis eða trúverðugleiki VG.

Viðbrögð þingflokks VG bendir til þess að þeir hafi talið að samþykkt þessarar þingsályktunartillögu og að landsdómur yrði kallaður saman væri í raun formsatriði. Í þeirra huga er því trúverðugleiki Alþingis í hættu ef að stjórnarliðar samþykkja ekki fyrirfram gefna niðurstöðu þingnefndarinnar. Í allri vinnu nefndarinnar, í allri umræðu hafa menn einfaldlega gengið að því vísu að ráðherrarnir séu sekir. Að gefa sér álit fyrirfram eru kannski vinnubrögð sem að eru allt í lagi þegar um er að ræða venjuleg mál, ómálefnalegt að vísu en skaðar engan. Að gefa sér hins vegar niðurstöðuna fyrirfram í sakamáli, og nú skulum við hafa það í huga að þetta er sakamál sem að Alþingi er að fjalla um, brýtur hins vegar stórlega á mannréttindum sakborninganna. Saksóknari má ekki gefa sér niðurstöðuna fyrirfram og hann verður að gæta þess í hvívetna að sakborningurinn njóti sannmælis á öllum stigum málsins, alveg frá upphafi til enda.

En af því að menn samþykkja ekki niðurstöðu nefndarinnar, spyrja áleitinna spurninga og spyrja sig jafnvel hvort virkilega sé þörf á því að krefjast fésekta eða fangelsisdóms af sakborningunum þá er trúverðugleiki Alþingis í húfi. Það má ekki svara þeirri gagnrýni sem að kom fram hjá forsætisráðherra, það má ekki tryggja að mannréttindi hafi örugglega ekki verið brotin og það má ekki leita til aðila til þess að það sé nú öruggt að handvömm nefndarinnar eða Alþingis ónýti nú ekki alla málatilbúnaðinn, allt þetta má ekki gera af því að það rýrir trúverðugleika Alþingis. Ja ég vissi að það var margt skrýtið í kýrhausnum en það er fleira skrýtið í hausum þingflokks Vinstri Hreyfingarinnar græns framboðs.

Ef að minnsti vafi er á að mannréttindi hafa verið brotin, þá verður að minnsta kosti að staldra við og sjá hvort sú hafi verið raunin. Ef að svo reynist vera og ekkert er að gert gæti það nefnilega hæglega ónýtt allan málatilbúnaðinn. Ef ekki þá má svara þeirri spurningu hvort rétt sé að kæra viðkomandi ráðherra eða ekki. Mín skoðun er sú að ákæra samþykkt af pólitíkusum eigi ekki rétt á sér á 21. öldinni. Ráðherrarnir hafa sagt af sér. Pólitískur ferill þeirra allra er úti. Ef að ekki sannast á þá lagabrot sem að ákært væri eftir venjulegum leiðum saksóknar þá er landsdómur fyrir mér ekki svarið. Höfum það í huga að landsdómur er pólitískur dómstóll. Þar fyrir utan tel ég alveg útilokað að sanna á þau vanrækslu eins og ég skil lög um ráðherraábyrgð.

Ef að þessum ákærum er hins vegar ætlað að vera eins og 15. aldar nornaveiðar, til þess að sefa reiði almennings, þá þolir náttúrulega málið enga bið. Ef að það er tilgangur alls málatilbúnaðarins hefur trúverðugleiki Alþingis sem og allra þeirra þingmanna sem að samþykkja tillöguna beðið hnekki.


mbl.is Trúverðugleiki Alþingis í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gott að vera vitur...eftirá.

Um margann stjórnmálamanninn hríslast sælutilfinning núna þegar kemur að því að sýna fram á hvað fyrrverandi ráðherrar voru nú vitlausir. Þeir lifa eftir þessum vísdómsorðum að það sé gott að vera vitur eftirá. En enginn þeirra þorir að svara spurningunni hvort að þeir sjálfir hefðu gert betur við núverandi aðstæður. Ég held að áður en að nornaveiðarnar fari lengra þá ættu stjórnmálamenn eða allir að leita í hjarta sínu og í huga sér og spyrja sjálfan sig hvort að þeir hefðu gert eitthvað annað miðað við aðstæður hverju sinni en ráðherrarnir sem að eiga að hafa vanrækt störf sín.

En segjum nú að nú verði farið í málaferli gegn þessum fyrrverandi ráðherrum. Hvað er það sem að rekur okkur í slík málaferli? Þörfin fyrir sannleikann, hefnd vegna þess sem að hefur gerst?
Ef að við förum að skoða þátt þessa fyrrverandi ráðherra í hruninu þá verðum við að taka alla þátttakendurna. Þeir stóðu nú ekki einir í þessu? Það verður að skoða bankana, seðlabankann, fjármálaeftirlið...

Nú veit ég að mjög mörg heimili standa illa þökk sé hruninu. En á sama tíma of fólk ásakar ráðherra um vanrækslu í aðdraganda hrunsins þá ætti fólk að skoða sín fjármál. Er allir sáttir við það sem að þeir gerðu í aðdraganda hrunsins? Er ekki eitthvað sem að hefði mátt fara betur? Eða ætla allir Íslendingar, heil þjóð, að skýla sér á bak við það að þessi eða hinn hafi sagt þeim hvað átti að gera og þeir hafi verið svo einfaldir að þeir gerðu það sem að aðrir sögðu þeim að gera. Hlustuðu ekki á eigið hyggjuvit eða þá ætla að lýsa því yfir að þeir hafi ekkert.

Það sem að ég er að reyna að segja með þessari færslu er að öll sem eitt getum við verið vitur eftirá. En aðeins sum okkar verða ákærð fyrir það. Í því finnst mér felast gríðarlegur tvískinnungur.


mbl.is Athafnaleysi þriggja ráðherra jafngilti vanrækslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvæð ákæra...

Björgvin G. Sigursson er sennilega eini maðurinn í heiminum sem að þarf að taka við ákæru, ákæru sem að getur bæði leitt til fangelsisdóms og/eða fésektar með bros á vör. Þó svo að mér þyki sennilegt að ráðherrarnir, fleiri eða færri, fá á sig ákæru þá sé ég hins vegar ekkert jákvætt við það. Þeim sem að finnst jákvætt við það að fólk sé hugsanlega dæmt til refsingar eru svo sannarlega nornaveiðarar.

En ekki misskilja mig, mér finnst löngu kominn tími til þess að ráðherraábyrgð sé einhver ábyrgð. Til dæmis myndi ég vilja sjá ráðherra dregna fyrir landsdóm í hverri einustu viku. Í hverri einustu viku kemst upp um ósannindi ráðherra eða þá að menn séu sífellt að tala í kringum sannleikann. Ég get ekki séð, hvað hegðun ráðherranna varðar, að nýju ráðherrarnir séu neitt betri en þeir sem að eru nú dregnir fyrir dóm. Kannski ættum við að draga núverandi ráðherra fyrir dóm áður en að eitthvað skelfilegt gerist, samanber það að hér muni ríkja stöðnun og afturhald í áratug eða meira.

En það er ekkert jákvætt við það að fólk sé ákært, hvort sem er fyrir landsdómi eða öðrum dómi. En þetta verður kærkomið tækifæri fyrir ekki bara þessa ráðherra til þess að hreinsa nafn sitt heldur einnig fleiri öflum sem að hafa legið undir ámæli vegna hrunsins. Kannski, bara kannski, kemur í ljós að flokkar, menn og stjórnmálastefnur eiga sér málsbætur þó illa hafi farið. Um allt og alla var fjallað í þessari frægu skýrslu en sú skýrsla er skelfilega einsleit og fjallar aðeins um þá hlið sem að þjóðin vildi heyra. Öll mál eru nefnilega eins og peningar, með að minnsta kosti tvær hliðar. Kannski fær hin hliðin, sú hlið sem að nær enga umfjöllun hefur fengið í skýrslunni frægu né æ síðan, fái meira rými í almennri umræðu. Það væri þá tími til kominn.

En Björgvin G. Sigurðssyni er vorkunn, að liggja undir þrýstingi frá sjálfum forsætisráðherra að taka við ákæru um embættisglöp með bros á vör. Að þurfa að liggja undir slíkum ásökunum er aldrei gleðilegt, alveg sama hver á í hlut en með svona vitleysu er hálfu verra.


mbl.is Jóhanna beitti þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin sameiginlegu evrópsku hagsmunir fjarlægari en áður.

Til Evrópusambandsins er stofnað vegna sameiginlegra hagsmuna. Í byrjun náði samstarfið eingöngu til viðskipta með Kola og stálbandalaginu, forvera Evrópusambandsins, en æ síðan hafa bæst við fleiri og fleiri svið sem að þessir svokölluðu sameiginlegu hagsmunir ná til. Öryggis og varnarmál, atvinnumál, löggjöf ríkjanna, stjórnsýsla og svo framvegis eru mál sem að þessir sameiginlegu hagsmunir ná til.

En þegar að atvinnuleysi fer vaxandi, landsframleiðsla dregst saman, verðbólgan er há og efnahagurinn stendur í það heila höllum fæti þá er erfiðara að benda á hina sameiginlegu hagsmuni. Alla vega verða þeir miklu léttvægari en þau vandamál sem að steðja að ríkjum Evrópusambandsins. Leiðtogar þessara ríkja spyrja sig, af hverju á ég að hjálpa náunga mínum þegar ég er í ekkert betri málum sjálfur. Hagkerfi Evrópusambandsins byggir á því að ef eitt ríki er í vanda þá séu ennþá til nógu mörg ríki innan sambandsins sem að standa betur og eru því aflögu fær. Því er ekki að heilsa núna.

Efnahagsástandið sem að ég lýsti er einmitt mjög líkt efnahagsástandinu núna. Landsframleiðsla dregst saman, atvinnuleysi er mikið, verðbólgan er fjarri markmiðum Seðlabankans og hefur verið það lengi. Að vísu er vonarglæta í svartnættinu er að hagvöxtur mældist á síðasta ársfjórðungi. Það gæti verið byrjunin á einhverju en það gæti líka verið eins og gerðist í bandaríkjunum, bara smá öldutoppur sem að fór beina leið niður aftur. Af hverju ættum við að fara í ESB á þessum tímapunkti þegar að vandamál okkar eru miklu stærri en hugsanlegir sameiginlegir hagsmunir okkar og hinna ESB ríkjanna. Ekki það að ég telji að við eigum nokkra sameiginlega hagsmuni í fyrsta lagi.

Enn staglast ESB sinnar á því að það sé svo gott fyrir okkur að fara inn vegna þess að þá búum við, við öruggann gjaldmiðil, lægri vexti og betra efnahagsumhverfi. Hugsanlega er það rétt. En það hefur sýnt sig, svart á hvítu undanfarna mánuði að lágir vextir eru ekki trygging gegn kreppu. Öruggur gjaldmiðill er það ekki heldur. Ríki innan sambandsins eru að lenda í miklum vanda og þó eru þau með Evruna. Þó búa þau við þetta hagkvæma umhverfi sem að ESB sinnar lýsa.

Ef að það á að liggja fyrir okkur Íslendingum að ganga inn í ESB þá er það hins vegar morgunljóst að við völdum afleitan tíma til þess að sækja um. Nær hefði verið að sækja um þegar betur árar, bæði innan sambandsins sem og hjá okkur sjálfum. Viðbrögð ESB við kreppunni og vanda hinna ýmsu ríkja innan þess sýna það svo ekki verði um villst að ESB er ekki sú lífæð sem að ESB sinnar hafa lýst. Þegar kreppan skellur á, þá hugsar bara hver um sig. Og það ættum við að gera líka. Þegar að kreppan er afstaðin, þá má ræða framtíðarskipan mála, hvort að Ísland verði hluti af ESB eða ekki.


mbl.is Segir vaxandi þjóðernishyggju ógna ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann hefur margt til síns máls en...

það skelfilegt fyrir alla í þessu landi ef að verðbólgan færi nú af stað aftur. Á því tapa allir, launþegar, húseigendur og atvinnurekendur. En hins vegar hefur verið 8 prósent verðbólga og verðbólgan hefur verið yfir markmiðum Seðlabanka Íslands í þrjú ár. Kjör fólksins í landinu hafa því skerst sem þessu nemur allan þennan tíma. Það hefur hreinlega allt hækkað í þessu landi nema kaupið. Vilhjálmur Egilsson getur því ekki ætlast til þess að samtök launþega sætti sig við svona hóflegar kauphækkanir þó að það sé mjög góð ástæða fyrir því að hann vilji ekki hækka kaupið meira.

Kjarasamningar í haust verða snúnir, sér í lagi vegna þess að milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og samtaka atvinnurekenda og launþega hins vegar ríkir ekkert traust. ASÍ og SA geta ekki treyst því að það sem að ríkið lofar við gerð kjarasamninga standist eftir að samningar hafa verið undirritaðir. Nógu snúnir verða samningarnir samt þó svo að vantraust á ríkisstjórnina bætist ekki við.

En karasamningarnir eru líka mjög mikilvægir hvað varðar hagstjórn landsins. Þeir skera úr um það hvort að sá litli hagvöxtur sem þó hefur mælst sé upphafið af upprisu landsins eins og fjármálaráðherra orðaði það eða bara bóla sem hjaðnar fljótt aftur.


mbl.is Óttast verðhækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þór Saari á að gæta stöðu sinnar.

Síðast þegar ég vissi var Þór Saari þingmaður á Alþingi sem að fer með löggjafarvaldið. Er það eðlilegt að Þór Saari sé að tjá sig opinberlega um hvort að einkafyrirtæki fari í gjaldþrotameðferð eða ekki? Ef að fyrirtæki lendir í þeirri stöðu að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar í lengri eða skemmri tíma, þá ráða lánadrottnarnir örlögum fyrirtækisins. Lánadrottnarnir taka þá ákvörðun um hvað verði um fyrirtækið á grundvelli sinna hagsmuna, engra annarra. Þeir hagsmunir snúast um peninga því að lánadrottnarnir vilja fá sem mest upp í það sem að þeir hafa lagt út til viðkomandi fyrirtækis. Þeir hagsmunir snúast ekki um skoðanir Þórs Saari eða hvernig fyrirtækið hefur hegðað sér áður en það lendir í greiðsluerfiðleikum. Þeir hagsmunir snúast heldur ekki um sanngirni eða hvaða meðferð aðrir sem að eru í greiðsluerfiðleikum fá. Hvert mál er einstakt og snýst um hagsmuni lánadrottnana hverju sinni. Í þessu tilfelli er það slitastjórn Arion Banka sem að fer með ákvörðunarvald og tekur ákvörðun út frá viðskiptalegum forsendum, ekki sanngyrnis forendum eða neinum öðrum forsendum.

Þannig að ef eitthvað er óeðlilegt við málið þá er það ummæli Þór Saari um það. Ef það er eitthvað óeðlilegt er það sú staðreynd að örlög einkafyrirtækis, alveg sama hvaða fyrirtækis, skuli rædd á Alþingi sem að er jú Alþingi okkar allra. Alþingi er löggjafarvald, Þór Saari er þingmaður á löggjafarþingi og hann á að hegða sér þannig. Þór Saari á að gæta að stöðu sinni sem þingmaður.


mbl.is Gaumur fari í gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband