Það er gott að vera vitur...eftirá.

Um margann stjórnmálamanninn hríslast sælutilfinning núna þegar kemur að því að sýna fram á hvað fyrrverandi ráðherrar voru nú vitlausir. Þeir lifa eftir þessum vísdómsorðum að það sé gott að vera vitur eftirá. En enginn þeirra þorir að svara spurningunni hvort að þeir sjálfir hefðu gert betur við núverandi aðstæður. Ég held að áður en að nornaveiðarnar fari lengra þá ættu stjórnmálamenn eða allir að leita í hjarta sínu og í huga sér og spyrja sjálfan sig hvort að þeir hefðu gert eitthvað annað miðað við aðstæður hverju sinni en ráðherrarnir sem að eiga að hafa vanrækt störf sín.

En segjum nú að nú verði farið í málaferli gegn þessum fyrrverandi ráðherrum. Hvað er það sem að rekur okkur í slík málaferli? Þörfin fyrir sannleikann, hefnd vegna þess sem að hefur gerst?
Ef að við förum að skoða þátt þessa fyrrverandi ráðherra í hruninu þá verðum við að taka alla þátttakendurna. Þeir stóðu nú ekki einir í þessu? Það verður að skoða bankana, seðlabankann, fjármálaeftirlið...

Nú veit ég að mjög mörg heimili standa illa þökk sé hruninu. En á sama tíma of fólk ásakar ráðherra um vanrækslu í aðdraganda hrunsins þá ætti fólk að skoða sín fjármál. Er allir sáttir við það sem að þeir gerðu í aðdraganda hrunsins? Er ekki eitthvað sem að hefði mátt fara betur? Eða ætla allir Íslendingar, heil þjóð, að skýla sér á bak við það að þessi eða hinn hafi sagt þeim hvað átti að gera og þeir hafi verið svo einfaldir að þeir gerðu það sem að aðrir sögðu þeim að gera. Hlustuðu ekki á eigið hyggjuvit eða þá ætla að lýsa því yfir að þeir hafi ekkert.

Það sem að ég er að reyna að segja með þessari færslu er að öll sem eitt getum við verið vitur eftirá. En aðeins sum okkar verða ákærð fyrir það. Í því finnst mér felast gríðarlegur tvískinnungur.


mbl.is Athafnaleysi þriggja ráðherra jafngilti vanrækslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband