Verð að hrósa VG.

Ég verð að hrósa Steingrími og félögum hans í stjórnarliðinu fyrir það að ná þessu fjárlagafrumvarpi í gegn. Ýmsir þingmenn hafa gert alvarlegar athugasemdir við það á síðustu vikum og við þann niðurskurð sem að stóð til að fara í, í heilbrigðisstofnunum svo sem á Húsavík og víðar. Þingmenn úr landsbyggðarkjördæmum, þá helst norðausturkjördæmi voru búnir að gefa það út að þeir styddu ekki fyrirhugaðann niðurskurð í þeirra kjördæmi. En það hefur tekist að milda niðurskurðinn nógu mikið til þess að þegar upp var staðið treystu aðeins þrír stjórnarþingmenn sér ekki til þess að styðja þetta mikla niðurskurðar og skattafrumvarp.

En fleira er ekki hægt að hrósa VG fyrir, nema að hafa komið einhverju fjárlagafrumvarpi í gegn. Fyrir liggur geysilegur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Skattahækkanir sem að munu leggjast þyngst á millitekju og láglaunafólk. Hækkun á vörugjöldum á t.d. bifreiðum sem að gera helfrosin markað á bílun tja því sem næst dauðann og svo framvegis og svo framvegis. Og ofan á þetta bætist við samdráttur í opinberri fjárfestingu, rekstri hins opinbera, einkafjárfestingu og gríðarlegur samdráttur í hagkerfinu öllu. En auðvitað hafa VG skýringuna á reiðum höndum. Þetta er ekki þeim að kenna heldur Sjálfstæðisflokknum. Fyrr frís í helvíti heldur en að einhver ráðherra eða þingmaður VG gengst við ábyrgð á neinu sem að VG hefur gert.

Skoðum þá skýringu aðeins. Jú hrunið varð á vakt Sjálfstæðisflokksins og afleiðing af mörgum þeim breytingum og því aukna frelsi sem að Sjálfstæðisflokkurinn ásamt öðrum átti þá koma á. En er sanngjarnt eða eðlilegt að láta þar staðar numið? Það finnst mér ekki. Ekki hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið í vegi fyrir fjölda atvinnuskapandi verkefna sem að hefðu getað bæði skapað störf og fært tekjur í ríkiskassann. Ef að þau verkefni væru í gangi núna er ég hræddur um að ríkissjóðsreikningurinn liti aðeins betur út heldur en 34 milljarða halli. Ekki var það ákvörðun Sjálfstæðisflokksins að gera eins og Ásmundur Daði bendir á, hrófla ekkert við stjórnsýslunni en skera frekar niður í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Báðar ákvarðaninar munu frekar hafa í för með sér aukinn kostnað fremur en sparnað í för með sér. Ekki hættir fólk að vera veikt og það er löngu sönnuð staðreynd að menntun fólk gefur af sér meiri peninga en það kostar að mennta það. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa barist fyrir því í tvö ár að skuldavandi heimila og fyrirtækja verði leystur því að það gæti virkað sem innspýting inn í hagkerfið og atvinnulífið. Hefði það verið gert væri hagkerfið á leið upp í stað þess að vera að sigla inn í áratug stöðnunar og samdráttar. Það var hins vegar seinagangur ríkisstjórnar Íslands sem að hefur kostað okkur ómældar og ómælanlegar fjárhæðir. Enginn hagfræðingur efast samt um að þær fjárhæðir eru gríðarlegar. Svo þegar að lausnin kemur njóta hennar aðeins þeir sem að bankarnir hefðu þurft að afskrifa hvort sem er. Samkomulagið fræga sem að ríkisstjórnin "náði" við banka og lífeyrissjóði kostar þá ekki krónu umfram það sem sem að þeir hefðu hvort sem er þurft að afskrifa.

En þeir komu í gegn fjárlögum og þeir fá hrós fyrir það. Svo verður sagan að dæma það hversu góð þau fjárlög eru. Þau eru alla vega ekki betri en svo að þau voru samþykkt með eins manns meirihluta. 32 með, 31 ákvað að sitja hjá.


mbl.is Visst áfall segir Steingrímur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 617

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband