Ég er á móti stjórnlagaþingi...

...enda er hvorki hefð fyrir því, né á stjórnlagaþing einhverja stoð í nokkrum lögum hér á landi. (endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál)

Ég skil heldur ekki hvers vegna er ekki hægt að nota þá leið sem að gamla stjórnarskráin býður upp á. Alþingi samþykkir breytingar, svo er kostið til Alþingis og nýkosið Alþingi staðfestir svo breytingarnar. Ég veit ekki betur en að með þessari leið sé hægt að breyta hverju einasta orði sem að stendur í stjórnarskránni. Reyndar þykist ég viss um að til þess að ný stjórnarskrá frá stjórnlagaþingi öðlist gildi, þá þurfi stjórnarskrárbreytingu til. Við erum farin að breyta stjórnarskránni til þess að geta skipað þig til þess að breyta stjórnarskránni. Sér í alvörunni enginn vitleysuna í þessu öllu saman?


mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, en þeir eru búnir að vera í mörg ár að vinna í breytingum og ekkert gerist.

 Mér finnst þetta rétt hjá nýju fólki í framsókn, að reyna að drífa þetta mál áfram.

Eggert Jóhannesson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 19:28

2 Smámynd: Skaz

Þetta er væntanlega gert vegna þess að já bæði virðast stjórnmálaflokkar aldrei geta komist að neinu samkomulagi um þetta mál að breyta stjórnarskránni og það að þeir vilja skilja dægurmálapólitík og stjórnmál frá því að semja nýja stjórnarskrá. Enda held ég að það myndu ekki margir sætta sig við rammpólitíska stjórnarskrá.

Svo er traustið hjá almenningi varðandi þingmenn og  ráðherra ekki beint í hámarki og flestir þeirra eru taldir draga taum síns flokks og flokkseigenda án þess að vera mikið að fara eftir eigin trú og skoðunum á málum af ótta við afleiðingarnar sem það valdi í flokkspólitíkinni.

 Þannig að mér gæti eiginlega ekki litist betur á þetta ef að flokkarnir láta þetta afskiptalaust og leyfa venjulegu fólki að ákveða hvað það vill.

Skaz, 29.1.2009 kl. 19:36

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Hvað ætla menn þá að gera með nýrri stjórnarskrá??? Ætla menn þá að skipta út fulltrúalýðræðinu fyrir hvað algert lýðræði þar sem að við verðum með 300000 þingmenn sem að þurfa að samþykkja allar lagabreytingar? Ef að þingmenn eða ráðherrar eiga ekki að koma nálægt þessu, hvernig á þá ný stjórnarskrá að öðlast gildi? Hver á að staðfesta nýju stjórnarskránna. Ef að kjörnir fulltrúar okkar eiga ekkert að koma nálægt málinu... hver segir að einhver sem að ekki á sæti á þessu stjórnlagaþingi þurfi að fara eftir nýju stjórnarskránni.

Þar fyrir utan er ég ekkert viss um að stjórnlagaþing hefði heimild til þess að setja nýja stjórnarskrá fram. Reyndar var verið að útskýra fyrir mér að stjórnlagaþinginu væri ekki ætlað það hlutverk að að samþykkja nýja stjórnarskrá heldur ætti hún aðeins að vera alþingi til stuðnings og alþingi eigi að fara eftir þeirri leið sem að er ákveðin er í núgildandi stjórnarskrá. Alþingi samþykkir, kjósa svo og svo aftur staðfest á alþingi. Ágætishugmynd en þá spyr ég... til hvers er stjórnlagaþingið?

Jóhann Pétur Pétursson, 29.1.2009 kl. 19:43

4 identicon

Jóhann Pétur: Ööööö, fyrirgefðu, ég missti af því að einhver hefði stungið upp á því að afnema Alþingi og ríkisstjórnina og láta þjóðina kjósa um *öll* mál. Þú ert sennilega að rugla því saman við beint lýðræði, þar sem þjóðin kýs um *einhver* mál, ekki *öll*. Sjáðu til, eins og það er í dag, þá fær þjóðin *ekkert* að segja um gang mála, *nokkurn tíma*. Það er ansi stór munur á núverandi kerfi og því þar sem hvorki er Alþingi eða ríkisstjórn. Mér sýnist þú hafa rætt við aðeins of ungan anarkista um þessi mál einvörðungu, en athugaðu að engir yfirlýstir anarkistar eru að fara að semja þessa stjórnarskrá. Þetta eru því óþarfa áhyggjur sem þú hefur, það er engin hætta á að kerfið sem þú lýsir verði skollið á sisvona. Við fáum vonandi beint lýðræði, en það þýðir ekki kosningu um allt, ekki næstum því allt, ekki flest, ekki einu sinni margt, bara af og til um mjög umdeild mál, allavega oftar en aldrei.

Hvað varðar greinarhöfund, þá virðist hann hafa misst af því að það þarf jú, einmitt, stjórnarskrárbreytingu til þess að koma á stjórnlagaþingi. Það er ekkert skrýtið og það er engin "vitleysa". Ástæðan fyrir því að þetta er gert svona er vegna þess að það á ekki að vera bara eitthvert smámál að breyta stjórnarskrá, og því þarf tvö þing til að samþykkja. Frá stjórnlagaþingi kemur síðan ný stjórnarskrá (sem ég vona að verði *mjög* frábrugðin sorpritinu sem við köllum stjórnarskrá núna), og þá stjórnarskrá þarf síðan að samþykkja, sennilega í þjóðaratvkæðagreiðslu (ef eitthvert mark á að vera takandi á henni) eða tveimur þingum.

Þetta er gert vegna þess að það þarf að ríkja mikil sátt um stjórnarskrána og þess vegna eiga svona drastískar breytingar að þurfa miklar og ítrekaðar, staðfestar staðfestingar.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 20:30

5 identicon

Sæll Jóhann Pétur.

Þú ásamt mörgum öðrum ert með flottasta frontinn á fótboltasíðuni þinni.

Ekki veit ég hvernig Íslensk lög eru gagnvart meiriháttar breytingum á stjórnarskrá okkar, verðum við ekki að treysta alþingismönnum hvað þarf til að breyta stjórnarskrá okkar? Ef þetta væri svona auðvelt eins og þú segir væri alltaf hætta á að aðeins meirihluti alþinismanna væri að breyta stjórnarskránni eftir sínu höfði. Þjóðaratkvæði er það eina rétta finnst mér.

Svo ég snúi mér aftur að boltanum, eru okkar menn í Man Utd ekki komnir á réttan stað í deildini? Ég átti nú von á að þeir yrðu þarna fyrir áramót. en GRÚTAR-PÚLLARNIR voru aðeins að þvælast fyrir.

Bjorn Jonsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 20:43

6 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Helgi Rafn, þú tekur eftir spurningarmerkjunum sem að ég setti á bak við. Það þýðir að ég sé að spyrja spurnigar elsku vinur en ekki koma með fullyrðingu. Ég er bara að velta því fyrir mér hvað menn ætla að ná fram með þessari stjórnarskrárbreytingu.

Mér finnst það alveg hreint lýsandi fyrir hugsanagang fólks að Helgi skuli kalla stjórnarskrána okkar sorprit. Hefur fólk lesið stjórnarskrána yfirleitt? Hún tryggir okkur rétt til þess að hafa skoðnair, okkar eigin trú, hún verndar eigur okkar og hún gefur okkur þann rétt að mega kjósa fulltrúa þing á fjögurra ára fresti. Þó að þið séuð óánægð með núverandi þá er stjórnarskráin okkar svo óravegu að vera sorprit.

Nú er mikið talað um að það þurfi að koma með nýja stjórnarskrá, sú gamla kölluð sorprit, úrelt af því að hún er svo gömul og þar fram eftir götunum EN það hefur enginn talað um hvað sé svona úrelt við hana. Er það allt eða eru það einhverjar ákveðnar greinar? Er það fulltrúalýðræðið? Hvað er það?

Jóhann Pétur Pétursson, 29.1.2009 kl. 21:18

7 identicon

Jóhann Pétur, kynntu þér allt um stjórnlagaþingið á www.framsokn.is

Þar er hægt að lesa frumvarpið og greinargerðina.

Það er til dæmis ekki rétt hjá þér að ný stjórnarskrá frá stjórnlagaþingi komi aftur inn á Alþingi. Ef 2/3 hlutar stjórnlagaþings samþykkja nýja stjórnarskrá, þá er hún borin beint upp í þjóðaratkvæði. Sjá nánar í frumvarpinu.

Einar Skúlason (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 21:22

8 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ég var nú bara að taka upp hugmyndir frá öðrum. En takk fyrir að benda mér á þetta, nú hef ég fleiri ástæður til þess að vera á móti þessari hugmynd ykkar.

Til dæmis er ég algerlega á móti því að 1/3 hluti þingmanna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um einhver mál á Alþingi. Ég hef alla vega alltaf talið að hornsteinn lýðræðis er að meirihlutinn ræður, hvort sem að hann er á alþingi eða annars staðar. Þetta eru þjóðkjörnir fulltrúar okkar og hvort sem að okkur líkar betur eða verr þá ræður meirihluti alþingis. Þarna erum við farin að snúa hlutunum á haus, minnihlutinn er farinn að knésetja meirihlutann. Á Íslandi er fulltrúalýðræði það er fulltrúar okkar, sem við kusum ráða á Alþingi. Það kemur ekki til kasta þjóðarinnar nema að forsetinn neiti að skrifa undir lög. Þessi tillaga er aðför að fulltrúalýðræðinu. Næsta stig við fulltrúalýðræðið er þá tja algert lýðræði, þar sem að haldin er þjóðaratkvæðagreiðsla um öll mál. Með þessari tillögu er reynt að hræra þessu tvennu saman. Ég er á móti því enda finnst mér fulltrúalýðræðið hafa gefist vel. Þar að auki ætla ég ekki að fara að kjósa í hvert einasta skipti sem að stjórnarandstaðan ætlar að knésetja stjórnarliðið og vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég sé nefnilega fyrir mér að þessi réttur yrði harkalega misnotaður.

Svo væri ég til í að fá það á hreint hver lagaleg staða þessa Stjórnlagaþings er eða tillögur frá því. Auk þess vil ég ekki að Alþingi sé sniðgengið þegar kemur að stjórnarskrárbreytingum eins og Einar segir að Framsóknarmenn leggi til. Þó svo að það sé mikil reiði í þjóðfélaginu og fólki finnst það ekkert eða lítið um málin að segja, þá er alls engin ástæða til þess að sniðganga Alþingi. Alþingi er ekki skipað neinum öðrum en þeim sem að við kjósum.

Í greinargerðinni er sagt frá því að þjóðkjörnum alþingsmönnum hafi gengið illa að breyta Stjórnarskránni. Hvers vegna ætti þingmönnum stjórnlagaþings að ganga eitthvað betur?

Ég segi nei nei nei og aftur nei. Ég er þeirrar skoðnar að við eigum að nýta okkur þá leið sem að núverandi stjórnarskrá býður upp á. Þið áttið ykkur á því að það erum við sem að kjósum til Alþingis. Alþingi er skipað fulltrúum okkar og ef að það er ekki nógu gott fólk á Alþingi til þess að semja um stjórnarskrárbreytingar þá er það engum nema kjósendum sjálfum að kenna. Í stað stjórnlagaþings legg ég til að allir þeir sem að telja sig hafa þar eitthvað fram að færa, bjóðið ykkur fram sjálf. Nýtið ykkur stjórnarskrárbundið kjörgengi ykkar til þess að hafa áhrif á t.d. stjórnarskránna.

Jóhann Pétur Pétursson, 30.1.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband