Það er eitt athyglisvert í þessari grein

Davíð kallar það mistök að hafa lagt ofurkapp á að halda verðbólgunni niðri. Í raun er það frekar ósanngjarnt að kalla það mistök af hálfu Seðlabankans og réttara væri að tala um mistök af hálfu ríkisvaldsins og löggjafarvaldsins að hafa ekki breytt lögum um Seðlabanka. Verkefni Seðlabanka Íslands er samkvæmt lögum er að halda verðbólgunni lægri en 2,5 prósent. Ef að Seðlabankinn hefði frekar farið að hugsa um gengi krónunnar og ekki hugsað um verðbólguna þá hefðu stjórnendur bankans ekki verið að uppfylla skyldur sínar sem Seðlabankastjórar. Þessi mistök má með réttu skrifa á ríkisstjórn Geirs H. Haarde og það Alþingi sem að situr núna.

En nú liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann. Þar segjast núverandi stjórnarflokkar vera í krossferð til bjargar efnahag landsins. En um hvað snýst frumvarpið? Jú um yfirstjórn bankans. Það er kallað að yfir Seðlabankanum eigi að sitja faglegir bankastjórar. Vissulega eru þetta góð og gild rök en því má ekki gleyma að í Seðlabankanum sitja faglegir bankastjórar, alla vega tveir. Við skulum láta þann þriðja liggja á milli hluta. Eiríkur og Ingimundur hafa starfað í hart nær 4 áratugi í Seðlabankanum. Hvaða maður ætlar að halda því fram að þar séu ekki faglegir menn á ferðinni?

En það sem að mestu máli skiptir um frumvarp það sem að stjórnarflokkarnir eru að reyna að fá samþykkt er ekki hverju er verið að breyta heldur því sem að stendur óbreytt. Því sem að er ekki breytt í lögum um Seðlabankann er einmitt verkefni hans og hvaða verkfæri hann hefur til þess að vinna þessi verkefni. Því er ekki breytt að áfram skuli Seðlabankinn vera gísl peningamálastefnunar sem að allir eru sammála um að hafi brugðist. Þess vegna segi ég, ef að frumvarp Jóhönnu og hennar ríkisstjórnar snérist um raunverulegann vilja til þess að breyta Seðlabankanum, þá myndu menn breyta verkefnum hans. Útvíkka það víðar heldur en nú ert gert. En sú staðreynd að það er ekki gert, ýtir undir þá kenningu mína að frumvarp um Seðlabanka snúist aðeins um að koma Davíð Oddssyni frá. Sjálfsagt gott málefni, það má efast um réttlæti þess að hann sitji þar áfram, en það er alls ekki brýnasta úrlausnarefnið nú og er gerir ekki bankann hæfari til þess að bregðast við því ástandi sem skapaðist nú á haustmánuðum. Bankinn og peningamálastefnan eru áfram óleyst úrlausnarefni sem að er ekki á forgangslista núverandi ríkisstjórnar.


mbl.is Aukin bindiskylda hefði engu máli skipt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Þetta er hárrétt athugað hjá þér. Seðlabankinn gat ekki breytt um kúrs án þess að brjóta lög, eins og ég fjallaði nokkrum sinnum um sem blaðamaður á Mogganum. Auk þess gat Seðlabankinn ekki breytt um kúrs án þess að gefa baráttuna við verðbólguna endanlega upp á bátinn. Vandamálið að mínu mati var verðtryggingin, hún dró allan mátt úr stýrivaxtavopninu.

Guðmundur Sverrir Þór, 24.2.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband