Menn hljóta að vanda sig

Því að ekki vill nokkur stjórnmálamaður með viti setja atvinnuveg sem að veitir þúsundum störf og lífsviðurværi í hættu. Ekki vilja menn eiga það á hættu að gríðarleg verðmæti tapist sem að eru bundin í kröftugum og öflum sjávarútvegi þó svo að menn vilji breyta fyrirkomulaginu eitthvað. En þetta mál snertir ekki bara stóru útgerðarmennina heldur líka smábátasjómennina, sjómennina sem að manna skipin sem að róa eftir þessum fiski, landverkafólkið sem að kemur að vinnslu fisksins sem og þau sveitarfélög þaðan sem stunduð er útgerð. Þetta fólk hlýtur að hafa töluvert meira um málið að segja heldur en þeir stuðningsmenn vinstri flokkana sem að eru uppfullir af þeirri rómantísku hugmynd að fiskurinn sé sameign þjóðarinnar án þess að sú hugmynd hafi nokkurn hagnýtan tilgang, ekki einu sinni fyrir þjóðina. Þjóðin hefur mestan hag af því að hér sé stundaður öflugur sjávarútvegur, sama hvaða kerfi menn nota til þess að skipta á milli sín kvótanum. Þeir sem að eiga atvinnutækin til þess að veiða fiskinn hljóta að verða þeir sem að munu róa eftir honum sama hvaða kerfi við búum til. (hvort sem að það eru litlar trillur eða stórir frystitogarar) Þess vegna hljótum við að hugsa til þeirra sjónarmiða eins og allra annarra en erum ekki föst í einhverjum rómantískum hugmyndum um það að ef að ríkið tekur bara kvótann, þá verður allt gott og lífið yndislegt. Svoleiðis hugmyndir áttu kannski við á tímum hippa og frjálsra ásta en eiga ekki við um atvinnuveg sem að veitir þúsundum manna atvinnu, veltir milljörðum á ári hverju og stendur undir stórum hluta gjaldeyristekna okkar.


mbl.is Mun setja bankana aftur í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Er eitthvað að ?

Fiskurinn heldur áfram að synda í sjónum, skipin verða til, húsin verða til, fólkið verður til, þekking á veiðum og vinnslu er til.

En ef óbreytt kerfi verður áfram í höndunum á þessum fáu hundingjum þá er ekki víst að neitt af þessu verði til !

Það eina sem breytist að við losum samfélagið við haug að stórhættulegum glæpamönnum sem hafa í tuttugu ár nauðgað íslenzku samfélagi.

Níels A. Ársælsson., 8.5.2009 kl. 17:49

2 identicon

Heyr Heyr!

Reynir (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 19:09

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ætlar þú að gera út? Kaupa skip fyrir 500 milljónir ráða mig í áhöfn sem vélstjóra og fara að gera út á Reykjaneshrygg eða í síldveiðar? Fyrir hvaða peninga ætlaru að kaupa skipið? Já ætlaru að fá lán fyrir 500 milljónum. Oki hver á að lána þér og hvernig mun reksturinn svo verða? Jú þú veist að þú mátt veiða á þessu ári en hvernig með það næsta? Hver heldurðu að muni lána þér 500 milljónir fyrir rekstur sem að er í óvissu á hverju einasta ári?

Og hver er glæpurinn sem að þessir menn hafa drýgt?  Þeir keyptu kvóta af mönnum sem að fengu gefins kvóta og standa nú í útgerð. Allir eru jafnir sem að eru inn í kerfinu, ef þeir vilja meiri kvóta verða þeir að kaupa hann af einhverjum sem á hann. Ég sé ekki glæpinn í því og ég held að þú vitir nákvæmlega ekkert hvað þú ert að tala um. Menn sem að tala um nauðganir í svona málefnum vita það nefninlega sjaldnast.

Jóhann Pétur Pétursson, 8.5.2009 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband