Með öðrum orðum þetta gengur af Íslandi dauðu.

Það er þá ágætt að sú viðurkenning er fenginn af hendi Steingríms Jóhanns Sigfússonar sem að er svo sannarlega höfundur þessa alþjóðlega klúðurs sem að Icesave málið er komið í. Niðurstaða þessa samnings er sú að Íslendingar viðurkenna ekki að þeir þurfi að greiða krónu eða evru eða pund, en við ábyrgjumst samt að borga vextina af því. Hvernig getur nokkur þjóð eða aðili þurft að borga vexti af engu? Ég hefði haldið að ef það kemur í ljós að við munum ekki þurfa að borga neitt umfram það sem að eignir Landsbankans standa undir þá hefðu vaxtagreiðslurnar fallið niður líka. En ekki í huga Steingríms J. Sigfússonar. Vaxtagreiðslurnar standa eftir sem áður, litlir 230 milljarðar.

Núna liggur fyrir 170 milljarða niðurskurður og skattahækkanir hjá hinu opinbera. Að sjálfsögðu er áherslan lögð á skattahækkanir enda er vinstri stjórn við völd. Niðurskurður er eitthvað sem að vinstri stjórnir leggja ósjaldan í. Þetta er alveg þekkt frá tíð fyrri vinstri stjórna. Það er varhugavert að skattleggja einstaklinga og fyrirtæki um of vegna þess að það verður ekki ríkið, ekki Steingrímur og ekki Jóhanna sem að munu byggja þetta land að nýju eftir hrun. Það munu einstaklingarnir og fyrirtækin gera, án aðstoðar hins opinbera. En ríkið hefur öll tækifæri til þess að setja stein í götu einstaklinga og fyrirtækja við það að byggja landið upp að nýju. Og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur nýtir hvert og eitt einasta þeirra. En eins og áður sagði 170 milljarða niðurskurður og skattahækkanir liggja fyrir bara til þess að ríkið muni ná endum saman. Hvar í veröldinni ætlar Steingrímur að 7 árum liðnum að finna auka 230 milljarða til þess að borga vexti til Breta og Hollendinga? Hvernig ætlar Steingrímur að afla gjaldeyristekna til þess að borga 50 milljarða á ári í erlendum gjaldeyri til Breta og Hollendinga? Mitt svar er að hann eða þau stjórnvöld munu ekki finna þessa peninga. Þau stjórnvöld sem að verða þá við völd munu hafa einn kost, að taka þessa peninga af gjaldeyrisvaraforðanum eða fá þau að láni. Íslendingar munu því vera að borga Icesave langt langt umfram það sem að samningurinn nær til.

Með þessum samningi og með aðgerðum ríkisstjórnar Íslands sem að miða að því að viðhalda hinu opinbera og færa allar byrðarnar á fyrirtæki og einstaklinga munu svo sannarlega ganga af Íslandi dauðu. Með þessum aðgerðum hefur ríkisstjórn Íslands ritað grafskriftina á framtíð þjóðarinnar vegna þess að þau hafa oftrú á sjálfum sér. Ríkisstjórn Íslands mun ekki, getur ekki og hefur engan áhuga á því að endurreisa Ísland. Einstaklingar og fyrirtæki geta það og hafa áhuga á því en fá ekkert frelsi og alls ekkert svigrúm til þess að endurbyggja þetta land. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrímur Jóhann Sigfússon sjá fyrir því.


mbl.is Fjárlagaagi verður erfiður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andspilling

Jahá, arfleið Sjálfstæðisflokksins er skelfileg en þetta er mun  skárra en nokkur maður þorði að vona miðað við hvernig Geir og Þorgerður ætluðu að ganga frá málinu. Guð hefur blessað Ísland með Steingrími Joð og Jóhönnu, svo mikið er víst.

Andspilling, 19.10.2009 kl. 19:56

2 identicon

andspilling er greinilega ekkert á móti spillingu og nauðgunum!

Geir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband