Þór Saari á að gæta stöðu sinnar.

Síðast þegar ég vissi var Þór Saari þingmaður á Alþingi sem að fer með löggjafarvaldið. Er það eðlilegt að Þór Saari sé að tjá sig opinberlega um hvort að einkafyrirtæki fari í gjaldþrotameðferð eða ekki? Ef að fyrirtæki lendir í þeirri stöðu að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar í lengri eða skemmri tíma, þá ráða lánadrottnarnir örlögum fyrirtækisins. Lánadrottnarnir taka þá ákvörðun um hvað verði um fyrirtækið á grundvelli sinna hagsmuna, engra annarra. Þeir hagsmunir snúast um peninga því að lánadrottnarnir vilja fá sem mest upp í það sem að þeir hafa lagt út til viðkomandi fyrirtækis. Þeir hagsmunir snúast ekki um skoðanir Þórs Saari eða hvernig fyrirtækið hefur hegðað sér áður en það lendir í greiðsluerfiðleikum. Þeir hagsmunir snúast heldur ekki um sanngirni eða hvaða meðferð aðrir sem að eru í greiðsluerfiðleikum fá. Hvert mál er einstakt og snýst um hagsmuni lánadrottnana hverju sinni. Í þessu tilfelli er það slitastjórn Arion Banka sem að fer með ákvörðunarvald og tekur ákvörðun út frá viðskiptalegum forsendum, ekki sanngyrnis forendum eða neinum öðrum forsendum.

Þannig að ef eitthvað er óeðlilegt við málið þá er það ummæli Þór Saari um það. Ef það er eitthvað óeðlilegt er það sú staðreynd að örlög einkafyrirtækis, alveg sama hvaða fyrirtækis, skuli rædd á Alþingi sem að er jú Alþingi okkar allra. Alþingi er löggjafarvald, Þór Saari er þingmaður á löggjafarþingi og hann á að hegða sér þannig. Þór Saari á að gæta að stöðu sinni sem þingmaður.


mbl.is Gaumur fari í gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert sjálfsagðara en að Þór Saari sem kosinn þingmaður tjái sig um þrotamál Gaums. Gjaldþrot Gaums er ekki lengur einkamál. Gjaldþrot Gaums er að velta miklum skuldum yfir á almenning, Arion banki er í eigu ríkisins og skilanefnd starfar fyrir tilstilli Alþingis. Opinberara getur mál ekki verið. Ég kann Þór mikla þökk fyrir.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 17:18

2 Smámynd: Tryggvi Helgason

Að mínu mati, þá hefur Þór Saari fullan rétt til þess að halda fram sínum skoðunum á þessu máli. Þá vil ég bæta því við að ég ég er Þór Saari algjörlega sammála.

Tryggvi Helgason, 6.9.2010 kl. 17:20

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þá eru þið að misskilja stöðu Alþingis og þingmanna sem að sitja þar. Þingmenn eiga að mínu viti ekki að skipta sér af samskiptum fyrirtækja við lánadrottna sína. Þó svo að Arion banki sé í eigu ríkisins þá er yfir honum slitastjórn sem að sér um að gæta stöðu bankans og hagsmuna hans. Það er ekki hlutverk Þórs Saari.

Þið eruð að ræða málið út frá sanngirnissjónarmiðum. Sanngirni koma bara viðskiptum ekkert við. Ef að hagsmunir bankans eru varðir þá er það verk slitastjórnarinnar en ekki Þórs Saari. Sú slitastjórn heyrir undir fjármálaráðherra sem hluta af framkvæmdavaldinu en kemur löggjafarvaldinu og þar með Alþingi og alþingismönnum ekkert við.

Ég held að þið tveir hefðuð gott af því að lesa ykkur aðeins til um þrískiptingu valdsins. Er ekki alltaf verið að tala um hvað hún er orðin óskýr? Þetta er eitt mjög gott dæmi um það.

Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti því að Gaumur eða hvaða fyrirtæki sem er fari í gjaldþrotameðferð, svo framarlega sem að sú ákvörðun sé tekin af réttum aðilum og af réttum forsendum. Þið vilduð ekki að fyrirtæki í ykkar eigu eða bara þið sjálfir væruð gerðir gjaldþrota í sölum Alþingis. Það myndi ykkur sjálfum finnast í hæsta lagi óeðlilegt. Eitt skal yfir alla ganga.

Jóhann Pétur Pétursson, 6.9.2010 kl. 17:29

4 Smámynd: Ragnar Einarsson

sanngirni koma viðskiptum ekki við,,,hélt ég væri bullið.

Allt upp á borð, ef þingmenn eiga ritskoðast þá getum við sleppt því að hafa þá.

Ragnar Einarsson, 6.9.2010 kl. 17:41

5 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þýðir það að vera þingmaður að hann megi og geti tjáð sig um hvað sem er??? Það eina sem að ég er að segja er að gjaldþrotamál fyrirtæka séu ákvörðuð og tekin upp af þar til bærum aðilum og að þeir fái frið til þess að vinna sín verk. Sá aðili heitir Slitastjórn Arion banka. Þetta snýst um að Arion banki fái sem mest af sínum peningum til baka, ekkert annað og önnur sjónarmið koma málinu ekkert við. Séu þeir hagsmunir best tryggðir með því að gera Gaum gjaldþrota þá er það bara hið besta mál. Hagsmunir lánadrottins ganga alltaf fyrir.

En þeir sem að treysta engu og engum eins og mér heyrist þið ágætu herramenn gera... þá er ykkur ekki viðbjargandi. Það er þetta gífurlega vantraust sem að er að ganga af þessu landi dauðu. Einhvern tíma verðum við að skilja hrunið eftir okkur og fara að treysta stofnunum, fyrirtækjum, stjórnmálamönnum og já bókstaflega öllu aftur.

Þegar aðili fær lán sem að er í þessu tilfelli Gaumur þá myndast samband milli hans og lánadrottins, í þessu tilfelli Arion Banki. Í þessu viðskiptasambandi eru aðeins tveir aðilar. Ef að Gaumur getur svo ekki borgað þá er það Arion banki sem að tekur ákvörðun um framhaldið. Þór Saari og þið eruð bara að reyna að vera þriðja hjólið í sambandi sem að inniheldur bara tvo aðila. Ég tel að slitastjórn Arion banka sé fyllilega treystandi til þess að gæta hagsmuna bankans. Annars hefði fjármálaráðherra varla sett stjórnina í þau störf sem að hún gegnir. Með þessum orðum Þórs og ykkar eruð þið að lýsa yfir vantrausti á slitastjórn Arion banka og það er það sem að ég er að mótmæla. Leyfið þar til bærum aðilum að vinna sín verk.

Og ég stend við sanngirni og viðskipti eiga ekki alltaf saman. Hver aðili í viðskiptum gætir sinna hagsmuna og engra annarra. Þannig eru viðskipti. Þú stundar viðskipti með þína hagsmuni að leiðarljósi, ekki hagsmuni nágrannans eða einhvers annars. Það eru viðskipti og kreppa og hrun breyta því ekki.

Jóhann Pétur Pétursson, 6.9.2010 kl. 18:03

6 identicon

"Einhvern tíma verðum við að skilja hrunið eftir okkur og fara að treysta stofnunum, fyrirtækjum, stjórnmálamönnum og já bókstaflega öllu aftur."

Þú segir nokkuð. Er ekki rétt að nýtt fólk komi að stofnununum og fyrirtækjunum áður en maður fer að treysta þeim aftur.

Þegar sömu aðilar og voru fyrir hrun, þeir sem jafnvel tóku þátt í að leggja allt á hliðina eru enn í fyrirtækjunum. Þá er nú ekki skrítið að efasemdir og vantraust sé enn í gangi.

Þessar bankakúnstir sem voru stundaðar fyrir hrun og virðist vera enn hafa kostað skattgreiðendur gífurlega fjármuni.

Stjórnarandstaðan hlýtur að mega gagnrýna þetta. Þór Saari er í umboði mínu og þakka ég honum fyrir að fylgjast með þessu enda bankinn m.a í eigu ríkissins = skattgreiðenda!

Þetta er ekki bara eitthvað einkafyrirtæki.

Einar S (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 18:31

7 identicon

ekki einkamál þessa fyrirtækis.

átti þetta að vera.

Einar S (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 18:36

8 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þú Einar kaust Þór Saari á löggjafarsamkundu, ekki í slitastjórn Arion banka. Hafðu það hugfast.

Jóhann Pétur Pétursson, 18.9.2010 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband