Trúverðugleiki Alþingis eða trúverðugleiki VG.

Viðbrögð þingflokks VG bendir til þess að þeir hafi talið að samþykkt þessarar þingsályktunartillögu og að landsdómur yrði kallaður saman væri í raun formsatriði. Í þeirra huga er því trúverðugleiki Alþingis í hættu ef að stjórnarliðar samþykkja ekki fyrirfram gefna niðurstöðu þingnefndarinnar. Í allri vinnu nefndarinnar, í allri umræðu hafa menn einfaldlega gengið að því vísu að ráðherrarnir séu sekir. Að gefa sér álit fyrirfram eru kannski vinnubrögð sem að eru allt í lagi þegar um er að ræða venjuleg mál, ómálefnalegt að vísu en skaðar engan. Að gefa sér hins vegar niðurstöðuna fyrirfram í sakamáli, og nú skulum við hafa það í huga að þetta er sakamál sem að Alþingi er að fjalla um, brýtur hins vegar stórlega á mannréttindum sakborninganna. Saksóknari má ekki gefa sér niðurstöðuna fyrirfram og hann verður að gæta þess í hvívetna að sakborningurinn njóti sannmælis á öllum stigum málsins, alveg frá upphafi til enda.

En af því að menn samþykkja ekki niðurstöðu nefndarinnar, spyrja áleitinna spurninga og spyrja sig jafnvel hvort virkilega sé þörf á því að krefjast fésekta eða fangelsisdóms af sakborningunum þá er trúverðugleiki Alþingis í húfi. Það má ekki svara þeirri gagnrýni sem að kom fram hjá forsætisráðherra, það má ekki tryggja að mannréttindi hafi örugglega ekki verið brotin og það má ekki leita til aðila til þess að það sé nú öruggt að handvömm nefndarinnar eða Alþingis ónýti nú ekki alla málatilbúnaðinn, allt þetta má ekki gera af því að það rýrir trúverðugleika Alþingis. Ja ég vissi að það var margt skrýtið í kýrhausnum en það er fleira skrýtið í hausum þingflokks Vinstri Hreyfingarinnar græns framboðs.

Ef að minnsti vafi er á að mannréttindi hafa verið brotin, þá verður að minnsta kosti að staldra við og sjá hvort sú hafi verið raunin. Ef að svo reynist vera og ekkert er að gert gæti það nefnilega hæglega ónýtt allan málatilbúnaðinn. Ef ekki þá má svara þeirri spurningu hvort rétt sé að kæra viðkomandi ráðherra eða ekki. Mín skoðun er sú að ákæra samþykkt af pólitíkusum eigi ekki rétt á sér á 21. öldinni. Ráðherrarnir hafa sagt af sér. Pólitískur ferill þeirra allra er úti. Ef að ekki sannast á þá lagabrot sem að ákært væri eftir venjulegum leiðum saksóknar þá er landsdómur fyrir mér ekki svarið. Höfum það í huga að landsdómur er pólitískur dómstóll. Þar fyrir utan tel ég alveg útilokað að sanna á þau vanrækslu eins og ég skil lög um ráðherraábyrgð.

Ef að þessum ákærum er hins vegar ætlað að vera eins og 15. aldar nornaveiðar, til þess að sefa reiði almennings, þá þolir náttúrulega málið enga bið. Ef að það er tilgangur alls málatilbúnaðarins hefur trúverðugleiki Alþingis sem og allra þeirra þingmanna sem að samþykkja tillöguna beðið hnekki.


mbl.is Trúverðugleiki Alþingis í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 608

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband