Leið Samfylkingar til þess að hlífa eigin fólki.

Einhvern veginn grunar mig að sú ákvörðun að kosið verði um hvern og einn ráðherra sé runnin undan rifjum Samfylkingarinnar. Þannig geta flokksmenn auðveldlega hlíft eigin fólki en hengt svo ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það er hin mesti gunguháttur og til háborinnar skammar fyrir Samfylkinguna. En þetta er þeirra leið til þess að halda í löngu brostið sambandi milli þeirra og VG. Það verður þó að virða það við þau, að þau reyna í sífellu að blása lífi í þetta lánlausa stjórnarsamstarf þó svo að allir aðrir sjái að það sé löngu búið.

Mín skoðun er sú að ef að Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn, Vinstri hreyfingin grænt framboð og Hreyfingin ætla að fara í pólitískar ofsóknir gegn mönnum í anda miðalda nornaveiða þá er réttast að aðrir stigi til hliðar og leyfi þessum flokkum að eiga sviðið. Þeirra skömm mun rísa hæst að lokum. En ef að þetta verður líka niðurstaðan þá má búast við miklu fleiri ákærum á ráðherra. Þá er friðurinn úti, samstaða meðal þjóðarinnar útilokuð. Vilji þessir flokkar stríð þá fá þeir stríð. Hin pólitísku átök á Alþingi eru þá bara rétt að byrja.


mbl.is Kosið um hvern og einn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vonandi haldið þið áfram afhjúpa ykkur með því að væla svona.

Sigurður Þórðarson, 23.9.2010 kl. 08:36

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Verði þetta niðurstaða Atlanefndar. Þá er sú nefnd orðinn svartasti bletturinn á uppgjörinu vegna hrunsins og setur Atla og aðra kæruliða nefndarinnar skörinni lægra en pottaglamrara búsáhaldabltingarinnar. 

Virðing Alþingis fer svo niður í pilsnerstyrk meðal þjóðarinnar þegar Landsdómur, getur vart annað en vísað máli þeirra tveggja ráðherra, sem vísa til dómsins frá.

 Kærusinnar óttast um of dómstól götunnar og bloggheima, til þess að geta tekið ákvörðun byggða á einhverju öðru en ef og hefði.   

 Ef að 47 þingmenn af 63 búa ekki yfir meiri siðferðisþreki en þetta, þá á þjóðin verulega bágt og vart hægt að sjá neitt sem henni gæti komið til bjargar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 23.9.2010 kl. 11:07

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Úr því að þú Sigurður kemur ekki með neitt frambærilegra en að kalla þetta væl þá ætla ég að leyfa mér að koma með álíka gagnlegt innlegg í umræðuna.

Étt'ann sjálfur Sigurður.

Takk fyrir.

Jóhann Pétur Pétursson, 23.9.2010 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband