Réttarríkinu stútað.

Nú langar mig að spyrja, fyrir hvern réttarríkið er? Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að réttarríkið verji einstaklinginn gegn framkvæmdavaldinu fyrir ósanngjarnri málsmeðferð. Ég hef alltaf staðið í þeirr trú að enginn geti saksótt mig nema mjög veigamikil rök bendi til þess að ég sé sekur. Alveg sama hve margir hati mig, alveg sama hve margir telji mig vera ástæðu allra þeirra ófara, þökk sé réttarríkinu þá muni ég alltaf njóta sanngjarnar málsmeðferðar þar sem að aðeins verði farið í saksókn gegn mér ef að meiri líkur en minni séu til þess að ég sé sekur.

Ég hef alltaf haldið að réttarríkið væri fyrir einstaklinginn gegn fjöldanum, gegn framkvæmdavaldinu að réttarríkið væri fyrir þann sem að allir vilja fá dæmdann fyrir einhvern glæp. Ég efast stórlega um að það hafi verið raunin þegar að Þór Saari greiddi greiddi atkvæði um saksókn fyrrverandi ráðherranna fjögurra. Ég held að þar hafi hefndigirni og pólitík vegið þyngra en saksóknarhlutverk eða sönnunargöng.

Það sem að viðheldur réttarríkinu eru sjálfstæðir dómstólar og mjög ábyrgt saksóknaravald. Vald sem að aldrei má misnota, að einstaklingurinn fái frekar að njóta vafans en að hann sé saksóttur ef að sönnunargöngin eru óljós eða ekki fyrir hendi. Það er öflugt réttarríki. Þegar Alþingi tók sér hins vegar í fyrsta skipti í íslenskri stjórnmálasögu þetta saksóknarvald var ekki mikið um ábyrgð. Ýmist skiptu menn sér í flokka eða létu sönnunargögn lönd og leið og greiddu atkvæði með hefnd í huga. Þannig stútað Þór Saari og allir hinir 62 þingmenn Alþingis réttarríkinu, alla vega hvað Alþingi varðar. Við verðum að tryggja að næst þegar ráðherra verður ákærður, þá verði það gert af löglærðum manni sem að skilur að saksóknari er þjónustumaður réttarríkisins, líka þess sem að ákærður er. Saksóknari er líka þjónustumaður þess ákærða alveg eins og þeirra sem vilja ákæra. Þór Saari, þú stútaðir sjálfur réttarríkinu.


mbl.is „Stúta réttaríkinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband