Aðeins upphafið.

Af hverju stöðvast sum sjávarútvegsfyrirtæki núna, rétt eftir að niðursveiflu í þorski er lokið? Ástæðan er einföld, væntanlegar breytingar á kvótakerfinu. Fyrirtæki sem að áður gátu leigt til sín aflaheimildir fá engar heimildir til þess að leigja lengur. "Kvótaeigendur" eru skíthræddir um að missa sitt ef að þeir nýta ekki sínar aflaheimildir. Þess vegna leigir enginn frá sér heimildirnar, sem að er sá grundvöllur sem að fyrirtæki eins og Eyraroddi byggðist á.

Allt frá því að VG tók við sjávarútvegsráðuneyti hefur verið því hótað að nú eigi sko að ganga milli bols og höfuðs á kvótakerfinu og þar með eigi að ganga milli bols og höfuðs á kvótaeigendum. Þessi fyrirætlan hefur hrifið hluta þjóðarinnar með sér og menn hafa, meðal annars hér á bloggheimum, bölvað LÍÚ. LÍÚ hefur hins vegar bent á að það er ekki sama hvernig menn standa að þessum breytingum og skaðinn yrði mikill ef að gengið yrði nú frá "kvótaeigendunum". Sjávarútvegurinn yrði fyrir skaðræðishöggi og yrði áratugi að ná sér. En það vill nú svo til að LÍÚ stendur ekki eitt í þessari baráttu. Félög sjómanna og smábátasjómanna hafa líka fylgt liði með LÍÚ og segja að fyrningarleiðin sem að hefur verið helsta leiðin sem að nefnd hefur verið til þess að ganga frá kvótakerfinu gangi ekki, að hún gangi af sjávarútvegnum dauðum.

Það sem að hefur farið verst með fyrirtæki í sjávarútvegi undanfarið er óvissann. Óvissa um hráefni og óvissa um hvað verður í sjávarútvegi. Það er alveg ljóst að við þessar deilur milli andstæðinga útgerðarfyrirtæka og fylgenda verður ekki unað. Það verður að skapast sátt um sjávarútveginn. Þessa sátt verða allir að leggjast á árarnar með því. Sáttanefndin átti að finna þessa sátt. Snemma varð hins vegar ljóst að Jón Bjarnason leit á sáttanefndina aðeins sem verkfæri til þess að koma fyrningarleiðinni á koppinn. Eina niðurstaða sáttanefndarinnar var hins vegar að samningleiðin sem að snýst um að ná sáttum við útgerðarmenn. Sáttanefnd kemur með þá niðurstöðu að það þurfi að ná sáttum.


mbl.is Öllum sagt upp hjá Eyrarodda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband