En hvað með ákæru á hendur Geir?

Þegar að pólitíkus er ákærður fyrir störf sín, verður það ekki sjálfkrafa pólitísk réttarhöld? Geir H. Haarde var pólitíkus, hann var rannsakaður af öðrum pólitíkusum, hópur pólitíkusa samþykkti að ákæra hann fyrir vanrækslu í starfi og tæplega helmingurinn af dómurunum voru kosnir af pólitíkusum. Nú ætla ég ekki að segja neitt um sekt eða sýknu Geirs en mér sýnist réttarhöld yfir Geir ekki verða mikið pólitískari en þetta. Og eins og Guðmundur Steingrímsson sagði í ræðustól á Alþingi þá er verið að ákæra Geir fyrir pólitík.

Vinstri Grænir voru eini flokkurinn sem að studdu, allir sem einn, ákærur á hendur öllum fjórum ráðherrunum. (reyndar skauta ég algjörlega framhjá stuðningi Hreyfingarinnar og það viljandi)Þingmaður þeirra, lögmaðurinn Atli Gíslason fór mikinn í fjölmiðlum þegar nefnd sem að hann stýrði, fjallaði um meint lögbrot ráðherranna fjögura. Hvergi komu eins háværar kröfur um ákæru en einmitt frá þeim stjórnmálaflokki.

En nú koma Ungir Vinstri Grænir fram og mótmæla pólitískum réttarhöldum. Hvar voru Vinstri Grænir þegar að ákæran á hendur Geir var samþykkt? Af hverju mótmæltu þau ekki þá? Það er eins og Vinstri Grænir séu ekki alveg samkvæmir sjálfum sér. Þau samþykkja pólitísk réttarhöld á hendur Geir, en mótmæla pólitíksum réttarhöldum á hendur níumenningunum svokölluðu. Það eina sem að mér dettur í hug sem að skýrir ályktun Ungra VG er það að þessir níumenningar séu öll úr þeirra hópi. Ungir Vinstri Grænir eru þekktir fyrir öflugt grasrótarstarf sitt. Eini gallinn er að í þeirra hópi eru iðulega fólk sem að ber ekkert allt of mikla virðingu fyrir lögum og rétti. Aktívismi er vel þekkt orð þeirra á meðal en það snýst um að brjóta lög eða alla vega fara eins nálægt því og mögulega hægt er til þess að leggja áherslu á orð sín. Iðulega komast þessir aktívistar í kast við lögin og þá er hrópað pólitísk réttarhöld, nornaveiðar og þar fram eftir götunum. Sem betur fer eigum við dómara sem að láta slíkar upphrópanir sem vind um eyru þjóta, einginn er hafinn yfir löginn og þeir, með dómi sínum í dag, hafa undirstrikað þau vísdómsorð "með lögum skal land byggja". Ef að það eru ekki lögin sem að halda þessu samfélagi okkar saman, hvað þá?


mbl.is Harma pólitísk réttarhöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Geir verður aldrei dæmdur! Hér ræður mafía ríkjum.

Sigurður Haraldsson, 17.2.2011 kl. 01:06

2 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

UVG er alveg sama um réttlæti.  Þetta er allt pólitík hjá þeim.

Viðar Freyr Guðmundsson, 17.2.2011 kl. 15:16

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

og hvaða mafía er það Sigurður?

Jóhann Pétur Pétursson, 17.2.2011 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 601

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband