Samfylking og rétttrúnaðurinn á ESB.

Ekki þaða ð ég hafi lagst í miklar rannsóknir á sértrúarsöfnuðum en þeir bera þess merki að þar séu ekki margar skoðanir upp á borðum. Þar er ein rétt skoðun, ein rétt trú og einfaldlega ekki pláss fyrir aðrar skilgreiningar á það sem að er trúað á.

Þannig er líka farið með Samfylkingunni. Hversu margar skoðanir, andstæðar fylkingar eða áherslur eru upp á borðum hjá Samfylkingunni gagnvart ESB? Þar er ein rétttrúnaðarskoðun, að allt verði í himnalagi ef að Ísland gengur í ESB og það er einfaldlega ekki pláss innan raða Samfylkingarinnar fyrir aðrar skoðanir á málinu. Hvar er líka allt Samfylkingarfólkið sem að var á móti ESB? Við því er mjög einfalt svar, það átti sér ekki vært innan raða flokksins. Þú deilir ekki á hina einu sönnu trú.

Ég er ekki svo viss um að það sé kostur að heill flokkur tali einum rómi í jafn stóru máli og ESB. Það er að mínu áliti kostur og merki um gott lýðræði að margar mismunandi skoðanir rúmist innan sama flokksins. Það sem að hefur átt sér stað innan Samfylkingarinnar, gegndarlaus áróður með ESB og að önnur skoðun innan Samfylkingrinnar sé óhugsandi er ekki merki um lýðræðislegan eða heilbrigðan stjórnmálaflokk.


mbl.is „Sértrúarsöfnuður en ekki stjórnmálaflokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 589

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband