Bobby Fischer...

Það mætti halda af fjölmiðlaumfjölluninni að dæma að forsetinn hefði dáið. Þetta var bara maður... ekkert annað. Jú frækinn íþróttamaður, maður sem að náði mjög langt í sinni íþróttagrein.... skák(ég trúi varla að ég sé að segja þetta) en við höfum átt marga frækna íþróttamenn sem að voru meira að segja fæddir íslendingar og ættu þá ekki minni rétt til þess að vera grafnir í þjóðargrafreitnum.

Hvað ef Ísland ynni nú EM í Noregi... fær þá Alferð og kannski restin af landsliðinu að liggja þar eftir að þeir deyja???? Allt mjög fræknir íþróttamenn sem að hefðu þá náð mjög langt í sinni íþróttagrein.

 Af hverju höfum við þjóðargrafreit.... Í mínum huga er það vegna þess sem að þessir menn gerðu fyrir Íslenska þjóð. Fyrir utan það að vera skáld þá börðust þeir fyrir þjóðina á tímum kúgunar og einokunar. Sama gerði Jón Sigurðsson enda var reistur honum minnisvarði í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Hvað gerði Bobby Fischer fyrir Ísland annað en það að hann kom og tefldi hérna nokkra daga. Nákvæmlega ekki neitt. Það eru engin merki eða vísbendingar um það að hann hafi látið sig Ísland nokkru varða eftir að hann fór héðan. Hann hélt merki Íslands ekki á lofti eftir að hann fór héðan.

Því segi ég nei, nei, nei og aftur nei. Bobby Fischer er alls ekki þess verðugur að liggja við hlið Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benidiktssonar. Hann á eflaust skilið að fá að hvíla á einhverjum friðsælum stað einhvers staðar í veröldinni og já það mætti reisa honum minnisvarða, eða öllu heldur minnisvarða um þennan atburð sem einvígið er... en hann á ekki skilið stað á Þingvöllum.


mbl.is Ekki rætt um að fleiri verði jarðsettir á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilefga

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 14:37

2 identicon

Innilega sammála þér átti þetta að vera en vefurinn tók völdin í fyrri færslu.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 14:37

3 identicon

ég er svo sammála þér. gæti ekki verið meira sammála. veit að það er búið að jarða hann einhvers staðar en hvaða bjána datt í hug að planta honum niður með merkustu mönnum íslandssögunnar??? ég skil ekki hvað var að ske í hausnum á þeim sem fannst hann hafa unnið fyrir því.

Berglind mágkona (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 617

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband