Furðulegt atvik.

Leikmaður sem að stekkur upp í skallaeinvígi getur ekkert gert að því hvar hann kemur niður, vonandi bara lendir enginn í því að verða undir leikmanninum. Þetta gerðist í dag, leikmaður HK og Stefán Þórðarson stukku báðir upp í sama bolta, og Stefán lendir ofan á leikmanni HK Stefáni Eggertssyni. Dómarinn horfði á atvikið og sá ekkert athugavert. Enginn sá neitt athugavert í leiknum og leikmenn beggja liða héldu áfram að berjast um boltann. En þá kom að þætti aðstoðardómara 2. Hann veifaði eins og óður maður( eftir leikinn hallast ég að því að það sé ekki allt í lagi í toppstykkinu á manninum) og hann sá að Stefán hefði gerst sig sekan um að lenda á leikmanni HK og taldi að tafarlaust ætti að senda manninn út af. Og eftir því fór dómari leiksins, Einar Örn Daníelsson, óð í villu og svipa og rak Stefán útaf fyrir atvik sem að hann hafði sjálfur séð andartaki áður. Hann sá ekkert athugavert þó að atvikið gerðist beint fyrir framan nefið á honum en úr því að aðstoðarmaður hans sá eitthvað athugavert, þá hlaut hann sjálfur að vera blindur. Og útaf með manninn. Tja ekki er nú öll vitleysan eins. Ef að þið viljið lesendur góðir sjá furðuleg atvik, þá held ég að leikir með ÍA sé málið. Það virðast öll furðulegustu og umdeildustu atvikin gerast á leikjum þess liðs.

Annars held ég að við getum þakkað aðstoðardómara leiksins fyrir þetta heilafret sem að hann fékk. Eftir það vorum við miklu betri en HK og ef við hefðum nýtt færin okkar þá hefðum við unnið. Annars stefndi þetta í tap hjá Skagamönnum, allt þar til að Stefán Þórðarson var rekinn út af.

Það er spurning hvort að það ætti ekki að stofna stuðningsmannasamtök sérstaklega fyrir Stefán Þórðarson. Hann virðist eiga eitthvað erfitt uppdráttar hjá dómurum landsins. Ég sé fyrir mér stóran borða sem að á stæði styðjum Stefán.


mbl.is Bjarni Guðjónsson: Óviljaverk hjá Stefáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að dómari Vals og Breiðabliks hafi slegið öll met.  Eitthvað hefur farið úrskeiðis í dómara námskeiðum, eða þá að menn hafa bara keypt skirteinin

Krani (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Það yljar mínu Skagahjarta að dómararnir séu lélegir á öðrum leikjum líka. Reyndar eru þetta alveg spes týpur sem að komast áfram í þessum dómarabransa. Þetta eru alveg einstaklega lokaðir menn, og það er ekki pláss fyrir minnsta mögulega efa á sjálfan sig. Þeir eru gríðarlega sjálfselskir og hreinlega dýrka sjálfan sig. Þeir eru þrjóskari en andskotinn og viðurkenna aldrei mistök... aldrei. Þetta get ég fullyrt vegna þess að ég var dómari í þó nokkur ár, þekki jafnvel suma þeirra sem að standa í fremstu víglínu í dag og þekki því manngerðina.

Jóhann Pétur Pétursson, 8.6.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Vera Knútsdóttir

ÖSS Íslenska deildin hvað! Ég er að njóta EM veislunnar hérna :-D

Vera Knútsdóttir, 8.6.2008 kl. 21:16

4 identicon

Ótrúlegt vælið í Skagamönnun alla tíð. Guðjón grenjar eins og dumpuð skólastelpa sí og æ og nú er Bjarni genginn í grátkórinn með pabba sínum. Saman mynda þeir tvíraddaða 1. sópran í grákór ÍA klúbbsins.

H (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 23:34

5 Smámynd: Örn Arnarson

Hvernig stendur á því að menn geta ennþá skrifað nafnlaust hér inni??!!!  Ég verð að segja að þangað til eftir Keflavíkurleikinn, þegar Guðjón sturlaðist hafði hann alltaf talað af mikilli fagmennsku um störf dómara og var þá ólíkur mönnum eins og Leifi Garðars, Villum, Magnúsi í Víking og fleirum.  Og hann gerði það ekki að ástæðulausu, hann hefur mikið til síns máls frá innsta koppi í búri.  Ég styð eindregið hugmyndir um stuðning við Stefán.  Ég var mjög glaður að tilheyra þeim hópi Skagamanna sem stóðu upp og klöppuðu fyrir honum þegar hann gekk hnýpinn af velli í gær.

Örn Arnarson, 9.6.2008 kl. 13:03

6 Smámynd: Hulduheimar

Stefán ætti kannski bara að fara að spila eins og maður og hætta að sparka menn niður hægri vinsti. Þetta brot verðskuldaði algjörlega rautt spjald.

Hulduheimar, 9.6.2008 kl. 20:02

7 Smámynd: Örn Arnarson

Ég er ekki sammála þér Hulda mín.

Örn Arnarson, 9.6.2008 kl. 20:58

8 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Vill einhver benda mér á atvik þar sem að Stefán Þórðarson hefur sparkað mann niður í sumar. Svör takk. Og ef að hann er sísparkandi menn niður í leikjum, þá á að reka hann út af fyrir það.

Svo vill ég stoltur segja frá því að ég átti frumkvæðið af því að standa upp og klappa fyrir Stefáni á leiknum í gær. Oft geri eða segi ég margt gáfulegt á leikjum en þetta er eitthvað sem að ég get verið stoltur af.

Jóhann Pétur Pétursson, 9.6.2008 kl. 21:53

9 Smámynd: Hulduheimar

Jóhann minn, hvernig myndirðu lýsa fyrra brotinu hjá Stefáni gegn Keflvíkingum þar sem hann fékk gult? Sparkaði hann ekki mann niður þar!!

Hulduheimar, 9.6.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband