Enginn kattarþvottur.

Fulltrúi frá forsætisnefnd þar sem að allir flokkar eiga fulltrúa, 2 fulltrúar umboðsmanns alþingis sem að oftar en ekki hefur gagnrýnt stjórnvöld og svo fulltrúi frá hæstarétti sem að á að vera algjörlega sjálfstæður gagnvart ríkisvaldinu ættu nú að tryggja að engum sé hlíft. Mér sýnist þetta, svona alla vega í fljótu bragði vera enginn kattarþvottur.

Ég hef alltaf sagt það og stend við það að ég styðji stjórnvöld og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Ef að óvilhallur aðli, eins og mér sýnist þessi nefnd vera, kemst að því að mistök stjórnmálamanna, bankastjóra seðlabanka eða annarra aðila hafi valdið kreppunni eða gert ástandið illt verra, þá þarf viðkomandi að víkja. Honum verður einfaldlega ekki vært í starfi eftir slíka gagnrýni.


mbl.is Víðtækar rannsóknarheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tori

Verður fulltrúi Hæstaréttar t.d. Gunnlaugur Claessen leynifélagsmaður? það væri ekki gott.

Tori, 26.11.2008 kl. 18:14

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Hæstiréttur verður að ákveða það. Mér finnst nú líklegt að um leið og gefið verður upp hverjir eiga að sitja í þessari rannsóknarnefnd þá verði fjölmiðlar mjög fljótir að reyna að grafa upp allt sem að hægt er að finna um viðkomandi. Þessi nefnd á því ekkert auðvelt starf fyrir höndum. Bæði verður hún véfengt af mjög mörgum og einnig munu niðurstöður hennar verða mjög umdeildar og jafnvel valda stöðumissi hjá einstaklingum.

Jóhann Pétur Pétursson, 26.11.2008 kl. 18:24

3 identicon

Sæll Jóhann.

Má vera að þetta líti ekki fyrir kattarþvottur í fljótu bragði... en skoðaðu málið betur.

Þú segir "Fulltrúi frá hæstarétti sem á að á að vera algjörlega sjálfstæður gagnvart ríkisvaldinu" Ráðningar í hæstarétt eru pólítískar! Þær eru á köflum gjörspilltar þó margir ágætir menn þar siti. Og alþingi kýs umboðsmann alþingis - líka pólítísk ráðning. Allt er þetta undir rifjum alþingis komið.

Ég er sannfærður um að klíkuskapurinn og spillingin nær inn á alþingi. Nú hafa alþingismenn ráðið menn til að rannsaka sjálfa sig. Það gengur ekki. Ef þeim væri alvara hefðu þeir ráðið erlenda fagmenn í hópinn. T.d. einhvern aðila sem starfað hefur fyrir alþjóða gjaldeyrissjóðinn eða evrópusambandið. Þá fyrst væri einhver þungi til staðar.

Nú á að fara að fórna peðum.

 En líkast til er þetta betra en ekki neitt.... en spilltasta þjóð í heimi getur ekki breyst yfir nótt.

bestu kveðjur

einar

einar (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 18:25

4 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Mér finnst mjög sérstakt að þú segir að Ísland sé spilltasta þjóð í heimi en nú er það nú samt þannig að Ísland er í að mig minnir í 4. sæti yfir minnst spilltustu lönd í heimi. Þetta finnst mér eftirtektarvert í ljósi umræðunnar.

En ef að alþingi má ekki skipa fulltrúa, ekki umboðsmaður alþingis og ekki hæstiréttur, hverjir eiga þá að skipa í nefndina? Nú hafa t.d. ráðherrar ekkert með það að segja. Einungis forsetar alþingis, þar sem að eru fulltrúar allra stjórnarflokka hafa eitthvað með skipun eins fulltrúa að gera. Ef við förum þá leið að ráðherrar leiti til erlendra sérfræðinga, væri þá ekki líka hætta á því að úr því að ráðherrar veldu einhverja sér hliðholla?

Og ef að allt er orðið svona gerspillt, hvað stendur þá milli okkar og algers stjórnleysis? Við reyndar lifum á þeim tímum hér á landi þar sem að allt sem að sagt er og gert er, er dregið í efa og véfengt af óttaslegnu og reiðu fólki. Það er að mörgu leyti skiljanlegt.

Jóhann Pétur Pétursson, 26.11.2008 kl. 20:06

5 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Svo kannski má hafa í huga að vel flestar ráðningar hjá ríkinu í alla vega stjórnunarstöður stofnana og ráðuneyta eru annað hvort framkvæmdar af fólki sem að ráðherra skipaði ef þá ekki bara ráðherra sjálfum. Er þá ekki allt kerfið gerspillt?

Jóhann Pétur Pétursson, 26.11.2008 kl. 20:07

6 Smámynd: Tori

Það er lítill vandi að láta þjóðina bend á mögulega aðila um netið. Ísland er gjörspillt land miðað við þann mælikvarða sem við setjum okkur. Við erum að bera okkur saman við vel menntuð lýðræðisríki.

Það er einfaldlega þannig að það er ekkert traust hér lengur. Við erum með þingheim sem svaf á verðinum. Treystir hver honum? Þú?

Siðblint lið sem svífst einskis í heilaþvotti á borgurunum.

Tori, 26.11.2008 kl. 20:21

7 Smámynd: Skaz

Varðandi mælikvarðann um spillingu er það stór hluti í einkunninni að dómsmál um spillingu, kúgun, mútur og fleira hafi komist upp. Og að hneykslismál hafi komið upp á yfirborðið.

Hér á landi er allt þaggað niður. Spillingin er eitthvað sem allir vita um en enginn sér. Og þetta einkennist aðallega af greiðasemi hér á landi. Tæknilega ekki ólöglegt því að bæði þá hafa spilltu aðilarnir komið sér fyrir inn í kerfinu til að breyta lögum og hafa vald til að skipa þá sem eiga að framfylgja þeim.

Þannig að þetta er dálítið gallaður kvarði...

Skaz, 26.11.2008 kl. 21:11

8 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Nú ertu að gera ráð fyrir að ansi margt fólk innan stjórnkerfisins sem að er bara venjulegt fólk eins og ég og þú taki þátt í spillingunni. Ég þekki sjálfur fólk sem að vinnur inn í ráðuneytunum og helstu stofnunum ríkisins. Meðal annars fólk sem að situr í æðstu stjórnunarstöðum ráðuneyta og ætti þá samkvæmt þínum dómi að vera í innsta hring spillingar á Íslandi. Þetta fólk er hins vegar eitt það heiðarlegasta sem að ég þekki og í mínum augum hef ég nákvæmlega enga ástæðu til þess að draga heiðarleika starfsmanna ríkisins í efa.

En hvernig á maður að geta rökrætt við fólk um eitthvað sem að enginn sér, allir vita af en er svo falið að enginn sé það. Er þetta ekki svipuð umræða og með Guð? Þó að enginn sjái hann enginn þá er ekki víst að hann sé ekki til en þá er heldur ekki víst að hann sé til.

Jóhann Pétur Pétursson, 26.11.2008 kl. 21:40

9 Smámynd: Tori

Er til heiðarlegur ríkisstarfsmaður?

Tori, 26.11.2008 kl. 23:53

10 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Já ég treysti þingheim og já það eru til heiðarlegir ríkisstarfsmenn alveg eins og það er til heiðarlegt fólk. Ríkisstarfsmenn eru nefnilega ekkert öðru vísi en annað fólk. Þeir eru ekkert illgjarnari eða óheiðarlegri en þjóðin sjálf. Ég trúi því líka að fólk sem að býður sig fram til trúnaðarstarfa eins og þingmennsku geri það í þeim ásetningi að vera landinu og þjóðinni til heilla.

Ef við erum farin að efast um heiðarleika allra sem að vinna hjá hinu opinbera þá getum við alveg eins efast um heiðarleika allrar þjóðarinnar. Og ef það er málið, þá skil ég ekki til hvers í fjandanum er verið að standa í þessari umræðu yfirleitt.

Jóhann Pétur Pétursson, 27.11.2008 kl. 14:27

11 Smámynd: Tori

Jóhann Pétur þetta er málið við hljótum öll að efast.

Það sem alvarlegt í öllu þessu ferli er þegar GHH fer að verja einn ríkisstarfsmann. að hann hafi ekki vitað neitt meir en við hin þegar hann seldi bréf sín í LÍ!

Við eigum vonandi öll vini og kunningja en að GHH leyfi sér þetta bera keim af spillingu.

Því miður verður að skipta út í framverðarsveit allra flokka.

Tori, 28.11.2008 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband