Við hverju bjuggust menn...

... annað en að rammpólitískur forseti nýtti tækifærið til þess að koma höggi á pólitískann andstæðing sinn.

Þessi lög eru aðeins til þess að koma Davíð Oddssyni frá. Eins og ég hef áður sagt má svo sem rökstyðja það en ég held að þetta sé ekki brýnasta áhyggjuefni okkar nú um stundir. Brýnasta vandamálið varðandi Seðlabankann er hversu þröngt verkefni hans er skilgreint og að í raun hefur Seðlabankinn ekki getað lögum samkvæmt, horfið frá verðbólgumarkmiði og lækkað vexti. Þessu þarf að breyta en stjórnarflokkarnir kjósa þess í staða að fara í pólitíska herferð gegn Davíð Oddssyni. Í stað þess að gera eitthvað sem raunverulega kæmi landinu til góða þá fara þau í pólitískt hnútukast við einn mann sem að endar með þessari tilgangslausu lagasetningu. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi lög breyti nákvæmlega engu um hæfileika Seðlabankans til þess að stýra peningamálum þjóðarinnar og það mun ekki breytast á meðan að verkefni hans og þau verkfæri sem að hann hefur eru óbreytt.

Og hvað er svo næst á dagskránni, jú breytingar á stjórnarskrá og kosningalöggjöf. Á meðan að þjóðin á í efnahagskreppu, bankakreppu og að mörgu leiti siðferðiskreppu þá ætla stjórnarflokkarnir Alþingi að karpa um stjórnlagaþing og kosningalöggjöf. Þar að auki sem að er ennþá alvarlega ætlar minnihlutastjórn sér að ákveða hvernig stjórnarskráin eigi að vera. Það lang fáránlegasta í þessu er að eftir að búið er að gefa út hvenær verði kosið, og kosningabaráttan er byrjuð, þá ætla flokarnir sér að ákveða eftir hvaða leikreglum verði kosið.

Ég segi, ef að gamla stjórnin var vanhæf þá er þessi stjórn vanhæfari. Ég held að næstu kosningar muni ekki snúast um evrópumál eða efnahagsmál sem að eru þó málefni sem að þær þyrftu að snúast um, heldur að koma þessari snarvitlausu minnihlutastjórn frá.

 


mbl.is Búinn að staðfesta lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband