Sorgleg niðurstaða.

Þetta finnst mér afskaplega sorgleg niðurstaða. Ekki vegna þess að ég sé á móti aðild að ESB heldur vegna þess að við þurfum ekkert að sækja um aðild til þess að vita hvað ESB er eða hvað það hefur upp á að bjóða.

Þeir sem að þekkja Evrópusambandið, hvort sem að þeir eru með eða á móti vita það að það er ekkert í aðildarviðræðunum eða samningunum sem að ríkin gera við inngöngu inn í ESB sem að þarf að koma á óvart. Aðildarviðræður eða aðildarsamningar hafa aldrei haft neitt nýtt í för með sér. Samningarnir snúast bara um tímabundnar undanþágur. Í langflestum tilfellum taka sáttmálarnir og reglur ESB gildi án undantekninga. Mín skoðun er sú að hver sá sem að hefur kynnt sér Evrópusambandið getur svarað því strax hvort hann sé með eða á móti. Þess vegna finnst mér þetta sorgleg niðurstaða að því að hún sýnir svo ekki verði um villst, í mínum huga að fólk er að álykta um eitthvað sem að það þekkir ekki. Og að draga ályktun um eitthvað sem að fólk þekkir ekki, það er ekki sérstaklega skynsamlegt eða gáfulegt í mínum huga, þó svo að ég vilji ekki taka svo djúpt í árinni að það sé hreinlega heimskulegt.

En þetta skelfilega mál, aðild að Evrópusambandinu stendur þjóðinni fyrir þrifum. Við okkur blasir gríðarlegt vandamál, hrun heimila og fyrirtækja. Nú þegar eru 18 þúsund manns atvinnulausir og mér telst til að einhver hundruð hafi bæst við síðustu vikuna. En þjóðin og ríkisstjórn getur ekki tekist á við vandann af því að það þarf að leiða eitthvað Evrópumál til lykta fyrst. Væri ekki frekar að koma í veg fyrir alls herjar hrun á Íslandi áður en við förum að spá í eitthvað annað? Væri ekki skynsemi í því?


mbl.is 61,2% vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er algengt sjónarmið að þar við séu í svo miklum vandræðum að þá sé tímasóun að ræða aðild að ESB.  En ESB getur verið hluti af lausn okkar út úr vandanum og þess vegna verður að ræða þetta.

Einn stærsti vandi okkar núna og stór hluti af orsök bankakreppunnar eru mistök okkar við að halda úti okkar eigin gjaldmiðli.  Atvinnulífið er að bíða eftir lausn og framtíðarsýn í þessu mikilvæga máli.  Besta lausnin sem komið hefur fram og seinnlega eina raunhæfa lausnin núna eins og komið er fyrir okkur er að stefna að upptöku Evru með aðilð að ESB.
Þetta er ekki skammtímaredding en það verður aldrei komist á áfangastað ef menn leggja aldrei af stað og tíminn er KOMINN.

Það er ekki alveg rétt að menn viti allt um aðild að ESB.  Svíar fengu ýmsu breytt þegar þeir voru í aðildarviðræðum eins og því að fá varanlega undanþágu á munntóbaki sínu (gildir bara í Svíþjóð) og sérlausn um til að tryggja landbúnað á norðlægum slóðum.

Vörður (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:26

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Menn vaða í villu og svima ef að menn halda að þeir fái meiri háttar breytingar út úr aðildarviðræðum. En hvað í ESB er svona mikil lausn fyrir okkur Íslendinga? Spyrjum Íra, Breta, Spánverja, Portúgali. Öll þessi ríki eru í mjög miklum vandræðum en samt eru þau aðilar að ESB og með Evru. Meira að segja vagga kapítalismans sjálfs, sjálf Bandaríkin eru í bullandi vandræðum, urðu meiria að segja að selja sjálfan sig til þess að komast mögulega út úr vandanum. ESB er engin allsherjar lausn.

Af hverju ætli Norðmenn hafi hafnað í tvígang aðild að ESB? Nú eru þessi ríki mjög lík að mörgu leiti. Eru rík af náttúruauðlindum, hafa gríðarleg sterkann sjávarútveg. 

Upptaka Evru er enginn lausn á einu né neinu því að hún bjargar ekki fyrirtækjunum okkar og ekki heimilunum.Þeirra vanda verður að leysa á næstu dögum og vikum og verður ekki á neinn hátt leyst með aðild að ESB. Auk þess getum við skoðað hrun Íra á síðustu vikum, þar sem að Seðlabanki Evrópu kemur ekki til bjargar, og það ætti að verða okkur ágætis áminning að þó við séum skíthrædd og skríðum inn í hagsmunaklúbb hinna stóru þá stöndum við innan ESB eftir sem áður ein. Innan ESB eru bara miklu stærri og sterkari aðilar sem ráða og þar mega okkar hagsmunir sín einskis.

Jóhann Pétur Pétursson, 7.5.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 608

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband