Vitlaus samninganefnd, vitlaus ríkisstjórn?

Steingrímur Jóhann Sigfússon fjármálaráðherra fór mikinn í ræðustól Alþingis í vetur gagnvart gjörðum og samningum þáverandi ríkisstjórnar varðandi samninga um Icesave deiluna. Þá var gangrýndur sá sameiginlegi skilningur milli deiluaðila að vissulega beri Íslendingar ábyrgð á innistæðunum enda lögðu aðilar í Bretlandi og Hollandi þær inn á reikninga íslensks banka sem að starfaði erlendis. Hins vegar var sá sameiginlegi skilningur líka milli stjórnvalda þessara landa að samkomulagið mætti ekki undir nokkrum kringum stæðum höggva nærri íslensku þjóðinni. Þetta var það samkomulag og sá skilingur sem að Björgvin G. Sigurðsson og Árni Mattiesen skrifuðu undir með hag þjóðarinnar fyrst og fremst ð leiðarljósi enda var á þeim tíma ekki aðeins höggvið nærri alþjóða samningum eins og EES heldur líka var verið að stöðva alla utanríkisverslun Íslendinga.

Og svo kemur Steingrímur sjálfur til skjalanna. Hann virðst vera enn vitlausari en útrásarvíkingarnir þó þeir hafi nú verið nógu vitlausir samt, fær gamla félaga sína úr Alþýðubandalaginu til þess að semja við Hollendinga og Breta og án allrar ráðgjafar kemur verra samkomulag en það samkomulag sem að Steingrímur gagnrýndi hvað harðast. Ekki aðeins er samið upp á 2,5% vaxtamun sem að þýða 113 milljarða í vaxtagreiðslur að loknum 7 árum heldur er algjörlega takmarkalaust hve stórt skarð þetta getur höggvið í þjóðarbúið og hve stórt hlutfall lokagreiðslan verður af landsframleiðslu. Það er ekki nóg með að Bretar og Hollendingar fái allan skaðann bættan upp í topp heldur munu þeir græða á samningnum sem svarar 113 milljörðum að minnsta kosti og það er ekkert þak á því hvað lokagreiðslan getur orðið há. Hún gæti numið að minnsta kosti 800 milljörðum eða eitthvað meira. Svo virðist sem að Steingrímur hafi farið í þessa eyðimerkurgöngu sína algerlega til einskis.

En erum við í aðstöðu til þess að hafna þessu samkomulagi? Er það sama ekki undir eins og var undir þegar að Björgvin G. Sigurðsson og Árni Mattiesen skrifuðu undir þann smánarlega samning eins og Steingrímur hefur orðað það sjálfur? Að ekki aðeins EES samningurinn sem að er undirstaðan undir stórum hluta okkar utanríkisverslunar heldur sé utanríkisverslun okkar í heild sinni í hættu? Ríkisstjórn getur ekki svarað mörgu um þetta samkomulag og hún getur ekki einu sinni svarað því hvort svo sé.

Og svo virðist sem að það velti á Sjálfstæðisflokkun hvort þessi samningur nái fram að ganga. Nú eru 5 mánuðir síðan að mjög langri valdasetu Sjálfstæðisflokksins lauk en þessi ríkisstjórn vinstri manna er svo aum, svo léleg, að enn er Sjálfstæðisflokkurinn við völd þó óbeint sé. Og hverjir eru valkostirnir? Jú við getum staðið við þetta smánarsamkomulag þeirra félaga Steingríms og Svavars Gestssonar, félaga úr Alþýðubandalaginu, eða hvað? Hvert verður þá plan B ef að þingmenn segja nei við samningnum. Ábyrgur og málefnalegur stjórnmálaflokkur, hvort sem að hann er til hægri eða vinstri getur ekki hafnað samningnum án þess að gera sér einhverja grein fyrir hvað gerist ef samningnum verður hafnað.


mbl.is Einleikur forseta á bjöllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband