Auðvitað er það erfitt...

að ganga algerlega bak orða sinna. Það er ekki auðvelt að standa í stjórnmálasamstarfi og þurfa að selja sannfæringu sína til þess að halda samstarfsflokknum góðum. En þetta þarf Steingrímur að gera og hefur gert.

Þetta mál er mjög einkennilegt upphaf að svo stórri breytingu fyrir Íslendinga. Að upphafið að því að öll stjórnsýsla, löggjafarvaldið og fullveldið sé þannig að þingið rífist um það hvort að þjóðin eigi að fá að kjósa einu sinni eða tvisvar um málið. Hvaða mögulega skaða getur það gert að þjóðin fái að greiða atkvæði tvisvar? Kostar tvennar kosningar en ef það má eyða milljarði í stjórnlagaþing, af hverju má þá ekki eyða einhverri summu í tvennar kosningar. Jú Samfylkingin hefur svarið. Það þarf að senda umsókn um aðild að ESB eins fljótt og kostur er. En hvers vegna er mér hulin ráðgáta. Ég kaupi það ekki að það sé vegna þess að núverandi stjórn ESB sé okkur eitthvað hliðholl. Það er bara lélegur fyrirsláttur.

Það skýtur svolítið skökku við að Samfylkingin sem að sagðist ætla að stunda opna pólitík eftir kosningar, hefur bæði tekið þátt í leynimakki varðandi Icesave og nú leggst hún gegn því að þjóðin fái að kjósa oftar en einu sinni. Ríkisstjórnin og þeir flokkar sem að standa að henni eru svo trúverðugir, svo traustir, að í einu og sama málinu ganga þeir báðir bak orða sinna. Það er nokkuð vel gert og skjóta þeir öðrum ríkisstjórnum svo sem stjórnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ref fyrir rass. Þeir eru að setja nýjar hæðir eða lægðir í pólitískum loddaraskap og svikum á kosningaloforðum. Nokkuð vel gert Jóhanna og Steingrímur og það eftir að hafa verið við völd síðan í febrúar.


mbl.is Erfitt mál fyrir VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband