Að springa úr monti.

 

Endir var bundinn á margra vikna vangaveltur um hvort að ég gæti verið við útskrift Ingibjargar um daginn. Við vorum oft búin að tala um það að sennilegast gæti ég ekki verið við útskriftina hennar af því að ég yrði á sjó. Tja það er næstum því búið að skrá mig á hvern einasta dall sem að HBGrandi hefur yfir að ráða en það hefur allt brugðist. Svo er komið að ég held að það séu ekki miklar líkur á því að ég fari á sjó í sumar. Ástæðurnar eru þær að yfirvöld og undanþágunefnd virðist vera staðráðinn í að koma hverjum einasta vélstjóranema sem hálfgildings háseta á einhverjum netadöllum. Einnig þá gengur mjög illa í sjávarútvegi núna. Það má nánast ekkert veiða og olíuverð er orðið svo hátt að það er ódýrara, kostnaðarlega séð að hafa skipin bundin við bryggju heldur en að láta þau vera úti á sjó.

Þannig að ég komst norður til þess að vera við útskrift Ingibjargar. Núna er mín heitasta fantasía fullkomnuð. Ég er trúlofaður kennslukonu. Helgin byrjaði á því að ég stakk af úr grillveislu í vinnunni eiginlega á sama tíma og fyrsti bjórinn var opnaður. Þegar ég var kominn norður þá fór ég eiginlega beint í veislu, og svo í aðra veislu og svo í enn aðra veislu. Mér telst til að ég hafi verið viðstaddur tvær útskriftir í vor en farið í fimm útskriftarveislur. Það er einum of mikið af veislum, heitum brauðréttum og auka kílóum fyrir minn smekk. Ekki fleiri veislur.... í bili alla vega.

Sjálf útskriftarathöfnin var svona frekar stíf og formleg. Það var spilað eitthvað hátíðlegt lag þegar rektor og deildarforsetarnir gengu inn í salinn. Jæja allt er skárra heldur en að syngja saman Nú er sumar eins og í útskrift á FVA. Ég er búinn að syngja lagið fjórum sinnum í jafn mörgum útskriftum. Í háskólaútskriftinni var gestum gerður sá greiði að á bæklingi sem að var í hverju sæti var nafnalisti yfir alla þá sem að voru að útskrifast þannig að maður gat fylgst með og áætlað hvað væri mikið eftir af athöfninni. En svo rann upp stóra stundin þegar mín heittelskaða fékk útskriftar skírteinið sitt afhent. Það kom mér eiginlega á óvart að ég var svo stoltur að ég táraðist... svona næstum því. Þegar Ingibjörg var farin af sviðinu leit ég niður í gólf þannig að enginn tæki eftir neinu. Mamma spurði hvort eitthvað væri að. Rykkorn í augað er náttúrulega alltaf sígild afsökun.

Ingibjörg útskrifast

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Æi þú ert soddan krútt! Til hamingju með heitkonuna!

Vera Knútsdóttir, 22.6.2008 kl. 19:31

2 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

oooooooo sætur

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 23.6.2008 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 669

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband