Þetta eru frábærar fréttir.

Á þessum síðustu og verstu tímum hef ég lært að nýta hvert tækifæri til þess að gleðjast yfir hlutunum. Það hefur nú ekki mjög margt komið frá háttvirtri ríkisstjórn sem að hægt er að gleðjast yfir og virðist sú stjórn helst einbeita sér að því að koma með fýlusprengjur í samfélagið og frekar vera til í að skapa deilur heldur en sættir. Það eru því mjög góðar fréttir að hún ríkisstjórnin ætli að horfast í augu við skuldavanda heimila. Það er eitthvað sem að mjög margir eru búnir að berjast fyrir í rúmt ár, án þess að ná eyrum ríkisstjórnarinnar. Síðasta kosningabarátta snérist að stórum hluta um það hvernig flokkarnir ætluðu að taka á skuldavanda heimilanna. Framsókn kom með sína útgáfu, Sjálfstæðisflokkurinn einnig og gott ef Samfylking kom ekki með sína útgáfu líka. Síðan hefur liðið ár og ekkert gerst, nákvæmlega ekkert. Jóhanna ítrekar að skjaldborg skuli slegin utan um heimilin en eftir að hafa séð skattahækkanir og það besta, skattstofn myndaður utan um afskriftir lána, þá virðist sem skjaldborgin sé frekar umsátur en skjaldborg. Skjaldborg myndi nefninlega verja hag heimilanna í stað þess að ráðast á þau. Helstu aðgerðir ríkisstjórnar Íslands hefur hingað til verið að ráðast á heimilin frekar en að hjálpa þeim.

En ríkisstjórn Íslands hefur nú loksins áttað sig á því að heimilin eigi í raun við skuldavanda að stríða og því skuli málið rannsakað. Þó allt of seint sé, þá er það fagnaðarefni að ríkisstjórnin skuli nú loks vakna af þessum Þyrnirrósarblundi sínum. En það er ekki fagnaðarefni nema að á eftir fylgi einhverjar aðgerðir. Þær aðgerðir mega ekki vera minni heldur en veruleg eftirgjöf eða niðurfelling skulda sem að er svo ekki skattlögð. Því er það lífsspursmál fyrir heimilin og reyndar fyrir alla þjóðina að berjast með hvaða ráðum sem er til þess að afskriftarskattafrumvarp Steingríms verði dregið verði aldrei að veruleika. Annars er til einskis að komast að skuldavanda heimila ef að það ríkisstjórnin ætli svo að loka einu nothæfu leiðinni til þess að greiða úr honum.


mbl.is Rannsókn á skuldastöðu heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þeir byrjuðu á að slá skjaldborg um fjármagnseigendur og útrásarvíkingana, núna er búið að afskrifa flest öll kúlulánin og afskrifa yfir 1000 milljarða hjá þeim og kúlulánsþegar komnir í fínar stöður í þessum nýju bönkum. Núna á að snúa sé að almenningi og svo er sagt "því miður þá er ekkert hægt að afskrifa, það myndi setja bankana á hausinn" þessi ríkisstjórn byrjaði a þveröfugum enda.

Sævar Einarsson, 23.3.2010 kl. 23:54

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Já þeir einu sem að hingað til hafa endurskipulagt reksturinn eða fengið að endurskipuleggja reksturinn eru fjármagnseigendur það verður að segjast eins og er. Það er mjög skrýtið að eftir að hafa heyrt fréttir um afskriftir fjármagnseigenda og fyrirtækja í margar vikur, þá skuli menn allt í einu stökkva í það að skattleggja afskrifti, þegar að stærstu afskriftirnar hafa þegar farið fram.

Jóhann Pétur Pétursson, 24.3.2010 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband