Til hvers, hann er ekki pappírsins virði.

Blekið á stöðuleikasáttmálanum svokallaða var ekki þornað þegar að ríkisstjórn Íslands byrjaði að grafa undan honum. Í fyrsta lagi fer návæmlega ekkert fyrir stóriðjuframkvæmdunum sem að var lofað en í staðinn hefur ríkisstjórn Íslands gert allt til þess að leggja í stein í götu þeirra. Það er heldur ekki skrýtið því að hluti ríkisstjórnar Íslands telur sig algjörlega óskuldbundna þessum samningi. Það stendur líka í stöðuleikasáttmálanum að ekki verði gerðar neinar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu en sáttanefnd skipuð til þess að leiða það deilumál til farsællar niðurstöðu. Samt sem áður koma Vinstri Grænir fram með sínar hugsjónir og gera breytingar sem að í besta falli grafa undan núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Þetta loforð var til þess gert að Samtök Atvinnulífsins kæmu að sáttmálanum, MEÐ LÍÚ innaborðs. Stöðugleikasáttmálinn átti líka að tryggja hér atvinnu, lægri verðbólgu og stöðugt gengi. Það er aðeins ein ástæða fyrir því að hér er stöðugt gengi, því er handstýrt úr Seðlabanka Íslands með gjaldeyrishöftum. Verðbólgan er enn uppávið en að vísu er spáð lækkun seinna á árinu EF að það verður farið út í stóryðjuframkvæmdir eða aðrar sambærilegar framkvæmdir. Sambærileg framkvæmd gæti til dæmis verið uppbygging flugfélagsins sem að leigir út vélar til heræfinga en enn koma Vinstri Grænir með sínar hugsjónir og koma í veg fyrir það.

Stöðugleikasáttmálinn sem að var líkt við þjóðarsáttarsamningana á sínum tíma hélt aldrei. Fyrir utan brot ríkisstjórnar Íslands á sáttmálanum þá hafði hann aldrei þau áhrif sem að honum var ætlað. Það eina sem að gerðist ef að SA kæmi aftur að samningnum væri hann væri alveg jafn áhrifalaus og hann var í upphafi. Það væri miklu frekar að gera nýjan stöðugleikasáttmála, sáttmála sem að kveði á um það að ríkisstjórn Íslands standi við sín heit og að láta hvern og einn ráðherra Vinstri Grænna skrifa undir sáttmálann þannig að ríkisstjórnin öll standi að sáttmálanum. Það virðist sem að ef að Jóhanna skrifi undir eitthvað, þá standi aðrir ráðherrar með henni og ríkisstjórninni en það virðist ekki það sama gilda um ráðherra VG. Þeim er skítsama þó svo að Steingrímur skrifi undir eitthvað, þau telja sig algjörlega óbundin af því. 

Það sem að Jóhanna er að fara fram á er annað hvort af tvennu, annað hvort kemur SA að stöðugleikasáttmálanum aftur þrátt fyrir brotin fyrirheit ríkisstjórnar Íslands en þá án LÍÚ. LÍÚ slítur þá endanlega samstarfi og sambandi við ríkisstjórnina sem að endar með að flotinn kemur í land og verður látinn liggja bundinni við bryggju. Þetta er ekki farsæl leið. Hinn möguleikinn er að SA hafni því með öllu að koma aftur að stöðugleikasáttmálanum. 

Í hvert skipti sem að ríkisstjórn Íslands getur valið milli leið sátta eða leið átaka þá velur ríkisstjórnin átakaleiðina. Hún hefði getað látið umsókn að ESB bíða þar til kreppan væri yfirstaðin, en nei nú á að kljúfa þjóðina í herðar niður vegna deilna um ESB. Hún hefði getað vísað þessu ómerkilega skötuselsfrumvarpi í sáttanefnd og beðið með að leggja það fyrir þingið og fá það samþykkt en nei aftur velur ríkisstjórn Íslands að fara átakaleiðina og lýsa yfir stríði við SA og LÍÚ. Og ég óttast það að vilji ríkisstjórn Íslands stríð við þessa aðila, þá fái hún stríð. Hvernig væri að skipa stjórn sátta en ekki átaka. Pólitísk átök hafa haldið þjóðinni í heljargreipum síðan fyrir hrun. Pólitíkusanir sjálfir hafa ekki síður brugðist okkur en ríkisstjórn Íslands. Hvernig væri að gefa pólitíkusunum frí og skipa þjóðstjórn sem að þjóðin gæti sameinast á bak við?

 


mbl.is Ræddu um stöðugleikasáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband