Ekki bara fjármálaráðherra heldur þjóðin öll.

Ég held að fjármálaráðherra sé síðasti maðurinn til þess að þurfa beinlínis að taka einhver orð til baka. Hins vegar hefur hann verið sá maður sem að hefur keyrt áfram stanslausann áróður gegn ákveðnum þjóðfélagshópum án þess að þurfa að sanna eða staðfesta orð sín að neinu leiti. Það virðist sem svo að fólk sem að starfaði í bankageira, rak fyrirtæki eða starfaði í fjármálageira sé orðin opinber skotmörk á Íslandi. Um þetta fólk má tala hvernig sem er, það virðist mega kalla þetta fólk þjófa, glæpamenn og óþjóðalýð upp til hópa án þess að þurfa að hafa eitthvað fyrir orðum sínum.

Hér á ég að sjálfsögðu við dómstól götunnar og þessi dómstóll hefur verið iðinn allt síðan að hrunið varð. Þau vísdóms orð að einhver skuli vera saklaus uns sekt hans er sönnuð skipta þennan dómstól engu máli og bara ef að þú rakst fyrirtæki, vannst í banka eða starfaðir hjá fjármálafyrirtæki, þá ertu eðli málsins samkvæmt glæpamaður og ef að ekki er hægt að dæma þig sekann þá eru lögin eða regluverkið svokallaða gallað. Og þessa umræðu hefur ríkisstjórnin kynnt allann tímann meðan að hún hefur verið við völd. Og fyrir dómstóli götunnar fær enginn að verja hendur sýnar, enginn fær að sýna fram á að hann eigi sér málsbætur eða hafi alls ekkert gert sem að brjóti í bága við landslög. Dómstóli götunnar er líka alveg skítsama um staðreyndir, ef að staðreyndir skortir þá bara býr hann þær til. Og dómstóll götunnar er sérstakur að því leyti að hann er bæði saksóknari, dómari og böðull. Þú stendur nakinn og berskjaldaður frammi fyrir dómstóli götunnar og verjendur eru ekki leyfðir. Þú getur ekkert sagt þér til varnar og verður bara að taka hverri þeirri refsingu sem að dómstóll götunnar getur dæmt þig í.

En í því er fólgin það eina sem að getur huggað þá sem að lenda í dómstóli götunnar. Hann getur ekki dæmt þig í fangelsi eða til fjársekta heldur sviptir hann þig aðeins ærunni og mannorðinu. Það er þó huggun harmi gegn að dómstóll sem að styðst hvorki við lög né stjórnarskrá skuli aðeins geta beitt þessu úrræði. 

Hér er ég ekki að verja Jón Ásgeir Jóhannesson en ég dæmi hann ekki sekann heldur. Það getur í mínum huga vel verið að fjöldi manns hafi gerst brotlegt við lög fyrir og í aðdraganda kreppunnar. Hins vegar finnst mér það líka vel hugsanlegt að fjöldi manns hafi ekki gerst brotlegt við lög þó svo það hafi verið hátt sett innan bankakerfisins, fyrirtækja eða fjármálafyrirtækja. Þetta fólk hefur hins vegar allt verið dæmt af dómstóli götunnar. Ég ætla ekki að verja Jón Ásger né mæra hann en tökum þessa beiðni til fjármálaráðherra til okkar allra og lokum dómstól götunnar inni, varanlega. Hann styðst hvort eð er hvorki við stjórnarskrá né lög.


mbl.is Bakkar ekki með nein ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband