Hver er glæpurinn??? (ómaklega vegið að Steinunni Valdísi???)

Styrkveitingar til stjórnmálaflokka eða stjórnmálamanna eru ekki nýjar af nálinni. Það er dýrt, meira að segja fokdýrt að standa í stjórnmálabaráttu og það er ekki sanngjarnt af neinum stjórnmálamanni að ætlast til þess að fjölskylda,vinir eða ættingjar standi straum af hugsjón eins einstaklings. Við viljum að sjónarmið sem flestra nái inn á borð alþingis og því þarf alþingi að samanstanda af fólki sem að sé þverskurður samfélagsins. Þar þurfa að vera fulltrúar hinna ríku og þeirra fátæku, fulltrúar fámennisins og fjölmennisins.

Það kostar peninga að ná til fólksins og hvort sem að við viljum það eða ekki þá eru peningar ráðandi vald í okkar samfélagi. Þannig hefur það alltaf verið og þannig mun það alltaf verða.  Alltaf verða til aðilar sem að telja að þeir geti keypt sér áhrif. Stjórnmálamenn verða fyrir áhrifum víða að. Þeir verða fyrir áhrifum á stjórnmálafundum, fjölmiðlum, í samkvæmum og jafnvel bara við matarborðið heima hjá sér. Hluti þessara áhrifa geta verið menn eða fyrirtæki sem að vilja kaupa stjórnmálamennina. Við verðum að treysta stjórnmálamönnunum til þess að gera það sem þeir telja að sé rétt. Að stjórnmálamaður sem að fær styrki sé ekki að selja skoðanir sínar eða atkvæði. Það eitt og sér að þiggja styrki má ekki gera fólk vanhæft. Þá erum við nefninlega að útiloka ákveðinn hluta hóps frá stjórnmálabaráttu.

Steinunn Valdís tók við styrkjum, Guðlaugur Þórðarson líka og fjölmargir fleiri. En enginn getur bent mér á mál sem að kom til kasta Alþingis þar sem að þingmennirnir beittu atkvæði sínu í þágu einhvers sem að styrkti þá. Þar væri glæpurinn kominn. Enginn hefur bent á að fyrirtæki eða einstaklingur hafi raunverulega keypt tiltekna niðurstöðu Alþingis. Nei hefur verið bent á styrkveitinguna sem glæp. Það er hún ekki. Styrkveiting til stjórnmálamanna er heimil, upp að reyndar ákveðnu marki.

Og svo annað, var ómaklega vegið að Steinunni Valdísi??? Er það eðlilegt að gagnrýni á störf eða hegðu stjórnmálamanna þröngvi sér alla leið inn á heimili þeirra? Er eðlilegt að gagnrýni á störf eða hegðun stjórnmálamanna þröngvi sér leið inn í sálir barna þeirra? Mitt svar er nei. Það er svo langt frá því að vera eðlilegt. Er Austurvöllur ekki nógu stór? Þar starfa þingmennirnir, hvers vegna ekki að fá að rabba við þá fyrir utan Alþingishúsið þar sem að þeir starfa í stað þess að sitja um þá á heimilum fólks?

Ég er frjálslyndur hægrimaður, þið megið geta ykkur til um hvaða flokk ég styð en Steinunn Valdís hlýtur minn stuðning í þessu máli. Þarna er vegið að hæfum stjórnmálamanni sem að mínu viti staðið fjarri hugtökum eins og spillingu. Ég hef aldrei þekkt hana af öðru en heiðarleika og ég fordæmi það fordæmi sem að verið er að búa til með þessari afsögn. Aðeins þeir efnameiri og ríku eiga að taka sæti á Alþingi, það er ljóst.


mbl.is Steinunn Valdís segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jóhann Pétur - þakka þér - ég var heldur einmana í því að berja á galdraofsóknarliðinu -

Gagnrýni er eitt - ofbeldi gegn stjórnmálamönnum er annað.

Árásirnar - að ekki sé talað um árásir á heimili fólks eru ólíðandi.

Þetta er að verða þjóðfélag sem lætur stjórnast af ofbeldisfullum smáhópum sem komast upp með hvað sem er í "nafni lýðræðis".

Það er ekki í anda lýðræðis að taka fólk af lífi opinberlega - hvorki í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu.

Þessu ofsóknum verður að linna - annars verður enginn friður hér - Heilbrigðisráðherra kynnti eldana á sínum tíma - kanski þeir fari að brenna á henni sjálfri.

Ekki vegna styrkja heldu vanhæfi í starfi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.5.2010 kl. 20:43

2 identicon

Það getur varla verið mekilegt fólk sem þarf að borga háar fjárhæðir til að komast til valda. Ef að fólk fer ekki inn á eigin verðleikum hefur þjóðin enga þörf fyrir það.

axel (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 20:45

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Prófkjör kosta peninga -

hástemmdar prófkjörsherferðir eins og tíðkuðust - kostuðu mikla peninga - sem betur fer er búið að breyta reglum um styrki til flokka og frambjóðenda - ´m.a. að frumkvæði Guðlaugs Þórs.

Þetta er vel og var nauuðsy.

Förum nú að slaka á ofóknunum og förum að snúa okkur að því að byggja upp og því að koma stjórninni frá

KOSNINGAR Í HAUST

Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.5.2010 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband