20.7.2010 | 06:32
Byggðastofnun fyrst til þess að verða fyrir höggi.
Grunnurinn að svokallaðir fyrningarleið sem að Samfylkingin og Vinstri Grænir hafa boðað er upptaka aflaheimilda. Fylgismenn þeirrar leiðar einblína á sanngirnissjónarmið varðandi sjávarútveginn. Það er bæði rétt og eðlilegt að nýting auðlinda sjávar sé á sem sanngjarnastan hátt. En eins og öll mál er til önnur hlið og önnur sjónarmið. Þá hlið hafa LÍÚ og fleiri hagsmunaðilar í sjávarútvegi reynt að kynna en það er efnahagshliðin, áhrif upptöku aflaheimilda á sjávarútvegsfyrirtækin.
Nú er Byggðastofnun ekki sjávarútvegsfyrirtæki en lánveitingar hennar setur hana í sömu stöðu og sjávarútvegsfyrirtækin. Þetta er ekki fyrsta staðfestingin á því að hvað fylgir ef upptöku aflaheimilda verður beitt gegn sjávarútvegsfyrirtækjunum. Áður hefur Landsbankinn varað við áhrifum á bankann af sömu ástæðu og Byggðastofnun varar við áhrifunum á frjálsum rækjuveiðum, og skýrsla Price Water House Coopervar líka mjög afdráttarlaus varðandi áhrif á sjávarútvegsfyrirtæki ef að fyrningarleiðin yrði farin.
Seinni hluti þessarar hugmyndar um fyrningarleið er svo að það skapaðist einhvers konar ríkisleigumarkaður þar sem að ríkið leigði þeim sem að vildu nýta auðlindir hafsins kvóta til eins árs í senn. Leigan yrði þá gegn einhverju gjaldi sem að færi þá í ríkiskassann. Í þessu samhengi vil ég nefna að ríkið hefur fyrir tekjur af sjávarútvegi, bæði launatekjur en ekki síður fjármagnstekjur. Það er ekki eins og ríkið og þar með þjóðin njóti einskis af sókn í auðlindir hafsins. En nú getum við aðeins ímyndað okkur hvar þessi kostnaður kæmi niður, þessi leigukostnaður vegna leigu á aflaheimildum. Margir sjómenn óttast að kostnaðurinn skiptist einfaldlega milli útgerðar og sjómanna, alveg eins og allur annar kostnaður sem að fellur aukalega á útgerðina, sjómenn fá alltaf sinn skammt af þeim kostnaði.
Einhvers staðar liggur lausnin að sáttum um nýtingu auðlinda hafsins. En það verður að vera tryggt að útgerðin og þeir sem að starfa hjá útgerð og vinnslu verði ekki fyrir skaða af breytingunum.
Talsvert fé bundið í rækjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"...Grunnurinn að svokallaðir fyrningarleið sem að Samfylkingin og Vinstri Grænir hafa boðað er upptaka aflaheimilda..."
Hvernig er hægt að gera upptækar aflaheimildir hjá aðilum sem eiga engar aflaheimildir?
Getur einhver útgerðarmaður á Íslandi lagt fram skjal sem sannar eignarrétt hans á kvóta?
Það sem ríkið getur gert og á að gera er að hætta að gefa verðmætar og eftirsóttar veiðiheimildir. Setja þær síðan á árleg uppboð til að eigendur fá eðlilegan arð af eign sinni.
Sjá tillögu um uppboðskerfi á http://www.uppbod.net
Finnur Hrafn Jónsson, 20.7.2010 kl. 20:01
Þessar hugleiðingar þínar er hin hlið málsins. Ég er að kynna efnahagshliðina, áhrif útgerðana sem að hafa borgað fyrir eitthvað sem á að taka í burtu. Ef að þú hefur sannarlega borgað fyrir eitthvað, þá verður þú fyrir skaða ef það er tekið af þér. Það er bara allt annar handleggur hvort að útgerðamenn geti sannað að þeir eigi eitthvað eða ekki. Áhrif fyrningarleiðar koma fram í rekstri Byggðastofnunar og þetta er klárlega útúrsnúningur að benda á einhver sanngirnissjónarmið í því samhengi. Það geta allir haft sínar skoðanir hver á að eiga hvað en það er hins vegar óhrekjanleg staðreynd að upptaka aflaheimilda er skaðræðishögg fyrir sjávarútveginn. Það sést svo ekki verður um villst á þessari ákvörðun sjávarútvegsráðherra.
Hvert á ætlaður kostnaður sem að útgerðin þarf að bera ef að þessi uppboðsleið verður farin, að lenda??? Lendir hún einhvers staðar annars staðar en á sjómönnum? Með þessari uppboðsleið er líka eitt annað gefið í skyn, að þjóðin og ríkið hafi engar tekjur af sjávarútvegi. Hvert fer skattfé sjómanna? Nýtur þú ekki meðal annarra góðs af því?
Jóhann Pétur Pétursson, 28.7.2010 kl. 07:22
Að sjálfsögðu bera þeir skaða sem hafa keypt köttinn í sekknum, það gefur auga leið.
Hugsanlegt tap Byggðastofnunar er smámunir í samanburði við árlegt tap ríkisins af því að gefa aflaheimildir sem væri sennilega hægt að fá 30 miljarða fyrir á markaði á hverju ári.
Uppboð á aflaheimildum er algjör nauðsyn fyrir sjávarútveginn, þó ekki væri nema til að tryggja eðlilega endurnýjun í greininni. Þekkt er úr öðrum atvinnugreinum þar sem skortur er á endurnýjun að þeim hnignar með tímanum. Menn lufsast áfram í útgerðinni vanhæfir, einungis vegna þess að þeir fá ókeypis kvóta í arf. Aðrir sem væru miklu hæfari til að gera út komast ekki að vegna ríkjandi lénskerfis.
Fyrning og síðan uppboð á aflaheimildum hefur engin áhrif á það hvað mikið verður veitt við Íslandsstrendur og hversu marga sjómenn þarf til þess. Að hluta til verða það aðrir útgerðarmenn vegna þess að þeir sem einungis þrífast á gjafakvótum hljóta að víkja.
LÍÚ keppist við að segja okkur að það sé ekki mikill hagnaður af útgerð og enginn afgangur til að kaupa kvótana. Ef þetta er rétt fara kvótarnir á 0 krónur á markaði og engin breyting verður á því hverjir gera út. Trúir einhver að þetta muni gerast?
Á undanförnum árum hafa útgerðarmenn fengið hundruð miljarða af auðlindarentu í vasann. Ég get ekki séð að þetta hafa lent hjá sjómönnum. Þvert á móti hafa menn notað peninginn í útrásarævintýri eða einfaldlega gengið út úr greininni með stórar summur. Reyndar hafa menn skotið svo hrottalega yfir markið að útgerðin situr eftir með 500 miljarða skuldahala með skipastól að verðmæti 150 miljarðar.
Nú vilja útgerðarmenn fá kvótann frítt svo þeir geti borgað niður skuldahalann og byrjað upp á nýtt. Tjónið af fyrningunni lendir aðallega hjá bönkunum og kröfuhöfunum í gömlu bankana. Tjónið á líka að lenda þar vegna þess að þeir voru með lélega áhættustýringu og eiga að taka skellinn.
Að sjálfsögðu reynir LÍÚ að stilla dæminu þannig upp að sjómenn verði fyrir skerðingu. Getur einhver bent á að sjómenn hafi verið að fá hluta af auðlindarentunni í sinn vasa? Það eina sem mun breytast hjá sjómönnum er að hluti þeirra kemur til með að vinna hjá öðrum útgerðarmönnum. Hluti sjómanna mun einnig sjálfur hefja útgerð, því að eftir að farið verður að bjóða kvóta upp stendur spurningin bara um hæfni en ekki aðgang að gjafakvótum.
Finnur Hrafn Jónsson, 28.7.2010 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.