Viðbrögð ríkisstjórnar vantraust á störf nefndarinnar.

Það blasir við að ríkisstjórn sem að ætlar að setja niðurstöðu nefndar í sérstaka rannsókn hefur ekki mikla trú á störfum þeirrar nefndar. Nefndinni er því varla stætt á að vinna undir ríkisstjórn sem að treystir henni ekki. Það hlýtur því að verða fyrsta verk iðnaðarráðherra að skipa nýja nefnd, nefnd sem að getur mögulega notið trausts stjórnvalda. Eða er um raunverulegt vantraust að ræða?

Vinstri Grænir hafa tekið afstöðu í þessu máli það er þeir vilja ekki sjá þessi kaup. Samfylkingin hafði hins vegar ekki neitt við þessi kaup að athuga fyrr en að órólega deildin í VG fór að hóta því í fjölmiðlum að slíta stjórnarstamstarfinu. Þá var fundin sú málamiðlun milli þessara flokka, nú þegar stjórnarsamstarfið var í hættu að gera allt málið tortryggilegt og setja það í sérstaka rannsókn.

En hvað ef sú rannsókn leiðir ekkert tortryggilegt í ljós, heldur þvert á móti eyðir allri tortryggni í garð einkavæðingar HS Orku og kaup Magma Energy? Ætlar órólega deildin að slíta stjórnarsamstarfinu vegna kaup á einu orkufyrirtæki sem að þar að auki leigir auðlindirnar, á þær ekki? Það ber að hafa í huga að stærsta orkufyrirtækið, Landsvirkjun er enn í eigu þjóðarinnar og eftir því sem ég best veit hefur fjármálaráðherra ekki hug á að selja Landsvirkjun. Ef að það stæði til þá myndi ég skilja vel afstöðu órólegu deildarinnar.

Ég held að nefnd um erlenda fjárfestingu séu hafðir að leiksoppum í pólitískum sandkassaleik milli VG og Samfylkingar. En þetta mál sýnir best vandræðaganginn í þessari blessuðu ríkisstjórn.


mbl.is Telur Magma-niðurstöðu rétta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þetta er mikill viðsnúningur hjá Jóhönnu Sigurðardóttir Forsætisráðherra sem er búinn að gala það manna hæðst að Auðlindir Íslendinga eiga að vera 100% í eigu Þjóðarinnar... 50% segir hún núna...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.7.2010 kl. 09:47

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Vandamálið er að eignarhaldið á auðlindinni raskast ekkert við það að Magma Energy eignist HS Orku því að HS Orka á engar auðlindir. Ef að þú leigir íbúðina þína, hvort telst þú eða leigjandinn vera eigandinn að íbúðinni? Ert það ekki þú? Og eru þá ekki auðlindirnar ekki ennþá í eigu Íslendinga? En arðsemin mun klárlega fara úr landi. Magma Energy mun njóta ágóðans af þessum auðlindum, næstu 65 árin hið minnsta. En það er beinlínis rangt að segja að auðlindirnar séu ekki í okkar eigu.

Jóhann Pétur Pétursson, 30.7.2010 kl. 05:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband