Annar hvor þeirra, veit ekkert um hvað hann er að tala.

Hvað hét frumvarpið aftur sem að fjalla um Icesave málið? Frumvarpið sem að var flutt og samþykkt síðasta sumar af Alþingi, hafnað af Bretum og Hollendingum og flutt aftur í töluvert breyttri mynd síðasta vetur sem að endaði með harmleik vinstri manna. Vinstri sinnaði forsetinn hafnaði frumvarpinu.

Það frumvarp hét og heitir ef ég man rétt lög um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbanka hf í Hollandi og Bretlandi. Tilgangur frumvarpsins er sá að ríkissjóður gangist í ábyrgðir fyrir íslenska Innistæðusjóðsins til þess að standa straum af greiðslum vega Icesave reikninganna. Nú legg ég áherslu á orðið ríkisábyrgð. En nú kemur maður sem að fulltrúi í framkvæmdastjórn ESB og segir að ekki sé ríkisábyrgð á innistæðusjóðum. Innistæðusjóðir einfaldlega borgi það sem að þeir geti borgað og þar við situr. Rest eigi aldrei að falla á viðkomandi þjóðríki. En að sögn Steingríms J. Sigfússonar þá breytir þetta engu. Viðræður um ríkisábyrgð við Hollendinga og Breta haldi áfram á fullu.

Annað hvor þessara manna veit ekkert hvað hann er að tala um og nema að ég hafi misskilið máli  svakalega þá hallast ég að því að sá maður sé Steingrímur Jóhann Sigfússon.


mbl.is Staða Íslands í Icesave-deilu hefur styrkst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt með hann Steingrím. Hann hefur skipt um skoðun í nánast öllum málum, stundum oftar en einu sinni. Hann hefur aldrei skipt um skoðun í þessu enda landaði vinur hann svo glæsilegum samningi í upphafi.

Hann virðist því miður vera tilbúinn til að fórna þjóðinni frekar en að kyngja eigin stolti. Er ekki þversögn í því að hann viðurkennir ENGIN mistök í þessu ferli af sinni hálfu á sama tíma og ekkert mál hafi verið jafn oft rekið ofan í kok ráðherra, af alþingi, forseta og almenningi.

Björn (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 01:07

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Jóhann,

Hallast að þessu líka.  Það hlýtur að hafa áhrif á stöðu Íslands að fólk í framkvæmdastjórn ESB haldi því fram að það sé ekki ríkisábyrgð á innistæðum, þegar IceSave deilan stendur um það hvort Ísland beri ábyrgð á innistæðum á IceSave.  Það er eitthvað bilað einhversstaðar í þessum málflutningi.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 1.8.2010 kl. 02:07

3 identicon

Það er eins og að EES og fjórfrelsið hafi algerlega gleymst hér síðustu ár eða þá að það hafi aldrei síast inn í "kerfið" hér á Íslandi.

Þessi mismunun eftir búsetu sem átti sér stað í október 2008 verður auðvitað ekki liðin af Bretum og Hollendingum.  Sérstaklega ekki eftir samskipti þeirra við ráðamenn hér á Íslandi í aðdraganda hrunsins.

Þess vegna neyðumst við til að greiða þetta Icesave klúður.  Ég er mjög ósáttur við það, en ekki er ég sáttur við alla þá reikninga sem ég fæ í gegnum lúguna.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 03:47

4 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Nú er ég ekki alveg að skilja það sem að síðasti ræðumaður er  að fara. Jú það er rétt fjórfrelsið snýst um meðal annars frjálst flæði á peningum. En fjórfrelsið fjallar ekkert um það hvað skal gera við innistæður banka í einu landi sem að voru lagðar inn af fólki í öðru landi. Landsbanki Íslands var aðeins með útibú í Bretlandi og Hollandi, raunverulegi bankinn var á Íslandi. Það er jú frjálst flæði á peningum. En hvað skal gera þegar sá banki fer á hausinn og getur ekki staðið við skuldbindingar sínar í öðrum löndum??? Fjórfrelsið fjallar ekkert um það.

Auk þess snýst þetta ekki um að borga reikninga. Þegar fyrirtæki fer á hausinn eru alltaf afskriftir. Aldrei fæst allt upp í allar kröfur. En til þess að innistæður séu alltaf tryggðar þá er til innistæðusjóður. Sá sjóður fær væntanlega allar eignir Landsbanka Íslands til þess að geta staðið straum af að minnsta kosti lágmarksfjárhæð. Bretar og Hollendingar eru búnir að greiða allar innistæður sem nemur lágmarksfjárhæð. En spurningin er, á íslenski innistæðusjóðurinn að borga allt sem hann getur og rest að falla á ríkið, eða á íslenski innistæðusjóðurinn aðeins að borga það sem að hann getur sem að er allt sem að fæst fyrir eignir Landsbankans? Um það fjallar fjórfrelsið ekki heldur.

Það er því beinlínis rangt að tengja þetta fjórfrelsinu vegna þess að hugtakið fjórfrelsið var ekki upphugsað fyrir það þegar að banki fer á hausinn. Það nær ekki svona djúpt. Ég held að það sem að menn eru að átta sig á í ESB er að kreppan hefur búið til þörf fyrir miklu strangari leikreglur milli ríkja. Hvernig gera menn upp bankastarfssemi milli ríkja?

Jóhann Pétur Pétursson, 1.8.2010 kl. 04:06

5 identicon

Fjórfrelsið byggir á því að allir eiga að vera jafnir innan ESB og þar með EES.  Það má ekki mismuna eins og gert var.

En hugsun þín Pétur er að hluta til ástæða þess af hverju landið er statt þar sem það er.  Ekki þín vegna kanski;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 04:15

6 identicon

Við hugsum of mikið sem þjóð hvað vit getum fengið en ekki hvað það kostar.  Það kom okkur um koll.

Með fjórfrelsinu fáum við eitthvað en það kostar líka eitthvað og það er agi, sem er landlægur hér á landi.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 05:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband