Loksins en ein athugasemd...

Það er löngu kominn tími á vandaðri lagasetningu frá Alþingi. Þessu ber að fagna enda alltof mörg dæmi um mistök í lagasetningu.

En, mér finnst að það mætti alveg útfæra þetta víðtækar. Af hverju eiga bara stjórnarfrumvörp að fara í gegnum sérstakt gæðaeftirlit áður en frumvarpið er lagt fram á Alþingi? Ég vil að öll frumvörp, alveg sama hvort að það sé ráðherra úr ríkisstjórn Íslands, stjórnarþingmaður eða stjórnarandstöðuþingmaður sem flytur þau, fari í gegnum eins konar gæðaeftirlit áður en það kemur fyrir Alþingi. Mistök í lagasetningu og að það að menn sjái ekki afleiðingar frumvarpa frá Alþingi fyrr en eftirá eru ólíðandi og þess vegna ber Alþingi að sjá til þess að alltaf sé vandað til verka. Þess vegna finnst mér þessi skrifstofa eða þetta gæðaeftirlit eigi heima hjá Alþingi því að þar eru það er Alþingi sem að hefur löggjafarvaldið, ekki forsætisráðherra eða forsætisráðuneytið. Þessi skrifstofa ætti því að heyra undir forseta Alþingis því að það er forseti Alþingis sem að tekur samþykkt lagafrumvörp og leggur þau fyrir forseta Íslands til samþykkis.


mbl.is Meðferð stjórnarfrumvarpa endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband