Er héraðsskólavæðingin af hinu góða?

Ég skil vel þau sjónarmið dreifbýlisstaða að vilja fá skóla heim í hérað. Það er súrt fyrir bæjarfélag sem þar sem að fólksfækkun á sér stað að þurfa að horfa á eftir ungu fólki í nám, vegna þess að hættan er alltaf sú að unga fólkið komi ekki til baka.

En er þetta heillavænleg þróun. Nú höfum við séð nýja framhaldsskóla skjóta upp kollinum á síðustu árum, þó aðallega á Vesturlandi. Á Vesturlandi eru t.d 37 kílómetrar á milli tveggja framhaldsskóla, Menntaskólans í Borgarfyrði og svo Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. Svo er einn framhaldsskóli enn í Ólafsvík. Hins vegar hafa framlög til framhaldsskóla á Íslandi ekki aukist í samræmi við fjölgun framhaldsskóla. Þannig þurfa aðrir skólar að taka á sig skerðingu til þess að hægt sé að stofna nýjan. Nú borgar ríkið ákveðna upphæð með hverjum nemenda en á móti kemur að allir skólarnir hafa fasta kostnaðarliði óháð því hvort að nokkur nemandi komi í skólann. Skólinn þarf að eiga húsnæði, hann þarf að reka húsnæðið og þar fram eftir götunum.

Ef við tökum þennan nýja skóla til dæmis þá hefðu nemendurnir sem að hefja það nám að hafa annars farið í líklegast VMA eða MA. Þessir skólar tapa nemendum sem að þýðir að minni peningar til þess að borga fastann kostnað. Það hlýtur að leiða til þess að rekstur annarra skóla verður erfiðari.

Og svo sjáum við að rekstur nýju skólanna er ekki svo burðugur heldur. Menntaskóli Borgarfjarðar er t.d. á góðri leið með að setja sveitarfélagið Borgarnes á hausinn. Hluti af skýringunni þar er að vísu sú að þar var byggt í stíl ársins 2007.

Framundan er 6-9% niðurskurður í menntakerfi landsmanna. Því spyr maður sig hversu góð hugmynd það sé að fjölga skólunum, fjölga stofnunum sem að þurfa að borga fasta kostnaðarliði. Því þegar á öllu er botnin hvolft þá snýst hagkvæmni rekstrar, stofnanna sem annarra, um það að fá eins marga og hægt er til þess að borga niður fasta kostnaðinn. Ef eftir því sem að færri einingar (í þessu tilfelli nemendur) borga niður fasta kostnaðinn, þeim mun óhagkvæmari er reksturinn.


mbl.is Sjáum unga fólkið meira heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Smá leiðrétting, framhaldsskólar á Akureyri eru fullir og er mikið af ungu fólki vísað frá, sérstaklega VMA svo að þeim verður ekki af nemendum, þessi skóli er einnig að kenna nám sem ekki er í skólum á Akureyri og önnur nám sem hvergi annarsstaðar á landinu eru kennd og fókusera á nám tengd svæðinu eins og t.d fisktækni. Meiri upplýsingar http://www.mtr.is/is/page/ferdir-og-utivist 

Jökull (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 15:59

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

já já, hversu oft hefur maður ekki heyrt þetta að nýi skólinn sé að gera eitthvað allt annað en allir hinir. En þeir munu samt takast á um sömu skerðinguna. Og fullur skóli segir ekki neitt ef að peningarnir sem að þarf til þess að reka hann skila sér ekki. Þá kemur bara minna með hverjum nemanda ef að ríkið þarf að skera niður. Ég var í VMA í fjögur ár og jú skólinn er fullur en samt fær skólinn ekki þær tekjur til þess að reka sig? Segir það þér ekki eitthvað?

Þessi héraðsskólavæðing er bara algjör þvæla því að við erum að auka fastann kostnað í kerfinu. Meira fer í að halda við skólabyggingum en minna mun fara í að mennta sjálfa nemendurna.

Jóhann Pétur Pétursson, 22.8.2010 kl. 17:24

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Að tengja skóla við atvinnulífið er eitthvað sem margborgar sig í framtíðinni fyrir unga fólkið.

Skóli án verkmenntunar er í raun að gera bara hálft gagn. M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.8.2010 kl. 21:27

4 identicon

Sæll

Fleiri leiðréttingar.

Það er ekki framhaldsskóli í Ólafsvík. Það er aftur á móti framhaldsskóli í Grundafirði.

Það er ekki til sveitarfélag sem heitir Borgarnes. Til er sveitarfélag sem heitir Borgarbyggð.

Jóhannes (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 10:49

5 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

hvernig væri að reyna að ná inntaki greinarinnar frekar en að koma með bjánaleg komment. Borganes og Borgarbyggð er nákvæmlega sami staðurinn, hefur alltaf verið það og mun alltaf verða það. Og hvort sem að framhaldsskólinn á Snæfellsnesi er einhvers staðar annars staðar en á Ólafsvík þá breytir það ekki þeirri staðreynd að það er framhaldsskóli á Snæfellsnesi.

Jóhann Pétur Pétursson, 27.8.2010 kl. 04:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband