Löngu kominn tími til að Akranes og Borganes segi skilið við OR

Reykjavíkurborg hefur alltaf ráðskast með forstjórastöðu Orkuveitu Reykjavíkur eins og þeim sýnist. Þessi staða hefur löngum verið pólitískt bitbein í borgarpólitíkinni en aðrir hluthafar hafa aldrei haft nokkuð um skipan forstjórastöðu að segja. Reykjavíkurborg hefur alltaf litið á Orkuveitu Reykjavíkur sem eina af stofnunum Reykjavíkurborgar en ekki fyrirtæki sem að Reykjavíkurborg á meirihluta í. Þannig hafa hagsmunir minni eigenda alltaf verið virtir að vettugi og ekki nóg með það, minni hluthöfum hefur verið haldið utan við álitamál innan Orkuveitu Reykjavíkur. Þegar Rey málið stóð sem hæst voru það borgarfulltrúar Reykjavíkur sem að tókust á um álitaefnin en bæjarfulltrúar annarra sveitarfélaga sem að eiga hlut í Orkuveitu Reykjavíkur ekki kynnt málið, hvað þá að beðið væri um afstöðu þeirra til málsins.

Ástæðan fyrir því að Akranes og Borganes fóru inn í OR var til þess að lækka kostnað bæjarbúa við hitaveitu. En nú þegar að gríðarleg hækkun stendur fyrir dyrum, hækkun sem að er komin til vegna þess að hugsanlega hefur OR farið fram úr sér í fjárfestingum og uppbyggingu annarra á öðrum sviðum heldur en í hitaveitu þá spyr maður sig, til hvers eru þessi sveitarfélög enn hluthafar í OR? Af hverju ekki bara selja hlutina aftur og leyfa borgarfulltrúum Reykjavíkur að gera eins og þeir hafa alltaf gert, ráðskast með OR eins og þeim sýnist.


mbl.is Krefjast eigendafundar í OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband