Jákvæð ákæra...

Björgvin G. Sigursson er sennilega eini maðurinn í heiminum sem að þarf að taka við ákæru, ákæru sem að getur bæði leitt til fangelsisdóms og/eða fésektar með bros á vör. Þó svo að mér þyki sennilegt að ráðherrarnir, fleiri eða færri, fá á sig ákæru þá sé ég hins vegar ekkert jákvætt við það. Þeim sem að finnst jákvætt við það að fólk sé hugsanlega dæmt til refsingar eru svo sannarlega nornaveiðarar.

En ekki misskilja mig, mér finnst löngu kominn tími til þess að ráðherraábyrgð sé einhver ábyrgð. Til dæmis myndi ég vilja sjá ráðherra dregna fyrir landsdóm í hverri einustu viku. Í hverri einustu viku kemst upp um ósannindi ráðherra eða þá að menn séu sífellt að tala í kringum sannleikann. Ég get ekki séð, hvað hegðun ráðherranna varðar, að nýju ráðherrarnir séu neitt betri en þeir sem að eru nú dregnir fyrir dóm. Kannski ættum við að draga núverandi ráðherra fyrir dóm áður en að eitthvað skelfilegt gerist, samanber það að hér muni ríkja stöðnun og afturhald í áratug eða meira.

En það er ekkert jákvætt við það að fólk sé ákært, hvort sem er fyrir landsdómi eða öðrum dómi. En þetta verður kærkomið tækifæri fyrir ekki bara þessa ráðherra til þess að hreinsa nafn sitt heldur einnig fleiri öflum sem að hafa legið undir ámæli vegna hrunsins. Kannski, bara kannski, kemur í ljós að flokkar, menn og stjórnmálastefnur eiga sér málsbætur þó illa hafi farið. Um allt og alla var fjallað í þessari frægu skýrslu en sú skýrsla er skelfilega einsleit og fjallar aðeins um þá hlið sem að þjóðin vildi heyra. Öll mál eru nefnilega eins og peningar, með að minnsta kosti tvær hliðar. Kannski fær hin hliðin, sú hlið sem að nær enga umfjöllun hefur fengið í skýrslunni frægu né æ síðan, fái meira rými í almennri umræðu. Það væri þá tími til kominn.

En Björgvin G. Sigurðssyni er vorkunn, að liggja undir þrýstingi frá sjálfum forsætisráðherra að taka við ákæru um embættisglöp með bros á vör. Að þurfa að liggja undir slíkum ásökunum er aldrei gleðilegt, alveg sama hver á í hlut en með svona vitleysu er hálfu verra.


mbl.is Jóhanna beitti þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband