Hvert hleypur Björn Ingi Hrafnsson næst?

Gífuryrðii eins og mannleysa, mannrola koma upp í huga mér þegar ég les um gjörðir Björs Inga Hrafnssonar í dag. Ekki nóg með að hann gangi bak orða sinna, innan við sólarhring eftir að hann fullvissaði borgarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að samstarfið myndi halda áfram, þá var hann ekki einu sinni maður til þess að tilkynna þeim það sjálfur. Ég til að með atburðum síðustu daga hafi Björn Ingi Hrafnsson sýnt hvernig pólitíkus hann er, og hvers félagar hans í meirihluta borgarstjórnar mega vænta af honum. Þeim var kannski alveg sama þótt að hann sviki tæpan helming borgarfulltrúa, þráin að komast í völd er kannski svo sterk að hún skyggir á allt annað. Degi B. Eggertssyni var tíðrætt í gær um skynsemi. Hvaða skynsemi er í því að fara í samstarf með borgarfulltrúa sem ekki er maður til þess að leysa ágreiningsefni, er ekki maður sem stendur við orð sín og er ekki maður til þess að koma heiðarlega fram? Hann var ekki einu sinni maður til þess að hitta borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins og tilkynna þeim samstarfsslitin, þó að þau ættu að heita samstarfsmenn í borgarstjórn. Og ég velti hvert hleypur Björn Ingi Hrafnsson næst?

Við Skagamenn höfum nú fengið að kynnast því hvers má vænta af Birni Inga Hrafnssyni. Þegar upp kom sú staða að HB Grandi flytti sína starfssemi upp á Akranes stóð Björn Ingi í vegi fyrir þeim fyrirætlunum. Það var ekki möguleiki að athuga með samstarf við stærsta útgerðaraðilann á svæði Faxaflóahafna. Nei, hann hafnaði algjörlega flutningnum. Með hvaða hagsmuni í huga? Faxaflóahafna? Nei, Akurnesinga? Nei eingöngu Reykvíkinga.

Ég held að Björn Ingi Hrafnsson sé stjórnmálamaður á mjög lágu plani. Önnur eins mannleysa hefur ekki sést í há herrans tíð í íslenskum stjórnmálum, og hafa þær þó verið margar mannleysurnar sem hafa komið úr Framsóknarflokknum á síðustu árum. Ég legg til að Framsóknarflokkurinn verði hér eftir kallaður mannleysuflokkurinn.


mbl.is Vilhjálmur: Ákvörðun Björns Inga um samstarfsslit fyrirvaralaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband