Þyrlu þangað líka?

Ok núna vilja Ísfyrðingar fá þyrlu, Akureyringar vilja fá þyrlu og líka þeir fyrir austan. Án efa, miðað við fyrri málfluting Vestmannaeyinga þá vilja þeir örugglega fá þyrlu en ég spyr bara hvað ætlum við að eiga margar þyrlur?

Án gríns held ég að með því að setja eina þyrlu á hvern stað er verið að búa til einhverja öryggistilfinningu sem er að fölskum forsendum. Þó svo að Landhelgisgæslan sé með 4 þyrlur í rekstri þá er langur vegur frá því að það séu alltaf 4 þyrlur klárar í útkall. Oft eru þær bara 2 og stundum bara ein. Um daginn var ég að þyrluæfingu hjá Slysavarnaskóla Sjómanna og þá var okkur sagt að eina flughæfa þyrlan hjá L.H.G væri TF-EIR Hvaða aukið öryggi er það fyrir fólk fyrir austan ef að þyrlan sem er þar er t.d. í 5000 flugtíma skoðun sem tekur t.d. mánuð? Þá þarf að treysta á þyrlu sem kæmi t.d. frá Akureyri eða bara úr Reykjavík. Ef að við ætlum að eiga flughæfa þyrlu í hverjum einasta landfjórðungi allt árið um kring hvað þurfum við þá að eiga margar? Átta þyrlur?

Og hvaða tímasparnaður er fenginn með þyrlu í öllum landsfjórðungum? Á korti í aðstöðu flugmanna í flugskýli L.H.G eru dregnir hringir út frá Reykjavík eftir því hve langan tima tekur að fljúga að hringnum. Það var dreginn hringur í 10 mín. flugtíma, 20 og svo framvegis. Á þessu korti sást að það tekur 50 mínútur að fljúga á Langanes. Ef þú lendir í alvarlegu bílslysi þá ertu kominn á suður eftir u.þ.b. 2 tíma. Þyrla sem legði af stað frá Egilsstöðum eða Akureyri er alltaf fljótari á staðinn EN hún er alltaf jafnlengi til Reykjarvíkur sem að hlýtur að vera áfangastaðurinn því að þar er fullkomnasta sjúkrahús landsins og þangað eru alvarlega slasaðir sjúklingar alltaf fluttir. Þannig að þó hún sé 20 til 30 mín. á slysstað þá eru samt einn og hálfann tíma á sjúkrahús, fyrir sunnan. Kannski er hægt að bjarga einhverjum mannslífum með þessum 20-30 mín en ég dreg það stórlega í efa.

Ég held að ef við förum að dreifa þyrlunum þá muni rekstraröryggi þeirra minnka sem þýðir að öryggi landsmanna minnkar. Hvað ef þyrlan í Reykjavík er biluð? Eiga þá tveir þriðju þjóðarinnar að treysta á þyrlu frá Ísafyrði, eða Akureyri. Ég held að þyrlurnar hvar sem þær verða séu best geymdar á sama stað. Það má koma með rök eins og að setja öll eggin í eina körfu en með þær allar á sama stað þá tryggir það að allir landsmenn hafa jafnann aðgang að minnsta kosti einni þyrlu.


mbl.is Vilja láta endurskoða staðsetningu þyrlna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja, það verða nú líka slys á sjó og mætti alveg taka það inn í dæmið.

Það hlítur að teljast meira öryggi að hafa eina þyrlu í hverjum landsfjórðungi _þó_ að einungis sé ein eða tvær virkar í einu.

 Ef mig misminnir ekki þá eru fjórar þyrlur til staðar í landinu eins og er, og þykir mér fásinna að hafa þær allar á einum stað, og ef ég man rétt þá er á borðinu að fjölga þeim.

Svo er annað, í mörgum slysum eru það mínútur jafnvel sekúndur, sem skipta máli.

kkv, S.Ú.Þ

Samúel Úlfur Þór (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband