3.11.2007 | 13:53
Vélfræði.... á dönsku.
Ég held að kennarinn minn í vélfræði sé veruleikafirrtur. Hann fer á hundavaði yfir fleiri tugi blaðsíðna og segir svo þessa skemmtilegu setningu... svo lesið þið þetta bara heima og glósið. Þetta er vélfræði, um katla, á dönsku. Veit hann ekki hvað þetta er mikil vinna???? Þó maður hafi orðabók við höndina hjálpar hún ekki mikið þar sem að það eru ekki mörg tækniorð sem hafa ratað í bókina. Hefur maðurinn einhvern tíma lesið bókina???? Í nótt eyddi ég u.þ.b. tveimur tímum í að lesa og glósa í vélfræði. Ég komst í gegnum eina og hálfa blaðsíðu. Núna er ég 22 blaðsíðum á eftir kennaranum og næsti tími er á mánudaginn. Ef ég vaki alveg þangað til á mánudagsmorgunn við það að læra í vélfræði og læri ekkert annað(og geri ekkert annað) þá á ég kannski séns á að ná honum. Núna er ég búinn að glósa 69 blaðsíður og bókin er 257 blaðsíður og kennarinn segist ætla að klára hana. Ekki nema 10 blaðsíður fyrir hvern tíma. Ok ekki málið....right. Það er ekki hægt að komast yfir svona mikið efni á svona stuttum tíma.
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Langar aðeins að bæta við, núna er ég búinn að glósa 77 blaðsíður og er.... 60 blaðsíðum á eftir áætlun.
Jóhann P (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 15:11
[flautar lítið lag of horfir eitthvað út í bláinn] Eigum við að ræða hvar ég er stödd í vélfræðinni? Og hefuru litið á næstu önn? Þá eru VFR og KÆL á sömu önninni sem þýðir 2 vinnubækur næstu önn.
Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 7.11.2007 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.