Meira um heimavinnu.

Ekki það að ég sé að kvarta.... jú reyndar er ég að kvarta en ég eyði orðið svona 15-20 klukkustundir á viku í að læra heima. Þessa viku hef ég lært heima að minnsta kosti 2-3 tíma á kvöldi, núna er klukkan 3 og ég hef lært síðan klukkan 7 í kvöld, með ca 2 tíma í pásu þannig að það sem af er vikunnar hef ég lært 14-18 klukkutíma og ég á eftir að læra alla helgina.

Samanlagt á ég eftir að glósa 75 blaðsíður næstu vikuna í vélfræði svo og smá kafla framarlega í bókinni(svona smá uppsóp), ég á eftir að skila einu véltækni verkefni, reikna ein heimadæmi í hinni vélfræðinni, svo þarf ég að gera verkefnaheft í efnisfræði málmiðnað, og svo eru eftir 2 skýrslur í vélfræði og vélvirkjun......arrrrrgggghhhh og það eru 3 vikur eftir.

Ég er kominn á þá skoðun að stúdentspróf kemur í kelloggs pakka miðað við það sem maður þarf að leggja á sig til þess að klára stúdentinn. Fyrir þá sem að læra heima og skila vinnubókum þá er þetta bara helvíti mikil vinna. Stúdentinn kláraði ég án áhuga, án fyrirhafnar og án mætingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

Svipað ástand hér. Klára 1 og 1/2 verkefni í VTÆ 102, 1 ensku verkefni og svo um 200 bls í vélfræðinni.

Við eigum okkur ekkert líf. 

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 10.11.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband