Facebook

Loggaði mig inn á Facebook áðan. Ja hérna hér, það voru 3 sem að báð um að vera vinir mínir, ég var beðinn um að komast að því hvort að ég sé venjulegur( sem ég get sagt hér og nú að ég er ekki), komst að því að Elín er vampíra og fleira og fleira. (skilst reyndar að Kata hafi platað Elínu út í þetta) Ég er búinn að vera inni í korter og hef ekki undan að lesa einhver skilaboð, og boð um að gera þetta og hitt og vera vinur allra..... en þrátt fyrir allt þetta þá......HVAÐ ER FACEBOOK???????? Getur einhver útskýrt þetta fyrirbæri fyrir mér? Er ég orðinn svona gamall eða en ég bara skil ekki þetta fyrirbæri. Getur einhver lánað mér handbókina um Facebook?

Vinnan að íslensku útgáfunni að kennslubók í VFR 313 gengur vel. Að vísu er útgefandinn og þýðandinn kominn í dálitla tímaþröng því að handritið á að vera klárt 19. nóv eftir nákvæmlega viku. Ég vonast til þess að ná að klára handritið á réttum tíma. Svo er útgáfudagur 7. des. Það var nú gert grín að mér í dag að ég væri gersamlega að þýða bókina. Nú ef maður vill vera öruggur um að vinnubókin sé örugglega nógu góð þá þýðir maður bara alla helvítis bókina. Ég vill líka vera alveg hundrað prósent viss um að þegar ég fer að lesa undir próf þá hafi ég allar upplýsingar, og maður hefur nú hvort sem er lesið stærri bækur undir próf. Það ætti ekki að vera erfitt að læra nokkurn veginn íslenska þýðingu á vélfræði sem er þar að auki eftir mann sjálfan. Það er síðan spurning hvort að maður ætti svo ekki bara að fara að selja þýðinguna. Þá sleppa vélstjórnarnemendur að rembast við að lesa dönskuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

Facebook er snilld

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 19.11.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband