Einkunnir.

Afraksturinn af önninni héðan af eru:

Iðnteikning málmiðnaða 103                                          10

Véltækni  102                                                                 10

Vélfræði 313                                                                    9

Efnisfræði málmiðnaða                                                    9

Vélfræði 513                                                                   8

Vélvirkjun 104                                                                7(eins og allir aðrir í áfanganum)

Smíði 306                                                                       6

Einkuninn í Vélvirkjun kom svo sem ekki á óvart, þar sem að fyrir allar skýrslur sem að ég hafði skilað á önninni fékk ég 7. Allir aðrir fengu fyrir þeirra skýrslur 7. Og áður en að ég athugaði með mína einkunn þá vissi ég að 2 af 8 í mínum hóp höfðu fengð 7 þannig að ég gekk bara út frá því að 7 væri málið. Hins vegar lýsi ég því hér með yfir að ég mun aldrei beita neinum þeim vinnubrögðum sem að ég lærði í VIR. Ég mun aldrei aftur bora 18 mm gat með 9, 10 og 12 mm borum, ég mun aldrei beygja öxul með því að hita efnið með TIG suðu og beygja það með höndum og bræða svo bara yfir sprungurnar sem myndast, og ég mun ALDREI aftur nota þungt drifskaft til þess að berja legu upp á öxul. Drifskaftið var svo þungt að það þurfti 2 til þess að halda á því.

Þá er allt komið. Ein sexa, sjöa og átta og svo tvær níur og tíur. Mér finnst þetta vera alveg ásættanlegt og í samræmi við vinnuframlag á önninni. Mér finnst kannski svolítið súrt að fá bara 9 í Vélfræði 313 vitandi það að allir þeir sem að fengu vinnubækur frá öðrum og fóru ekkert að læra fyrr en nokkrum dögum fyrir próf fengu 8. Það segir mér að prófið hafi verið of auðvelt. Menn sem að gera ekkert eiga þá bara að falla. Því miður virðist það vera að svona skussar komast í gegnum alla vélstjórn án þess að leggja nokkurn tíma eitthvað verulega á sig til þess að ná.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

Það var margt gert í VIR sem að maður gerir aldrei aftur.

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 13.12.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband