Eigum við þá ekki að vera bara nakin?

Enn eitt dæmið um það þegar umhverfisvendarsinnar ganga of langt. Nú eiga allar stelpur að vera í G-streng af því að það er svo umhverfisvænt. Eigum við ekki bara að sleppa því að framleiða föt, af því að það er svo umhverfisvænt, og ganga um nakin. Sum okkar eins og við á Íslandi munum deyja úr ofkælingu en þau okkar sem að búa á hlýrri stöðum lifa kannski af. Svo gæti verið að mannkynið þróist og þeim fari að vaxa feldur sem að getur haldið á þeim hita, af því að það er svo umhverfisvænt.

En er þetta ekki mismunun á kynjum? Af hverju eru það bara stelpur sem að eiga að ganga í efnislitlum nærfatnaði? Af hverju krefjast þessi norsku umhverfissamtök að við strákarnir förum að nota G-strengi sem nærfatnað? Á bara að krefja stelpurnar um að ganga í óþægilegum(er mér sagt) efnislitlum nærfatnaði til þess að bjarga jörðinni? Eiga strákarnir ekkert að leggja af mörkum í þessum nærfata björgunarleiðangri.

Nei ég myndi ekki krefjast þess af neinum að ganga í óþægilegum og efnislitlum nærfatnaði hvort sem er til þess að vera sexy eða bjarga jörðinni. Þetta er bara eins og svo margt í umræðunni um umhverfisvend... ALGJÖRG HELVÍTIS KJAFTÆÐI.


mbl.is Umhverfissamtök mæla með g-streng í jólapakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Mega umhverfissinnar ekki mæla með einhverju umhverfisvænu? Mér skilst líka á fréttinni að ekki sé eingöngu verið að tala um konur. Það eru líka til g-strengir handa körlum. Ég skildi þessa frétt sem bara svona almenna hvatningu til að kaupa minna af fötum, t.d. nýta gamalt og svona. Ekki ættir þú nú að kvarta undan því að kona gangi í g-streng

Vera Knútsdóttir, 17.12.2007 kl. 00:51

2 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

En hvað á ég þá að gera við allt fatasafnið mitt? brenna það? Það væri nú ekki umverfisvænt!

Oh my god... Ég hugsaði allt í einu um það hvernig það væri ef ég myndi mæta nakin í vinnuna á morgun! Takk Jói nú fæ ég martraðir í viku. Og að hugsa sér, ég myndi aldrei ná olíunni af mér.

;) 

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 17.12.2007 kl. 22:44

3 identicon

Ég svo sem kvarta ekki yfir G-strengjum en ég neyði enga til þess að vera í svoleiðis, hvort sem ástæðan er umhverfisvend eða að viðkomandi eigi að vera sexý. Og það sem ég meinti með því að kalla þetta kjaftæði er að mér finnst bæði langt gengið þegar fötin okkar eru orðin að umhverfismáli. Við höfum þróast út í það að ganga í fötum og þeirri þróun verður ekki aftur snúið. Bæði siðferði okkar og menning krefjast þess að við göngum í fötum.

Svo finnst mér rangt að setja þessa tilteknu flík sem umhverfismál af því að það eru hreint ekki allar stelpur sem vilja ganga í G-streng.

Þar að auki finnst mér margt mikilvægara í umhverfismálum en að hvetja fólk til þess að ganga í efnisminni klæðnaði. Nærtækara dæmi væri að minnka notkun á jarðeldsneyti til dæmis til rafmagnsframleiðslu, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda t.d. í iðnaði.

Elín má ég koma og vinna í slipnum. Það þarf ekkert að borga mér. Bara ef ég fæ að vinna með þér.

Jóhann P (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband