Eldamennska.

Ég trúi því ekki að ég sé að segja þetta. Ég, Jóhann Pétur Pétursson eldaði góðan mat. Og það var ekki hamborgari, pulsur eða eitthvað þannig. Og nei það var ekki hringt og pöntuð pizza. Nei, ég tók kartöflur, skrældi þær og flysjaði og steikti þær í nýja grillinu okkar. Snitselið var líka kryddað og fór sömu leið, steikt í grillinu. Að lokum eldaði ég sósu upp kjötkrafti og paprikuosti sem að ég átti í ísskápnum. (og ég átti hugmyndina alveg sjálfur) Og þvílík snilld.

Ég er alveg að fíla þetta eldunarthingy. (ekki segja samt Ingibjörgu frá því) Ég varð meira að segja svo glaður yfir hve vel tókst til, að ég bauðst til þess að baka pizzu annað kvöld.

P.s. hér http://dv.is/frettir/lesa/4895 má lesa hræðilega frétt um hund sem að fannst skorinn á háls og höfuðkúpubrotinn. (nei þetta er ekki nýtt Lucasarmál því að hræið er fundið og honum var misþyrmt) Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvaða illa truflaði einstaklingur eða einstaklingar hafa verið þarna á ferðinni. Fólk sem að hefur það í sér að misþyrma dýrum sem að geta ekkert gert til þess að verja sig er virkilega andlega skaddað. Svoleiðis fólk á bara heima á stofnun. Ég get mér þess til að þetta hafi verið manneskja sem hundurinn hefur treyst því úr því að hann hafi komist það nálægt honum að viðkomandi geti skorið hundinn á háls. Tökum hundinn minn sem dæmi, mér væri í lófa lagi að skera minn hund á háls(ógeðfeld tilhugsun) en ef að ókunnugur færi að honum, tala nú ekki um með hníf... þá kæmist hann aldrei nálægt hundinum. (þið skiljið)  Hundar treysta ekki ókunnugum svo auðveldlega. Þú verður alltaf að vinna þér inn traust hundsins þegar þú reynir að nálgast hann. Þú verður að sýna að þú sért traustsins verður. Mín getgáta er sú að þetta hefur verið einhver sem að á hundinn, eða þá að hundurinn hefur þekkt mjög vel. Einhver sem að hundurinn hefur verið vanur að umgangast. Sjúka, geðveika fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

Jói kokkur! hmmm.. skrýtin tilhugsun...

Og já ojj. Sjúkt, snarbilageðveikt fólk. 

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 7.2.2008 kl. 20:33

2 identicon

Þín hugmynd?????????? Sósa úr svona ostum og svoleiðis, var það ekki ég sem kendi þér það????

Og btw, fólk sem fer svona þeð nokkra lifandi lifandi veru að gamni sínu ætti að fá sömu meðferð 

Sibbi (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 16:19

3 identicon

Oki sorry Sibbi þetta var allt þér að þakka. P.s. næst ætla ég að nota Captain Morgan í sósuna.

Jóhann P (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband