10.2.2008 | 23:24
Þá er það gerst sem að ég hef lengi óttast.
Á vísi.is má hér http://visir.is/article/20080210/FRETTIR01/80210056 lesa frétt um að það sé komið félag gegn Pólverjum á Íslandi. Að vísu finnst mér fréttamaður taka full djúpt í árina þegar hann talar um félag því að þetta er víst bara eitthvað fólk sem að hefur skráð sig á Myspace síðu. En samt, rasismi lifir hér á Íslandi og lifir eftir því sem að ég kemst næst mjög góðu lífi. Það er stutt þangað til að við förum að sjá ofbeldi tengt uppruna og þá er fyrst búið að kveika í púðurtunnunni.
Ég er persónulega á móti umræðu sem að snýst um það að vera með eða móti því að tiltekinn hópur fólks setjist hér að. Ég er mikill alþjóðasinni og vill að hér á Íslandi byggist upp alþjóðlegt samfélag þar sem að útlit, kynferði, uppruni, kynþáttur skiptir nákvæmlega engu máli. Ef að þessu fólki fylgja einhver vandamál eins og tungumálaerfiðleikar, atvinnuleysi eða menntunarleysi þá er það stjórnvalda að leysa þau.
Íslendingar mega fara hvert sem er í Evrópu, setjast þar að, fá sér vinnu og festa þar rætur. Hver erum við sem að þykjumst ætla að meina örðu fólki að setjast hér að? Hver þykjumst við vera að vera á mót því að einhver hópur eða hópar séu hér í vinnu, gangi í skóla og eigi hér líf þegar við megum fara hvert sem við viljum. Mér persónulega hefur oft blöskrað umræðan sem að farið hefur fram um útlendinga, umræða sem að ég hef persónulega hef orðið vitni að. Umræða sem að hefur gengið út á það að Íslendingar(og væntanlega þeir sem að taka þátt í umræðunni) séu virkilega miklu betri en Pólverjar. Með sömu rökum og að vera á móti Pólverjum hér á Íslandi má segja að Vestamannaeyingar eigi ekki að fá að koma upp á meginlandið. Ef við förum að skipa fólki í hópa eftir uppruna þá getum við eins skipað í hópana eftir því hvar á landinu við erum fædd eða á hvaða vikudegi. Mér hefur einmitt alltaf þótt fólk fætt á miðvikudögum vera bæði húðlatt og leiðinlegt.
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.