24.2.2008 | 00:55
Sitt lítið af hvoru.
Það er hreinlega ekki einleikið hvað ég er léleg fyllibytta. Ég fór að drekka með vini mínum honum Sibba um síðustu helgi. Við vorum aðallega í bjór en Sibbi bauð mér eitt Jagermeister skot í svona spes Jagermeister staup. Þetta var einfaldur Jagermeister og í tveimur sopum tókst mér að koma svona u.þ.b. helmingi innihaldsins ofan í maga. Sibbi fékk rest. Núna er ég með hálsbólgu og það er þekkt læknisrað að hita koníak, sturta því ofan í sig og áfengið drepur meirihlutann af bakteríunum. Ég ákvað að prufa þetta með Stroh 60. Helli í staup og hita það í örbylgjunni. Ætla að sturta því ofan í mig. Tekst að klára 1/3 af innihaldinu og helli restinni í vaskinn. Ég er svo léleg fyllibytta. Ég bara kann ekki að drekka. Þetta vantar bara algjörlega inn í heilann á mér hvernig á að koma niður sterku áfengi.
Fór suður um síðustu helgi. Á leiðinni heim lenti það á elskulegu konunni minn að keyra hálfa leiðina, í rigningu, þoku og miklu roki. Þar að auki er vegirnir í Borgarfirðinum ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Ástæðan.... Jóhann var oggupínulítið þunnur. En aftur að vegunum í Borgarfyrði. Ég veit að það er ekki hægt að stunda miklar vegavinnu um hávetur en mætti ekki setja smá möl í dýpstu holurnar?(aldrei láta Borgnesinga sjá um eitthvað sema að á að vera í lagi) Þar að auki var konan mín mjög dugleg við að finna þær, þannig að ég sárvorkenndi bílnum mínum. Nema náttúrulega hjá Hreðavatnsskála. Þar fór hún á öfugan vegarhelming til þess að losna við holurnar en þá kom... bíll. Hvern andskotann var hann að vilja upp á dekk þarna. Af hverju gátum við ekki mætt honum einhver staðar annars staðar? En Ingibjörg reddaði þessu. Á Brú í Hrútafyrði var ákveðið að "fyllibyttan" væri orðin ökuhæfur. Það sem að eftir var af leiðinni var bjart, gott skyggni og úrkomulaust.
Ég er búinn að vera alveg gríðarlega skotglaður þessa vikuna. Það er einhvern vegin eins og ég ætli aldrei að læra að ef maður er að skjóta á fólk í allar áttir þá fær maður skot til baka. Greyið Elín vinkona mín hefur orðið fyrir flestum ef ekki öllum skotunum mínum. (fyrirgeeeeeeefðu)En hver ætti það svo sem vera annar því að Kata er í Austurríki og þó ég skjóti fast þá drífa þau ekki þangað og Palli er bara horfinn af yfirborði jarðar. (hættur í skólanum)
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég kannast við það að kunna ekki að drekka! he he..
Engar áhyggjur Jói minn, ég verð komin á mitt strik í komandi viku. Hvert skot á fætur öðru.
Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 24.2.2008 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.