1.12.2008 | 17:21
Þú meinar missa það.
Að ganga í hagsmunaklúbb stóru þjóðanna í Evrópu er ekki að deila einu né neinu. Það kom berlega í ljós í nauðungarsamningum íslenskra stjórnvalda við Breta og Hollendinga hvaða hagsmunir ganga fyrir í Evrópu. Það eru hagsmunir þeirra stóru. Ef þessi frelsishetja vill ganga fram og henda íslenskum hagsmunum hvað varðar milliríkjasamninga og viðskiptasamninga þá má hann það fyrir mér. En fyrir mér er það ekki að deila einu né neinu heldur einfaldlega að missa fullveldið.
En það er rétt sem að maðurinn segir að það ávinnst ýmislegt með inngöngu í ESB. Að líkindum verður vaxtastig hér lægra, matarverð mun sennilega lækka og hugsanlega mun samkeppni aukast. En enginn skal reyna að halda því fram að það tapist ekki eitthvað líka. Sjávarútvegurinn sem að er ennþá frekar stór atvinnuvegur mun ekki verða svipur á sjón eftir þetta. Það er ekki langt síðan að yfirmaður sjávarútvegs á ESB gaf það bara hreint út að Íslendingar gætu ekki vænst mikilla tilslakana í sjávarútvegsmálum. Þetta þýðir að þarna eru mjög stórir hagsmunir sem að eru í hættu.
Bændur munu líka fara illa út úr ESB, nema það komi til verulegra tilslakana (og við höfum séð hvað við Íslendingar getum samið vel við ESB) Njóti þeir ekki tilslakana frá ESB í formi áframhaldandi niðurgreiðslna frá ríkinu munum bændur sem að eru fyrir mjög skuldsettir þurfa að þola samkeppni frá löndum sem að hafa allt aðrar aðstæður en eru hér á landi. Það er nógu erfitt fyrir með niðurgreiðslunum en án þeirra er það einfaldlega ekki hægt. Það er sérkennilegt að þegar flestar þjóðir leggja áherslu á að vera sjálfum sér nóg um matvæli ætlum við að rústa matvælaiðnaðinum okkar. þetta leggur þjóðarhetjan okkar til.
Fyrir mér leysir þetta vissulega vandamál en skapar bara önnur. ESB er enginn patent lausn frekar en neitt annað. Þetta er bara spurning um hvaða hagsmunum við ætlum að fórna. Það er það sem að fólk þarf að gera upp við sig, en sama hvaða ákvörðun þjóðin tekur, það verða fórnir.
Þurfum að deila fullveldi okkar með öðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
- Einn fluttur á slysadeild: Miklar umferðartafir
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
Erlent
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.