10.12.2008 | 23:45
Smávegis frá mér kannski.
Það er komið nóg af bloggfærslum um pólitík í bili, sem að hvort eð er enginn les. Mínar skoðanir virðast líka vera á skjön við skoðanir allrar heimsbyggðarinnar en það er bara í fínu lagi.
Það að skilja mig eftir einann heima varðar bæði við dýraverndunar og barnaverndarlög. Þið getið flett þessum lagabálkum upp, það eru þarna sérgreinar bara um mig. Núna undanfarið hef ég verið endalaus uppspretta slæmra hugmynda. Um daginn tókst mér að fá stuð úr tölvuhleðslutækinu. Mér tókst að tengja sjálfan mig sem álag við spennubreytinn. Vitið hvernig? Ég stakk endanum sem að á að stingast í tölvuna... upp í mig... og fékk rafstraum. Hin slæma hugmyndin mín var hversu vont vær að setja svona járnklemmu á geirvörtuna. Þessa klemmu notum við á handklæði og svoleiðis til að hengja þau upp á snaga. Ég komst að því að það var frekar vont en samt ekkert svo. Hér eftir ætla ég að bjóða svona flestum gestunum mínum upp á það að prófa.
Svo tók ég óþolandi langt tiltektarkast áðan. Fyrsta verkið var að tæma djúpsteikingarpottinn minn af olíu. Við djúpsteikingarpotturinn erum orðnir svarnir óvinir. Hann var geymdur fullur af olíu á borðinu en var alltaf að opnast í tíma og ótíma. Þannig að ég réðst á hann, tæmdi hann af olíu, teipaði lokið á honum niður og stakk honum upp í skáp. Hér eftir verður ekkert djúpsteikt. Og þetta átti að vera nóg fyrir eitt kvöld en tiltektarkastið hætti ekki. Endirinn varð sá að eldhúsið mitt er nánast alveg orðið hreint. Á bara eftir ruslaskápinn.
Og það er komið vont veður. Það er alveg stórmerkilegt hvað það hvín í þessu blessaða húsi. Og þetta segir maður sem að kemur frá Akranesi. Hef það stundum á orði við kærustuna mína að hér fyrir norðan líði manni stundum eins og heima hjá sér, lognið fer stundum ansi hratt yfir.
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já lognið á það til að fara ansi hratt yfir
Berglind Torfadóttir, 12.12.2008 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.