Breyttir tímar.

Sem dæmi um breytta tíma og breyttan hugsunarhátt hjá mér þá fór ég í Nettó í dag. Þegar kom að því að borga þá lenti ég í röð á eftir eldri manni. Þegar kom að því að hann átti að borga þá var hann rukkaður um 50-60 krónum of mikið. Samstundis og hann gerði athugasemd við stúlkuna sem að var að afgreiða þá hugsaði ég "ætlar hann að vera einn af þessum leiðinlegu sem að röflar undan nokkrum krónum".

En kannski eru þessar 50-60 krónur bara mjög mikið fyrir þennan mann. Kannski er hann öryrki eða eitthvað og hefur ekkert of mikið fé á milli handanna. Á þessum 5 mínútum heyrði ég röflið í fólkinu fyrir aftan mig en þegar að stúlkan kom, með þá vitneskju að hann hefði verið rukkaður um 50 krónum of mikið, þá fannst mér þessum 5 mínútum vel varið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Það munar alltaf um þessar krónur. Pældu ef að þú ert alltaf rukkaður um 50 kr of mikið!!! Segjum að þú gerir innkaup 2x í viku ss 8x á mánuði, þá eru þetta 400 kr. Svo geta upphæðirnar verið mismunandi að hverju sinni, þannig að þú gætir tapað 1000 kr á svona. Innkaupakarfan er líka orðin assgoti dýr og þá munar sko um hverja krónu!

Vera Knútsdóttir, 10.1.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband