Sterk minnihlutastjórn.

Rosalega er þetta sterk ríkisstjórn ef að ekki stærra mál heldur en hvalveiðar setja strik í reikninginn. Ekki það að hvalveiðar séu ekki stórt hagsmunamál enda frá mínum bæjardyrum séð, er annað hvort að hætta veiðum hér við land eða að nýta alla stofna sem að lifa hér við land. En ég er svo sem ekki líffræðingur þannig að hvað veit ég.

En hvalveiðar eru langt frá því stærsta hagsmunamálið núna þannig að ef að þetta mál veltir komandi ríkisstjórn undir uggum, þá finnst mér alveg eins gott að hætta þessu strax. Við þurfum sterka ríkisstjórn sem að gerir það sem að þarf að gera, hvort sem það heitir niðurskurður, samningar við IMF eða eitthvað annað. Nú þarf að skera niður á öllum sviðum ríkisrekstrarins, hallinn er 165 milljarðar, verðbólgan enn hátt í 10% og stýrivextir Seðlabanka eru 18%. Það er alveg deginum ljósara að undir þessum kringumstæðum vinnum við ekki okkur út úr kreppunni. Og ríkisstjórn sem að ræður ekki við hvalveiðar.... það er best fyrir hana að koma sér í burtu sem fyrst.


mbl.is Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Verðbólgan er 18,6 %!!! Jóhann vera með staðreyndirnar á hreinu!

Vera Knútsdóttir, 29.1.2009 kl. 14:36

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þess þá heldur en ég fæ ekki séð hvað það skiptir innihald pistilsins máli.

Jóhann Pétur Pétursson, 29.1.2009 kl. 19:06

3 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Bara að fíflast í þér sko!

Ég held að Framsókn sé að missa sig í mellustælum varðandi þessa nýju ríkisstjórn sem ætlar eitthvað að draga það á langinn að myndast. 

Vera Knútsdóttir, 30.1.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband