Hvaða ár er aftur?

Bíddu.... erum við komnir aftur til ársins 1000 eða? Eru alþingismenn farnir nú að dæma menn til útlegðar eins og gert var á tímum víkinga? Ég er ekki að verja þessa menn en umræðan í þjóðfélaginu er farin að minna meira á nornaveiðar frekar en umræðu í lýðræðislegu þjóðfélagi. Fólk stýrist af hefndarþorsta frekar en að reyna að koma landinu út úr þeim hremmingum sem að við erum komin í. Svona umræða gerir ekkert annað en að það er hægt og rólega verið að hnýta hengingarhnútinn utan um hálsinn á þjóðinni og það er þjóðin sjálf sem er að hnýta hann. Einhvern tíma þarf þjóðin að komast upp úr skotgröfunum og fara raunverulega að standa saman og vinna okkur út úr því ástandi sem að við erum í. Þessi þjóð á í ekki aðeins í fjármálakreppu og bankakreppu heldur er hún komin í mjög slæma siðferðislega kreppu. Það má efast um siðferði þeirra manna sem að stýrðu t.d. bönkunum og jafnvel sumum fjármálastofnunum líka, ég skal ekki gera lítið úr því en ef þjóðin ætlar niður á sama plan þá gerir það ekkert annað en að gulltryggja hrun þjóðarinnar.


mbl.is Útrásarvíkingana á válista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta nær engri átt.  Atli fer þarna með fleypur, þetta er eitthvað sem ekki er hægt að fullyrða.  Hvernig væri að þessir menn eins og Atli færu að vinna að því að koma þjóðinni á réttan kjöl í stað allra þessara samsæriskenninga? Staðreyndin er bara sú að VG er vanhæf til verka, bara raula og tauta

Baldur (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 18:36

2 Smámynd: Kotik

Ég er alveg sammála Atla og vil ganga lengra og gefa út skotleyfi á þessa menn, þannig að hvar sem þeir sjást á þessarri eyju, þá séu þeir réttdræpir og ríkissjóður borgi hverjum þeim sem það geri kr. 1.684.895.

Kotik, 22.2.2009 kl. 18:59

3 identicon

Nú er ég hissa, auðvitað á að stoppa þessa menn þeir settu okkur á hausinn það er engin að tala um að við förum á sama plan og þeir, mikið fjandi þyrfti fólk þá að leggjast lágt. Að sjálfsögðu eigum við að vinna að því í sameiningu að rífa okkur upp EN það er fúlt að sjá svo þessa dela sem settu okkur almenning í þessa stöðu. Þeir eiga að bera ábyrgð á því sem þeir gerðu, ekki spurning

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 19:53

4 identicon

Skv lögum hafa þessir menn líklega ekkert rangt gert.  Enda eru þeir saklausir uns sekt er sönnuð.  Við eigum ekki að eyða púðri í þetta, ástandið í sjálfu sér gæti verið verra.  Enda er kreppan alþjóðlegt vandamál sem við flest gátum ekki séð fyrir, erfitt að finna blóraböggla

Baldur (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 19:57

5 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Það sem að Kotik er að predika er þetta auga fyrir auga, tönn fyrir tönn siðferði sem að a.m.k. hluti þjóðarinnar virðist aðhyllast. Það er alveg á hreinu að þjóðin er í hefndarhug en getur einhver sagt mér, hefur einhver grætt á því að hefna sín? Heldur einhver að það að ná sér niðri á einhverjum bæti þá stöðu sem að við erum í? Og heldur einhver heilvita maður að dauði einhvers bæti okkar stöðu eitthvað?

Svo vil ég nefna eitt að lokum, góðæri síðustu ára snérist á einhverjum tímapunkti upp í andhverfu sína, mikla skuldasöfnun. Bankarnir, fyrirtækin í landinu og heimilin söfnuðu gríðarmiklum skuldum. Auðvitað eru skuldirnar mis miklar, t.d. getur eitt heimili ekki safnað jafn miklum skuldum á við banka. En skuldasöfnunin náði til allra. Þess vegna vil ég nefna, sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum. Verum ekki of áköf í að dæma útrásarvíkingana því að við gætum verið að dæma okkur sjálf.

Einhvern tíma verður þessi blessaða þjóð að stíga upp úr skotgröfunum og grafa stríðsaxirnar. Því fyrr sem það gerist því betra. En ég óttast að þeim mun lengur sem að það dregst, þeim mun meira mun þjóðin skaðast.

Jóhann Pétur Pétursson, 22.2.2009 kl. 20:33

6 Smámynd: DanTh

Jóhann.  Svo þú vitir það, þá er árið 2009.  Þetta á að vera ár réttlætis fyrir almenning í landinu en ekki ár afneitunar og þjónkunar við  þá fjárglæframenn sem rændu hér allt fjármálakerfi samfélagsins.

Baldur.  Ekki veit ég hversu lögfróður þú ert en þetta ristir ekki djúpt hjá þér. 

Það er klárt mál að efnahagstjón þjóðarinnar er af völdum vitfirrtra fjárglæframanna.  Það er vitað hverjir þeir eru og það verður að kalla þessa menn í yfirheyrslu til þess að fá úr því skorið hvar hugsanleg brot þeirra liggja. 

Fjármálakerfið var lagt í rúst af forsvarmönnum og eigendum bankanna en ekki þeim sem fengu þar húsnæðis eða neyslulán.  Við þurfum því ekki að snúa bökum saman í einhverjum Pollýönnu leik út af ástandinu.  þessir menn ætla ekki að bera neinar birgðar í þeim efnum með okkur, enda þeir ekki vanir að deila sinni velgengni né auð með sauðsvörtum almúganum.   

Nú í kjölfar yfirheyrslna yfir þeim á, ef þurfa þykir, að gefa þeim stöðu sakbornings.  Þar með er komin ástæða til að frysta tímabundið "eigur þeirra".  Þeir sem á sannast ótvíræð sök, skulu leiddir fyrir dómara og eiga þeirra að dæmast eftir eðli þess glæps sem hver og einn er talinn hafa framið.   

Mín skoðun er sú að það átti að byrja að rannsaka þessi mál sem hugsanleg sakamál strax í nóvember síðastliðnum, þá var ljóst að eitthvað alvarlegt hafði farið úrskeiðis.     

Það er annars mjög merkilegt, og verðugt rannsóknarefni, að frammámenn okkar hafa í lengstu lög reynt að draga úr öllu tali um að einhver beri sök í þessu mesta efnahagshruni Íslandssögunnar.  Þó er öllum ljóst að þjóðfélagið hefur skaðast verulega af gjörðum þeirra sem báru ábyrgð á fjármálaumhverfinu.

Það er því áleitin spurning, hví frammámönnum okkar hefur verið svo mikið kappsmál að hvítþvo þessa menn?  Eru menn ekki farnir að átta sig á að skaðinn skiptir hundruðum milljarða.  Er þetta bara einhver titlingaskítur í þeirra augum?  Allavega er komin slík himinhá tjónakrafa á allt samfélagið sem mér sýnist eigi að eigi á endanum að senda inn á heimilin í landinu.  Málpípum og varðhundum flokkanna er hinsvegar bara slétt sama um það, heyrist mér.

Nú eðlileg réttarmeðferð dæmir engan fyrirfram en af hverju hafa stjórnvöld stöðug reynt að moka yfir skítinn í þessu máli?  Ef stjórnvöld hafa ekkert að fela, þá væri þetta ferli farið af stað fyrir löngu síðan.  Réttlátur maður krefst réttlætis öllum til handa, ranglátur maður vill hylja slóð sína og sinna.

Það er svo ekki rétt að íslenska fjármálakrísan sé bein afleiðing af þeirri alþjóðlegu, hún er að mestu heimatilbúin.  Þeim sem var treyst fyrir bönkunum í einkavinavæðingunni, voru einvaldlega ekki traustsins verðir.  Þeir rændum bankana innanfrá, nánast frá fyrsta degi, með því að gera þá að spilavítum eigin sérhagsmuna og græðgi.  Þannig varð rekstur bankanna glórulaus, nánast frá fyrsta degi.  Þetta má sjá í skýrslum hjá Seðlabankanum ef menn vilja.  Fall Lehman Brothers kom einfaldlega á réttum tíma fyrir þessi spillingaröfl.  Þau hafa nýtt sér fall þess banka sem leið út úr eigin sekt, og notað hann sem einskonar skálkaskjól í þeirri miklu afneitun sem þeir eru í.  skoðið bara þessi mál hjá Seðlabankanum, það mátti í raun ekkert bregða út af í bankakerfinu hér á landi, svo aumleg var staða þessara bana strax á vordögum 2006.    

Núna er lögfræðistofa úti í bæ að undirbúa fjöldamálsókn gegn bönkunum. Það eru nefnilega komnar fram sannanir um að þeir hafi tekið sér stöðu gegn krónunni á sama tíma og þeir lánuðu fólki peninga.  Það er ekki hægt að mæla gegn þessu, bara fláráður maður stendur í málþófi í um svo alvarlegt mál.  Það eru svo fleiri lög sem gilda í þessu landi sem þarf að kafa ofan í.  Skaðabótalögin þarf t.d. að skoði í ljósi þess hvaða skaða þessir menn hafa valdið lántakendum og samfélaginu öllu.  Á þeim forsendum má vænta að hægt sé að sækja að þessum dusilmennum.  Það voru, merkilegt nokk, ekki bara gatslitin bankalög í gildi á þessum tíma. 

Það er svo hrein bábilja að halda því fram að með því að fara gegn þessum glæpalýð séum við á einhverjum nornaveiðum.  Við erum að gera upp fortíðina við glæpahyski.  Með réttlætið að vopni munum við gera upp þessi mál.  Svo munum við skilja þetta að baki, og horfa björtum augum fram á veginn.   

Að lokum, útrásarvíkingarnir unnu hratt í auðgunarplottinu og þeir eru örugglega að vinna hratt í því að fela slóð sína, þetta eru klárir kallar, það verður ekki af þeim tekið.   Það sem er sárgrætilegast, er að þeir gera það með dyggri hjálp forystumanna þjóðarinnar og ykkar sem viljið standa í málþófi um þessi mál. 

DanTh, 22.2.2009 kl. 23:14

7 identicon

Ég held að það sé óhætt að fullyrða að DanTh mælir fyrir hönd 92% landsmanna.

Jón Flón (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 23:39

8 identicon

jamm - DanTh mælir svo sannarlega fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar...

Jóhann Pétur; það ætlar enginn að hefna sín eða nota axir á útrásarvíkingana, en við ætlum heldur ekki að láta þá mergsjúga okkur og börnin okkar um ókomna framtíð.

Imba sæta (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 00:32

9 identicon

Siðlaust vissulega, en ólöglegt?

Hvaða lög brutu þessir menn, getur einhver sagt mér það?  Hef ekki séð færð rök fyrir því.  Annars er þetta vel ritað hjá þér Dan.

Sammála að menn verði að grafa stríðsaxir og halda áfram fram veginn.  Svartsýnistal og hefndarþorsti skilar engu. 

Baldur (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 00:37

10 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ó ég hélt að værum alla vega komin til ársins 1000 þar sem að alþingismenn geta dæmt fólk útlæga, þar sem að dómsvald, framkvæmdavald og löggjafarvald var hjá Alþingi.

Svo er annað umhugsunarvert í þessu öllu saman. Ég held að við sem þjóð séum langt frá því þau sem að munu þurfa að borga mest. Sáuð þið drög að uppgjöri Landsbankans? Aðrir kröfuhafar en þeir sem að áttu forgangskröfur þurfa að sætta sig við að tapa yfir 1000 milljarða. Hlutur Íslands í tapinu... 72 milljarðar. Svo leyfum við okkur að kvarta. Svo finnst mér líka við hæfi að nefna að eigendur þessara banka, þeir hafa tapað líka, gríðarlegum fjárhæðum.

Ef það hefur hins vegar gerst að þeim hafi tekist að flytja peninga út af reikningum bankanna, annað hvort til sérstakra viðskiptavina eða á sína reikninga, þá er hugsanlega lögbrot. En að Alþingi eða bankarnir fari að ákveða hverjir megi nota þjónustu bankanna og hverjir ekki er alveg fáránlegt.

Ég held að þjóðin þurfi að hætta að vera í skotgröfunum því að hægt og rólega er hún að hengja sjálfan sig. Bankarnir féllu, fjármálakerfið féll en látum ekki þjóðina falla niður í gryfju hefnda. Hefnd skilar engu og ef að hún gerir eitthvað þá skaðar hún þjóðina.  

Jóhann Pétur Pétursson, 23.2.2009 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Pétur Pétursson
Jóhann Pétur Pétursson

með skoðanir á um það bil öllu

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband