14.4.2009 | 19:56
Sigur fyrir lýðræðið.
Og sigur fyrir fólk sem að finnst vandi heimilanna og fyrirtækjanna í landinu vera stærra og alvarlega mál heldur en hverjir eigi að endurskoða stjórnarskránna. Það má ekki gleyma því að endurskoðun stjórnaskrárinnar er tryggð og hér eftir mun þjóðin kjósa beint um stjórnarskrárbreytingar en ekki svona sem aukaatriði í alþingiskosningum. Það eina sem að er út af borðinu er þetta stjórnlagaþingsbull sem að er í fyrsta lagi fokdýrt og þjónar engum tilgangi því að flokkarnir hefði án nokkurs vafa komið sínu fólki að á stjórnlagaþingi sem og alþingi. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta stjórnlagaþing hefði verið litað af pólitískum flokkadráttum nákvæmlega eins og Alþingi er í dag. Hver sá sem að heldur öðru fram er þá annað hvort haldinn einhverri barnslegri draumsýn eða er hefur mjög einfalda sýn á pólitískt landslag á Íslandi. Ekkert þing og engar kosningar sem að hafa eitthvað vægi í landsmálunum mun verða laust við áhrif flokkanna vegna þess að það er eðli stjórnmálaflokka bæði að hafa áhrif og tryggja sína stöðu.
Nú hafa stjórnmálaflokkarnir tækifæri til þess að marka sér stöðu, stöðu um það hvernig í andskotanum þeir ætla að leysa þann vanda að 15 þúsund, sumir segja allt að 30 þúsund fjölskyldur í landinu eru gjaldþrota. Ef að haldið verður áfram á þeirri braut sem að núverandi stjórnarflokkar hafa markað, þá munu einhver hluti þessa fólks fá einhvers konar greiðsluaðlögun sem að enginn veit hvernig mun virka fyrr en á reynir, en öðrum verður hent út að loknum 40 daga aðfararfresti. En stór hluti þessa fólks mun verða hneppt í skuldaánauð, ánauð sem að er ekki nokkrum mönnum bjóðandi. Stjórnmálaflokkarnir verða að koma með lausn og það strax og hún verður að vera framkvæmt á næstu 2-3 mánuðum. Þeir flokkar sem að munu fá stjórnarmyndunarumboð að loknum kosningum bera þannig ábyrgð á lífi og framtíð þúsunda fjölskyldna. Munu þær komast í gegnum þessar hörmungar??? Munu fjölskyldur leysast upp, tvístrast af því að stjórnarflokkunum mistekst að taka á vanda heimilanna. Þetta er mikil ábyrgð og mjög vandasamt starf.
En sem betur fer er búið að ýta þessu stjórnlagaþingsbulli út af borðinu og hægt að ræða nærtækari vanda. Þegar vandi heimila og fyrirtækja hefur verið leystur, þá mun gefast alveg heilmikill tími til þess að ræða stjórnarskránna. En nú eru bara önnur úrlausnarefni brýnni en stjórnarskráin þó ég vilji alls ekki gera lítið úr henni. Til hamingju allir stuðningsmenn lýðræðisins í landinu og til hamingju Íslendingar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur með málþófi því skal ekki á móti mælt, komið í veg fyrir að stjórnarflokkunum með hækjuna Framsókn sér við hlið tækist að drepa þeim málum sem raunverulega skipta máli núna á dreif og gera lítið úr þeim gríðarlega vanda sem að við blasir heimilum og fyrirtækjum í landinu.
Stjórnlagaþingið út af borðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi er misheppnaða tilraun sumra misgóðra manna við að sporna gegn því að auðlindir landsins verði tæki peningakalla og þeirra leppa til að arðræna okkur og kúga er lýðræðinu alls óviðkomandi. Lýðræðið er hvort eð er orðið það útúrskeint að það er lítið meira en blek á skeinipappír hvers staðsetning ræðst að því hversu vel einhverjum tókst að blekkja mann.
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 20:39
Sigur fyrir hvaða lýðræði, það er ekkert lýðræði á Íslandi. Það eru fáir útvaldir sem ráða öllu. Alltaf sama fólkið í efstu sætunum í öllum flokkum. Fyrir utan þessa litlu flokka sem engin kýs vegna þess að þjóðin er með stokkhólmsheilkennið.
Stjórnarskrábreyting er það eina sem getur breytt þessu. Og það er þess vegna sem sjálfstæðisflokkurinn er hræddur, því það gæti verið sett á lýðræði á Íslandi sem væri hræðilegt fyrir þessi svín.
Óli (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.