8.5.2009 | 16:42
Er IMF handbendi lánadrottna?
Það er spurningin. Af hverju ættu þjóðir að leita til IMF ef að þær færu sjálfar verst út úr því? Við höfum alla vega tvö önnur dæmi um þjóðir innan Evrópu sem að hafa leitað til IMF vegna efnahagskreppunnar, Úkraínu og Írland. Er IMF þá líka handbendi lánadrottna gagnvart þeim? Við höfum líka fleiri dæmi um þjóðir sem að hafa leitað til IMF t.d. í Suður-Ameríku og þær virðast standa ágætlega í dag. Var IMF þá líka handbendi lánadrottna eða eins og Kommúnistinn Ögmundur orðar það lögregla kapítalismans gagnvart þeim?
Ég held að þessi orð Ögmundar verði að skoða í ákveðnu samhengi. Samhengi við það að Vinstri hreyfingin grænt framboð hafði mjög mörg og stór orð um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þegar að þáverandi ríkisstjórn leitað til þeirra eftir aðstoð. Þær voru stórar yfirlýsingarnar sem að kommúnistarnir Steingrímur og Ögmundur og fleiri létu falla í ræðustól Alþingis. Skuldaklafarnir sem að áttu að ná fleiri kynslóðir fram í tímann og þar fram eftir götunum.
Þessi orð Ögmundar verður líka að skoða í því samhengi að stærsta loforðið í stjórnarsáttmála minnihlutastjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna sem að var gerður eftir mótmælin/uppreisnina í vetur var að endursemja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég held að út úr þessum orðum Ögmundar megi lesa ákveðna biturð. Hann er bitur yfir því að gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er ríkisstjórn Íslands, gjaldþrota lands ákaflega máttlítil. Þegar þú ert kominn á hausinn þá ertu í ákaflega lélegri samningsaðstöðu.
Ég held að við eigum að skoða orð Ögmundar í því samhengi að jú IMF er kapítalískt fyrirbæri enda er kapítalisminn alsráðandi í heiminum og þess vegna hefur kommúnistinn Ögmundur alltaf hatað IMF og það að Ögmundur sem og ríkisstjórnin öll er að bregðast því sem að þau lofuðu um að semja upp á nýtt við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þeim hefur einfaldlega verið sagt, hér er aðstoðin sem að við erum tilbúin að veita gegn þessum skilyrðum um samninga um Icesave og mjög strangri peningamálastjórn og stjórn á ríkisútgjöldum, takið þessari aðstoð eða reddið ykkur upp á eigin spýtur.
En það er hins vegar áhugaverð hugmynd að hafna aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. En þá ábyrgð verður þá VG að taka á sig enda sýnist mér þeir vera á ágætis leið með það, að brenna þá brú að baki okkur líka. Þá erum við svo sannarlega orðin ein í þessari kreppu því að ég man ekki eftir að við Íslendingar ættum svo marga vini í heiminum. Meira að segja fyrrverandi forsætisráðherra kvartaði yfir vinaleysi okkar Íslendinga þannig að ég held að menn ættu að fara varlega í það að hafna þessari aðstoð IMF.
En að IMF sé eitthvað handbendi einhverra aðila trúi ég ekki því að það hlýtur að vera megin markmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að koma ríkjum sem til þeirra leita aftur á réttan kjöl, með þeim fórnum sem að þarf að færa. Eða finnst fólki ekki það frekar líklegt.
Heimslögregla kapítalismans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar
- Berglind mágkona Mín elskulega, yndislega, frábæra mágkona
- Berglind systir Mín elskulega systir.
- Elín Jóhanna eina krúttið sem eftir er
- Ingibjörg Mín heittelskaða sem að hefur unnið sér það til fræðgar að vera með mér í tæp 5 ár
- Kata Sætasta, skemmtilegasta og skrýtnasta Katan í öllum heiminum
- Palli Var krútt, er það örugglega ennþá inn við beinið
- Vera Mín fyrrverandi
- Sigurrós
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 801
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.